Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.1991, Side 20

Víkurfréttir - 07.11.1991, Side 20
i Særún EA 251 fánum prýdd í Keflavíkurhöfn á laugardag. Ljósm.: epj. Særún EA til Keflavíkur Síðasta laugardagsmorgun sigldi inn á Keflavíkurhöfn fánum oprýtt fiskiskip. Skipið heitir Særún EA 251 og hefur verið keypt til Keflavíkur frá Arskógsströnd. Um er að ræða 73 tonna stálbát smíðaðann í Stykkishólmi 1979. Kaupandi bátsins er Hjördís hf., sem í staðinn mun selja báta sína Hafborgu og Sæborgu sem báðir voru keyptir á síðasta ári og eru rúmlega 20 tonn að stærð. Skipstjóri Særúnar er Guðjón Bragason úr Sand- gerði. Keflavík-Njarövík: Verður byggð þjón- ustumiðstöð við tjuldsvæðið? Að undanförnu liafa ferða- málanefndir Keflavíkur og Njarð- víkur haft sameiginlega fundi þar sem aðalumræðuefnið er hugsanleg bygging þjónustuhúss við tjald- svæðið á Samkaupssvæðinu ásamt skipulagning umhverfisins. Hefur Keflvíkingurinn Þorgeir Þorgeirsson verið fenginn til að gera frumteikningar ásamt kostn- aðargerð, svo útboð gæti miðast við fullnðarfrágang hússins, ef af yrði. Hefur hann þegar skilað frum- teikningum af skipulagi og hafa þær teikningar komist inn á borð bæjarstjómarmanna sem flestir hafa tekið vel í málið. Hafa nefndirnar lagt til að útboð fari fram og þá væri hægt að bjóða út verkið í heild. en þó tvískipt þannig að jarðvinna yrði sér og bygging hússins sér. Með því móti væri hægt að semja við einn verk- taka af öllu verkinu eða skipta því, að því er fram kemur í samþykkt nefndanna frá 28. október sl. Tjaldsvæði Keflavíkur og Njarðvíkur: ÞEGAR BÚIÐ AÐ PANTA 2800 GISTINÆTUR FYRIRNÆSTA SUMAR Góðar undirtektir hafa verið meðal ferðamanna varðandi sam- eiginlegt tjaldsvæði Njarðvíkinga og Keflavíkinga á Samkaups- svæðinu í Njarðvík. Er nú þegar farið að panta gistinætur á svæðinu næsta sumar, að því er Viktor Kjartansson upplýsti á fundi bæj- arstjórnar Keflavikur á þriðjudag. Sagði hann að Itölsk ferða- skrifstofa myndi koma hingað með tíu 140 manna hópa, sem myndu nýta sér tjaldsvæðið í tvo daga hver hópur og því yrðu gistinætur hóps- ins samtals 2800 á komandi sumri. Svæðisútvarp Suðurnesja á Aðalstöðinn á morgun Svæðisútvarp Suðurnesja heldur áfram á Útvarp Að- alstöðinni á morgun. Þátt- urinn iiefst kl. 14.00 á FM 90,9 og er í umsjón þeirra Erlu Friðgeirsdóttur, Bjarna Arasonar og Páls Ketils- sonar. Að vanda verður komið víða við í Svæðisútvarpi Suðurnesja, þar sem ein- göngu verður fjallað um málefni Suðurnesja, viðtöl við fólk, frásagnir frá skemmtana- menningar- og íþróttalífi og Suður- nesjatónlist leikin. RESÍAURANT Fyrsta flokks veitingasalur, ekki bara fyrir hótelgesti - heldur einnig fyrir þig. SÍMI92-15222 in E L SKIPULAGSMÁL KEFLAVÍKUR KYNNT -sýning opnar á laugardag og fundur Skipulagsnefnd Keflavíkur stendur fyrir kynningu á skipu- lagsmálum bæjarins dagana 9,- 15. nóvember. Kynningin verður með tvennum hætti. Annars vegar verður um að ræða sýningu í risinu að Tjamargötu 12 í Keflavík sem hefst nk. laug- næsta fimmtudag ardag. Þar verða m.a. allir upp- drættir sem gerðir hafa verið að skipulagi síðan 1920 til sýnis ásamt skýringatextum, gantlar og nýjar loftmyndir, m.a. frá Helguvíkurhöfn. Nýtt gang- stígakerfi bæjarins verður sýnt, tillögur að skipulagi á Keilis- nesi og í kringum flugstöðina. smátbátahöfnin í Grófinni og fleira. Fimmtudagskvöldið 14. nóvember verður síðan haldinn opinn fundur í K-17 við Vest- urbraut. Þar verða flutt fram- söguerindi um skipulagsmál og fyrirspurnum svarað. vetrar- dekk Ný og sóluð Greiðsluskilmálar BÍIAKRINGIAN Grófin 7 og 8 Símar 14690 - 14692 PASSA- GERIÐ MYNDIR í M ÖLL G0Ð SKÍRTEINI KAUPÁ TILBÚNAR TILB0ÐS- STRAX! T0RGINU i——| | ■ jiisniMiilaslohi | A HAFNARGÖTU 52 KEFLAVÍK SIM114290 wmMsmuimmam MUNDII Njarðvíkurbær er með léleg spil á hendi í þessum Olsen...! Tökum að okkur VEISLUR og mannfagnaði. Höfum sal fyrir allt að 80 manns. ILAN© Sími14777

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.