Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 28.11.1991, Blaðsíða 22
22 Erindi flutt á Rótarýfundi Víkurfréttir 28. nóvember 1991 Getum einf aldað stjórnsýsluna Eins og greint er fá á útsíðu blaðsins í dag, flutti Sigf'ús Jóns- son, formaður nefndar á vegum félagsmálaráðuneytis um breyt- ingar á skiptingu landsins í sveit- arfélög, ræðu á fundi Rotaryklúbbs Keflavíkur nýverið. Margar nýjar upplýsingar um sameiningu sveitarfélaga komu þar fram og samanburður við stjórnsýsluna hér og á Akureyri, þar sem hann var bæjarstjóri á ár- unum 1986 - 1990. Þar sem ræða þessi er nokkuð löng, birtum við aðeins valda kafla úr henni. 500 manna stjórnkerfi „Eins og kerfið er hjá okkur í dag, eru Suðurnes til samans að svipaðri stærð og Akureyri. Á Akureyri eru 11 bæjarfulltrúar, á Suðurnesjum eru 51-52 bæj- arfulltrúar og hreppsncfndarmenn og svo erum við með bygg- ingarnefnd í hverju sveitarfélagi og skipulagsnefnd, um- hverfisnefnd, skólanefnd og fé- lagmálanefnd og ég veit ekki hvað. Vitið þið hvað eru mörg sæti í nefndarkerfi sveitarfélaga á Suð- urnesjum? Þau eru í kringum 500. Mér fannst nóg á Akureyri, 150 í nefndarkerfinu þar, en það eru 500 í nefndarkerfinu á Suð- urnesjum. Það þarf ekki 500 manna stjórnarkerfi til að stjórna 15 þúsund manna byggðarlagi og rnálið er einfaldlega þetta að það er búið að byggja upp þannig stjórnkerfi í landinu að við erum annarsvegar með sveitarfélög og hins vegar með ríkið og það er kosið til sveitarfélaga en síðan framselja sveitarfélögin valdið meira og minna til sam- starfsstofnanna. Það er að vísu þannig að það er ekki hægt að binda sveitarfélög með form- legum hætti, þetta þarf að sam- þykkjast í fjárhagsáætlunum hvers og eins sveitarfélags fyrir sig." Búnir að negla sig fasta „En í hvaða aðstöðu eru þeir, við skulum segja Sandgerði, þeir segja nei, við skulum ekki borga í heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. I hvaða aðstöðu eru þeir til að segja nei við því eða sorpeyðingu eða einhverju af þessum verkefnum. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR G. SIGURGÍSLADÓTTIR Kirkjuvegi II, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 30. nóv. kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hennar er bent á að láta líknastofnanir njóta þess. Jón G. Skúlason Guðrún Skúladóttir Skúli Skúlason Arna Skúladóttir Baldur Skúlason Hrcfna Margrét Skúladóitir Anna Skúladóttir Kartrín Freyja Skúlaclóttir Sigurgísli Skúlason Innilegar þakkir til ykkar allra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og úrför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa BJÖRNS MAGNÚSSONAR Suðurgötu 18, Keflavík Guð blessi ykkur öll. Guðrún Einarsdóttir Lúðvík G. Björnsson Þórdís Garðarsdóltir Einar G. Björnsson Júlíanna M. Nilssen María K. Björnsdóttir Jens Elísson barnabörn og barnabarnabörn Menn eru auðvitað búnir að negla sig, þetta er auðvitað skynsamleg lausn að hafa farið út í öll þessi samstarfsverkefni miðað við það livernig aðstæður hafa verið í þjóðfélaginu, en ég hinsvegar segi það að þegar að menn telja orðið nauðsynlegt að mynda samstarf um öll þessi verkefni þá tel ég að það sé skynsamlegra að stíga skrefið til fulls og sameina sveitarfélögin. Það mundi ein- falda mjög stjórnsýsluna." Tómir Keflavíkingar í stjórninni „En þá koma rökin frá Vatns- leysuströndinni og úr Garðinum: 'Það verða tómir Keflvíkingar í bæjarstjórninni, þeir ráða. Öll okkar sjónarmið verða einskis metin.' En þá sjá menn það ekki fyrir sér að það er reynsla af sliku úti í Skotlandi, það er reynsla af sliku úti í Noregi, það er reynsla í Reykhólahreppi í Austur- Barðarstrandarsýslu, Skaft- árhreppi í A-Vestur Skaftársýslu, þar sem sameinuðust fimm sveit- arfélög. Það er reynsla úr Eyj- arfjarðarsveit og reynslan er all- staðar sú sama að það er stóri staðurinn sem tapar ef menn eru að skoða hvernig fulltrúarnir dreifast. Vegna þess að þegar stjórn- málaflokkar raða niður á listana þá passa þeir alltaf upp á það að dreifa fólkinu sem er á listanum eftir búsetu þannig að ég held að ef einhver myndi tapa völdum og áhrifum í sameiningu