Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.12.2015, Blaðsíða 35
tímabilið vorum við í minnihluta, en svo fengum við sjálfstæðismenn meirihluta í Mosfellsbæ í frægum kosningum árið 2002 þegar Ragn- heiður Ríkharðsdóttir leiddi listann. Við tók krefjandi en skemmtilegt tímabil þar sem við tókum rækilega til í fjármálum sveitarfélagsins og byggðum síðan markvisst upp inn- viði samfélagsins, en íbúafjöldinn tvöfaldaðist í bæjarfélaginu á þeim tíma sem ég sat í bæjarstjórn. Þetta var góður skóli og dýrmæt reynsla.“ Upp úr síðustu aldamótum fór Herdís að starfa á sviði hamfara- mála og fann þar sína syllu í lífinu. „Lífinu má líkja við bók sem við skrifum sjálf, þó aðrir hafi þar mikil áhrif. Þegar mér bauðst starf hjá VSÓ Ráðgjöf árið 2009 var ég nýbú- in að ljúka við meistaranámið og byrjuð í doktorsnámi. Í rúm sex ár hef ég sinnt ráðgjafastörfum á sviði neyðarstjórnunar og öryggismála, ásamt því að sinna doktorsnámi og ýmsum rannsóknaverkefnum, bæði hér á landi og erlendis. Á nýju ári mun ég setja punktinn aftan við VSÓ-kaflann og hefja nýjan og spennandi kafla sem mun alveg örugglega einnig innifela hamfara- mál og opinbera stjórnsýslu.“ Fjölskylda Eiginmaður Herdísar er Erlendur Örn Fjeldsted, f. 30.10. 1965, bygg- ingatæknifræðingur hjá Eflu. Foreldrar Erlendar eru Birna Lárusdóttir, f. 2.7. 1947, fisksali í Mosfellsbæ, og Sturla Fjeldsted, f. 15.6. 1946, verslunarmaður í Rifi á Snæfellsnesi. Börn Herdísar og Erlendar eru Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeld- sted, f. 31.10. 1992, háskólanemi og starfsmaður á leikskóla en sambýlis- maður hennar er Hjörtur Benjamín Halldórsson laganemi; Sturla Sær Erlendsson Fjeldsted, f. 12.3. 1995, starfsmaður hjá Levi‘s og hönnuður, búsettur í Mosfellsbæ, og Sædís Erla Erlendsdóttir, f. 2.10. 2003, nemi í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Systkini Herdísar eru Kristín Sigurjónsdóttir, f. 7.2. 1958, hótel- starfsmaður og ljósmyndari á Siglu- firði; Jóhann Sigurjónsson, f. 5.12. 1960, forstjóri Rapp Marine í Seattle í Bandaríkjunum, og Sigurjón Sigur- jónsson, f. 23.1. 1973, d. 26.1. sama ár. Foreldrar Herdísar: Ásdís Magn- ea Gunnlaugsdóttir, f. 18.3. 1939, húsfreyja á Siglufirði, og Sigurjón Jóhannsson, f. 8.9. 1928, d. 22.12. 2010, skipstjóri á Siglufirði. Úr frændgarði Herdísar Sigurjónsdóttur Herdís Sigurjónsdóttir Jón Jónsson b. í Efra-Lýtingsstaðakoti Björg Pétursdóttir húsfr. í Efra-Lýtingsstaðakoti í Skagafirði Jóhann Pétur Jónsson kaupmaður, Vík og á Siglufirði Herdís Þorsteinsdóttir húsfr. í Vík í Haganesvík og sýslu- skrifari á Akureyri og á Siglufirði Sigurjón Jóhannsson skipstjóri á Siglufirði Eiríkur Þorsteinn Þorsteinsson hreppstj. og sýslunefndarm. í Vík Guðlaug Baldvindsdóttir húsfr. í Vík í Haganesvík í Fljótum Sigurður Magnússon kennari, löggæslufulltr. Lögreglunnar í Rvík og blaðafulltrúi Flugleiða Þórður Áskell Magnús- son kennari í Rvík Þorleifur Sigurðsson b. í Syðra-Skógarnesi á Snæfellsnesi Ásgeir Þorsteinsson skipstj. í Rvík Sigurjón Þ. Jónsson alþm. og bankastjóri á Ísafirði og síðar á Seltjarnarnesi Erla Þórðardóttir skrifstofum. í Ólafsvík Kristín Guðríður