Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 5
Þjálfun Víkurfoéttir 28. nóvember 1991 Myndarlegur hópur slökkviliðsmanna framan við brennandi húsið. Gufuskálar í Gerðahreppi: Æfðu reykköfun og slökkvistörf Menn úr slökkviliði Bruna- varna Suðurnesja og úr varaliði slökkviliðsins fjölmenntu með tæki sín og tól að Gufuskálum í Gerðahrepps sl. laugardags- morgun til þess að æfa reyk- köfun og slökkvistörf. Áður en menn hófu reykköf- unina fór varaslökkviliðsstjóri um húsið með logandi kyndil og aðstoðarmann sem skvetti bensíni í öll horn og á allt laus- legt, svo aðstæður gætu orðið sem raunverulegastar. Þá voru reykkafararnir sendir inn og menn sprautuðu vatni á eldinn eins og um hina mestu alvöru væri að ræða. Eftir að menn höfðu næga æfingu var slegið á létta strengi og húsið látið loga stafna á milli, enda hefur staðið til að fjarlægja húsið. Á meðan húsið fuðraði stillti hópurinn sér upp til myndatöku. Myndina ætluðu strákarnir að nota á jólakort Brunavarna Suðurnesja í ár. Myndirnar á æfingunni tók Hilmar Bragi. fagleg þjónusta ífyrirrúmi! OPIÐ UM HELGINA Laugardag 10-18 Sunnudag 12-18 BLÓMASTOFA GUÐRÚNAR Hafnargötu 36A - Sími 11350 <«««««««'<«'<'<«««««««<«««<«'<'<'<'<'<«««««««<<«««««««««_ m * m m ** w — _ m m ¦¦ m r • Reykkafarar með grímurnar klárar bíða eftir að geta hafið störf. Þrjú blöð eftir til jóla -Verið tímanlega meö auglýsingar ir -r^r^,,,,,,^m^TrmrmrrrrrrT,,1,,,,lll,,lllllj,,,,^,/,,,,,,,,í Gat rofíð á húsþakið til að slökkva eld á efri hæð. ' Það rauk vel úr húsinu, enda góður eldmatur. IMPI DIMPI SKÍÐAGALLAR 6.500,- FRA KR. í ótrúlegu úrvali. Margir FRABÆRIR EIGINLEIKAR ¦ VANDAÐIR GALLAR: Vindheldir, vatnsfráhrindandi og „anda" (hleypa út raka). Gall- arnir halda vel hita svo þú þarft ekki aö kappklæöa þig. SPORTBÚÐf)SKARS Hafnargötu 23 ^/Sími: 14922