sveit- arfélaga á Suðurnesjum þá yrðu það Keflavíkingar. Ef að þetta væri orðið 11 eða 15 manna bæj- arstjórn þá væru kannski 2, 3 eða 4 Keflvíkingar í þeirri bæj- arstjóm." Lítilsvirðing við stjórnmálamann „Það er líka annað sem hefur verið nefnt við okkur, að það er í raun og veru lítilsvirðing við sveitarstjórnarmann, að þótt hann komi úr ákveðnu byggðarlagi að halda því fram að hann líti ekki á hagsmuní sveítarfélagsins alls. Þannig tel ég að maður sem býr í Garðinum eða Grindavík og yrði kosinn í sveitarstjórn Suðumesja, hann er fyrst og fremst sveit- arstjómarmaður fyrir Suðurnesin öll. Hann myndi ekkert komast Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og stuðning við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, sonar, tengdaföður og afa, JÓNATANS BJÖRNS EINARSSONAR Tunguvegi 7, Ytri-Njarðvík. Sólveig Þórðardóttir Torfhildur Torfadóttir Helgi B. Eðvarðsson Ingi R. Eövarðsson Elín Jónatansdóttir Guðbjörg Jónatansdóttir Þorlaug Jónatansdóttir Steina Þórev Ragnarsdóttir Þorbjörg Jónsdóttir Hjalti Sigurðsson Gísli Kjartansson Ólafur Thordersen og barnahörn Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS EINARSSONAR verkstjóra Vesturgötu 42, Keflavík Sólveig Thorstensen Katrín S. Guðjónsdóttir Þorsteinn Ólafsson Einar S. Guðjónsson Lára Þórðardóttir Helga R. Guðjónsdóttir Haukur Friðjónsson Hermann B. Guðjónsson Ólína Haraldsdóttir Kristinn A. Guðjónsson Helga Þorsteinsdóttir Thelma Hrund Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn upp með það að horfa bara á sitt hverfi. Ég get sagt ykkur það að þegar ég var bæjarstjóri á Akureyri, það tók enginn eftir því fyrr en ég fór að hafa orð á því, þá var enginn bæjarfulltrúi úr Glerárhverfi. Það voru allir bæjarfulltrúarnir úr brekkunni. Þó býr um 40% íbúa Akureyrar utan Glerár. Það datt bara engum í hug að það skipti máli. Það er ósköp svipað og menn er í hérna. Svona er hægt að koma með rökin. Fyrir utan það að ég tel að sparnaðurinn, sem myndi hljótast af slíku fyrirkomulagi, hann er ekki kannski svo mikill í stjórn- sýslunni þó svo að mér tækist að fækka nefndarmönnum úr 500 niður í kannski 150, þeir eru ekki á þannig kaupi að það skipti öllu máli, heldur er það fyrst og fremst öllu virkari stjórnsýsla og miklu meiri hagræðing í verkefnum. Þá myndi maður fara að sérhæfa hafnirnar, byggja fiskihöfn í Sandgerði og Grindavik og vöru- höfn í Keflavík, en ekki vera að byggja upp allar hafnir eins." Eitt kjördæmi ? „Eg myndi telja það fyrir mitt leyti að ef Suðumesjamenn bæru gæfu til þess að sameina sveit- arfélögin hér á þessu svæði, þá ætti ríkið að bjóða upp á það að Suðurnes yrði að einu kjördæmi, til þess að treysta þetta svæði. Eg vil hins vegar segja ykkur það að tillögurokkarsem við höfum gert um landið og hvað eigi að gera, að þær kannski snerta Suðurnes ekki mikið vegna þess að vandinn sem við erum að kljást við úti á landi er allt annar. Hann snýst um það að ná þessum fámennari sveit- arfélögum saman. Eg tel reyndar að hér á Suð- urnesjum sé aðeins um tvennt að ræða: Annars vegar að stíga skrefið stutt og sameina Keflavík, Njarðvík og Hafnir. Það er ekkert gagn af því að vera að sameina Garð og Sandgerði. Það hefur ekkert upp á sig. Það er annað hvort þessi sameining þessara þriggja sveitarfélaga sem myndi leiða til einhverrar uppstokkunnar á samstarfsverkefnum í gegnum Samtök sveitarfélaga á Suð- urnesjum, eða stíga skrefið til fulls og sameina öll sveitarfélög á Suðurnesjum." Sem fyrr segir er þetla tekið úr ræðu sem flutt var á fundi Rotaryklúbbs Keflavíkur og afhent blaöinu af stjórn- anda þar. Eru kaflar þeir seni birtir voru valdir af blaðinu og formáli og milli- fyrirsagnir þess. Bruninn í Skildi: Rangur fæð- ingtirdngur Sól- veigar heitinnar Fyrir mistök frá þeim aðilum er sendu frétt í síðasta tölublað um fólkið sem lét lífið í brunanum, eða að hans völdum, er samkomuhúsið Skjöldur brann 1935, var ranglega getið fæðingardags eins þeirra er lést. Hið rétta er að Sólveig H. Guð- mundsdóttir frá Bala í Miðnes- hreppi var fædd 21. maí 1928 en ekki 25. maí 1925. Leiðréttist þetta hér með.