Þorleifsdóttir húsfr. á Þverá í Hnappadalssýslu Herdís Ásgeirsdóttir húsfr. í Rvík Anna Árnadóttir húsfr. í Rvík Ólafur Adolfsson lyfsali og odd- viti sjálfstæðis- manna á Akranesi Ásgeir Gunnar Jónsson húsasmíðam. í Stykkishólmi Herdís Tryggvadóttir húsfr. í Rvík Herdís Þorgeirsdóttir lögm. í Rvík Erla Ósk Ásgeirsd. forstöðum. hjá Icelandair hótelum í Rvík og fyrrv. vþm. Þórólfur Árnason fyrrv. borgarstj. Árni Páll Árnason alþm. og fyrrv. ráðherra Jón Kristinn Kristinsson útvegsb. og kennari í Ystabæ og á Siglufirði Hallfríður Þórðardóttir húsfr. í Ystabæ í Hrísey og á Siglufirði Gunnlaugur Jónsson vélstj. hjá SR í Rvík, á Sólbakka, Raufarhöfn, Siglufirði og Akureyri Kristín Magnúsdóttir húsfr. í Rvík, á Sólbakka í Önundar- firði, á Raufarhöfn og Siglufirði Ásdís Magnea Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Siglufirði Magnús Sigurðsson oddviti í Miklaholti Ásdís Magnea Sigurðardóttir ljósm. í Miklaholti í Miklaholtshreppi Árni Pálsson fyrrv. sóknarpr. í Kópavogi Árni Waag kennari í Kópavogi Katrín W. Hjálmarsdóttir húsfr. í Rvík Hjálmar Árnason framkv- stj. Keilis og fyrrv. alþm. Hjálmar W. Hannesson sendiherra Hannes Birgir Hjálmarsson kennari og tónlistarm. Kristín Árna- dóttir húsfr. í Klakksvík og í Rvík Anna María Elísabet Sigurðardóttir húsfr. á Stóra-Hrauni á Snæfellsnesi (kona sr. Árna Þórarinssonar) ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 2015 Pétur fæddist í Reykjavík 8.12.1906, sonur BenediktsSveinssonar, alþm. og rit- stjóra, og k.h. Guðrúnar Péturs- dóttur kvenréttindafrömuðar. Meðal systkina Péturs voru Bjarni forsætisráðherra, faðir Björns, fyrrv. alþm. og ráðherra, og Valgerðar alþm.; Sveinn fram- kvæmdastjóri, afi Bjarna Benedikts- sonar, fjármálaráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokkins, og Kristjana, móðir Halldórs Blöndal, fyrrv. ráðherra og forseta Alþingis. Fyrri kona Péturs var Guðrún Eggertsdóttir Briem en dóttir þeirra: Ragnhildur, lengst af hús- freyja í Osló. Seinni kona Péturs var Marta, dóttir Ólafs Thors forsætisráðherra, og k.h., Ingibjargar Indriðadóttur Thors. Dætur Péturs og Mörtu: Ólöf dómstjóri sem lést 2008, og Guðrún, forstöðumaður við HÍ. Pétur lauk stúdentsprófi frá MR 1925, lögfræðiprófi frá HÍ 1930 og stundaði framhaldsnám í Grenoble og Toulouse í Frakklandi 1936-37. Pétur var ritari í utanríkisráðu- neyti Dana í Kaupmannahöfn 1930- 36, sendiráðsritari við sendiráð Dana á Spáni 1936-39 og í Bretlandi 1939- 40, sendifulltrúi Íslands í Bretlandi 1940 og hjá norsku ríkisstjórninni í Lundúnum, sendiherra í Bretlandi 1941-44, sendiherra í Sovétríkjunum 1944, jafnframt sendiherra í Frakk- landi, Póllandi, Belgíu og Tékkóslóv- akíu 1946, á Ítalíu 1947, í Sviss, Spáni og Portúgal 1949 og á Írlandi 1951 en fékk lausn að eigin ósk 1956. Pétur var fulltrúi Íslands í OEEC frá upphafi 1948-56, fulltrúi á ráð- herrafundum NATO og fundum Evrópuráðsins til 1956, bankastjóri Landsbanka Íslands frá 1956 og til æviloka, átti sæti í bankaráði Al- þjóðabankans í Washington 1956-65, var formaður Samtaka um vestræna samvinnu frá stofnun til 1965, for- maður Stúdentafélags Reykjavíkur, formaður Hins íslenska fornrita- félags, sat í fiskmatsráði, í fríversl- unarnefnd, í stjórn SÍF frá 1962 til æviloka og var alþm. Reyknesinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1967-69. Pétur lést 29.6. 