Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1991, Síða 9

Víkurfréttir - 07.11.1991, Síða 9
9 Umhverfismál \4kurfréttir 7. nóvember 1991 Fjallháir járnhaugar horfnir og tyrftir hólar komnir í staðinn Árlega tekur Soipeyðingar- stöð Suðumesja á móti 22.000 tonnum af ýmiskonar soipi. Rúmur helmingur þess fer til brennslu í stöðinni, en af- gangurinn hefur safnast fyrir á útisvæði eða verið urðað. Nú hefur hins vegar orðið breyting þar á og ruslahaugamir í kring- um stöðina heyra sögunni til, að mestu. Enn er þar netariðill sem finna þarf lausn á að losna við. Umhverfisátak Sorpeyðingar- stöðvarmanna hefur vakið at- hygli og verður því gerð skil hér að neðan. Umhverfi Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja hefur tekið miklum stakkaskiptum á sl. ári. Þar sem áður voru fjallháir jámhaugar hefur nú verið hreinsað til. Þess í stað hefur verið ekið þangað mold og grjóti og tyrft yfir. Það fer raunar ekki framhjá neinum að innan fyrirtækisins hefur gripið um sig mikil umhverfismála- vakning. Til þess að fræðast betur um þessi mál tók blaðið tali þá Friðfinn Einarsson stöðvarstjóra og Júlíus Bald- vinsson aðstoðarstöðvarstjóra og umsjónarmann útisvæðis. „Upphafið af þessum um- hverfisframkvæmdum var þeg- ar jámaruslið var fjarlægt af lóð stöðvarinnar fyrir réttu ári síð- an. Það voru um sexþúsund tonn af grófgerðu jámi sem ekið var til Stálverksmiðjunnar í Hafnarfirði,“ sagði Friðfinnur í samtali við blaðið. Frá því að jámhaugarnir hurfu hefur verið unnið að því að aka jarðvegi á svæðið. Ut- búnir hafa verið moldargarðar og yfir þá tyrft. „Við erum búnir að grófvinna helminginn af lóðinni og lóðarframkvæmdum verður lokið á næsta suntri. Með görðunum erum við að út- búa söfnunarbása fyrir rusl sem fer til endurvinnslu. Þar verður jafnframt komið fyrir gámurn fyrir sorp. Á útisvæðinu er einnig flokkað jám og timbur. Járnið fer beint í gáma og til endurvinnslu og timbrinu verð- ur þannig komið fyrir að auð- velt verður að flytja það í burtu til endurvinnslu. Þá hefur Sorpeyðingarstöðin fest kaup á gámi undir spilliefni," sagði Júlíus og bætti við: „Við ætlum ekki að safna neinu msli hér til langframa. Það sem kemur til stöðvarinnar og verður ekki brennt verður sent jafnharðan áfram til endurvinnslu". -Hvemig hafa ráðamenn tek- ið í þessar umhverfisfram- kvæmdir? „Sveitarfélögin eru ánægð með það sem hefur verið fram- kvæmt. Þetta eru dýrar fram- kvæmdir, en þessi mál þörfn- uðust úrlausnar," sagði Júlíus. Áhugi er fyrir því að malbika svæðið og jafnvel að gróð- ursetja þar tré. -Hvemig hefur stöðin síðan gengið í liinu nýja umhverfi? „Stöðin hefur gengið mjög vel eftir 3 ntanaða viðhalds- stopp á síðasta vetri. Hér reyn- um við að hafa fyrirbyggjandi viðhald til þess að tryggja gott rekstraröryggi stöðvarinnar," sagði Friðfinnur. „Samvinna við fólk um flokkun á sorpinu hefur líka ntikið að segja, því ef við fáum stórgerða málmhluti í brennsluofninn, þá getur það skapað okkur vandræði. Al- menningur hefur hins vegar tekið vel í tilmæli okkar um flokkun á sorpinu sem það kemur með hingað í stöðina. Jámi er hent á einn stað, timbri á annan og húsasorp á þann þriðja til brennslu," sögðu þeir félagar að endingu. • Svona leit athafnasvæði Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja út fyrir nokkrum misserum. Allt á kafi í rusli og drasli.... • En svona er svæðið í dag og umhverfisframkvæmdum ekki lokið. • Friðfinnur Einarsson og Júlíus Baldvinsson framan við spilliefnagáminn. • Hér er söfnunarsvæði fyrir plastkassa sem fara til end- urvinnslu. ljósmyndinhbb Heimilistæki fyrir 150 þús. kr eða meira, lánað í 36 mánuði.- Engin útborgun. Þú færð hvergi betri kjör! Komdu og verslaðu allan „pakkann” í húsiö á greiðslukjörumsem eiga sér vart hliöstæðu VERSLUM HEIMA! \Íkurfréttir NYTTI VERÐDÆMI: L-innrétting, skápar í Itorn. Verð slétt hvítt: 116.7%5,- 7-IOdaga af- greiðslufrestur. Hægt er að velja um hurðir með spónlögðu beyki, hvítlakkaðar/sléttar eða hvítlakkaðar/ ávalar. Allar hurðir eru 19 nim þykkar. r diopinn Hafnargötu 90 Sími 14790

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.