1969. Merkir Íslendingar Pétur Bene- diktsson 90 ára Sigrún Jónsdóttir 85 ára Ástríður Eyjólfsdóttir Guðríður Stefánsdóttir Inga Dóra Hertervig Ragnar Þorvaldsson 80 ára Dóra Ágústsdóttir Gyða Ásbjarnardóttir Halldóra Ármannsdóttir Matthías Matthíasson Sigríður Reimarsdóttir Unnur Tessnow 75 ára Birgir Hermannsson Hulda P. Jósefsdóttir Ragnar Guðmundsson Símon Magnússon Sveinn Gunnarsson Viggó Sigfinnsson Zoila Gloria Guerrero 70 ára Grétar Már Kristjánsson Helgi Einarsson Kristín Bergsdóttir Pálína G. Óskarsdóttir Páll Skúlason Þóra Árnadóttir 60 ára Banyat Unarak Björg Rafnsdóttir Guðmundur Finnbogason Guðrún Ásgerður Sölvadóttir Gunnar Rafn Einarsson Jón Hallfreður Hall- dórsson Lára Hafdís Gunnbjörnsdóttir Pétur Kristinn Krist- jánsson Sigríður Garðarsdóttir Snorri Kristjánsson Svava Sigurðardóttir Sveinbjörg Steingrímsdóttir Sveinn Harðarson 50 ára Brynja Gunnarsdóttir Guðni Guðjónsson Héléne Liette Lauzon Ingiríður Ásta Karlsdóttir Ingveldur Guðjónsdóttir Kristín Hrönn Einarsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir 40 ára Anna Björnsdóttir Berglind Guðrún Chu Einar Örn Jónsson Florentina Fundateanu Friðný Jónsdóttir Gemma Rachel Catherine King Gitutis Valungevicius Jóna Valdís Reynisdóttir Jóngeir Jóelsson Rakel Ýr Jónsdóttir Salvör Sigríður Jónsdóttir Sigurbjörn Daði Dagbjartsson Sreten Ævar Karimanovic Þórey Linda Elíasdóttir 30 ára Agnes Ósk Þorgrímsdóttir Atli Örn Gunnarsson Ellert Ingvi Guðmundsson Eva Lind Ingvarsdóttir Gunnlaugur Arnar Elías- son Hákon Viðar Erlingsson Kristrún Elíasdóttir Na Yang Ólafur Örn Karlsson Sandra Kristín Jónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Theódór ólst upp á Höfn í Hornafirði en býr í Mosfellsbæ og er flutn- ingabílstjóri hjá flutninga- fyrirtækinu Örmum í Hafnarfirði. Maki: Ólöf Sæmunds- dóttir, f. 1985, lyfjatæknir hjá Garðsapóteki. Fósturdóttir: Ragnheið- ur Bjarnadóttir, f. 2010. Foreldrar: Konný Sóley Guðmundsdóttir, f. 1960, og Heimir Örn Heið- arsson, f. 1959. Theódór Heiðar Heimisson 30 ára Sigrún Edda ólst upp í Kópavogi, býr í Reykjavík, er hestafræð- ingur frá LBHÍ og sér um fóðursölu hjá Sláturfélagi Suðurlands. Maki: Sigurður Þór Magnússon, f. 1987, vél- fræðingur hjá Kælivirkni. Foreldrar: Hjördís Ólafs- dóttir, f. 1953, starfsm. hjá Félagsstofnun stúd- enta, og Halldór Ingvars- son, f. 1948, starfsm. hjá Mílu. Sigrún Edda Halldórsdóttir 30 ára Hólmfríður ólst upp á Eyrarbakka en er búsett í Tjarnarbyggð í Árborg og er nú heima- vinnandi húsfreyja sem stendur. Maki: Arnar Elí Ágústs- son, f. 1986, sölustjóri hjá Netpörtum í Árborg. Börn: Haraldur Elí, f. 2007; Andrea Eir, f. 2009, og Ingibjörg Elín, f. 2014. Foreldrar: Inga Björk Em- ilsdóttir, f. 1965, og Har- aldur Ólafsson, f. 1961. Hólmfríður Lilja Haraldsdóttir Rafsuðuvélar og aukahlutir Hágæða rafsuðuvélar og aukahlutir framleiddar í Austurríki Mjög notendavænar og þægilegar Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.