Víkurfréttir - 05.03.1992, Side 3
Réttargæsluheimilið:
Njarðvík enn í
myndinni
Samkvæmt fréttum í DV í
gær, er ekki búið að útiloka það
að réttargæsluheimilið fari til
Njarðvíkur. Er þar haft eftir
heilbrigðisráðherra að liann
„útiloki það ekki að með-
ferðarheimilið rísi í Njarðvík,
þó svo að hreppsnefnd í Olfusi
samþykki það að Sogni. Eftir
sé að semja við Náttúrulækn-
ingafélagið um leigu eða kaup
á hlula eignarinnar og gangi
það ekki eftir verði leitað til
Njarðvíkinga.
Síðar segir hann í blaðinu að
verði kröfur þeirra Náttúru-
lækningafélagsmanna óásætt-
anlegar fari hann með heimilið
til Njarðvíkur. Virðist því það
Ijóst að Njarðvík sé enrt inni í
myndinni.
Stjómarkjör hjá Verslunarmönnum:
Magnús Gíslason
hættir
Magnús Gíslason sitjandi
formaður Verslunarmanna-
félags Suðumesja hefur á-
kveðið að gefa ekki kost á sér
til endurkjörs næsta kjör-
tímabil í VS. Magnús hefur
starfað t'yrir félagið í 12 ár.
Þegar er vitað um tvo fram-
bjóðendur til formannskjörs,
en framboðsfrestur rennur ekki
út fyrr en 13. mars nk. Þeir eru
Jóhann Geirdal sem mun leiða
lista fráfarandi stjórnar og
Valur Ketilsson sem bíður
fram mótframboð. Þar sem í
hvorugan frambjóðandann
náðist áður en blaðið fór í
prentun bíða nánari fregnir,
síðari tíma.
3
VÍkurfréttir
5. mars 1992
Afmæli
Til hamingju með hálf átt-
ræðisaldurinn Amar!
Frá nokkrum af gæða vill-
ingunum.
Hlöðuball-
ið ekki í
Stóru-
milljón
Á Nemendasíðu Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja aftar í þessu
blaði er greint frá því að halda
eigi hlöðuball í Stóru-milljón
og þar eigi að líkja eins mikið
eftir sveitarballi og hægt sé.
Nú hefur komið í ljós að ekki
verður hægt að halda ballið í
Stóru-milljón, en hvar það
verður lá ekki fyrir er blaðið fór
í prentun. Að sögn fulltrúa
Nemendafélagsins verður ný
staðsetning auglýst nánar í
skólanum.
Kaffisopi í blíðunni!
Þó svo veðurguðirnir hafi ekki verið blíðir nú síðustu daga,
þá er ekki langt síðan ekki hreyfði hár á hötði og sól skein í lieiði.
Myndin var tekin við ísverksmiðjuna í Sandgerði þegar smið-
irnir tóku örstutt kaffihlé i blíðunni. Ljósm.thbb
ii AÐALFUNDUR
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Keflavík heldur
aðalfund sinn þann 10. mars á Glóðinni kl
20:30.
Fundarefni:
1. Lagabreytingar
2. Venjuleg aðalfundarstörf
3. Gestur fundarins: Friðrik
Sophusson, fjármálaráðherra
4. Önnur mál.
Stjórn fulltrúaráðs
sjálfstæöisfélaganna í Keflavík
SEM TALANDIER UM
afslóttur af allri mólningu,
teppum, dúkum og mottum
Tilboðsverð á parketl
fró kr. 2.400 pr. fm.
Spónparket frá 1500 kr. fm.
Fagleg þjónusta og ráðgjöf
.Tárn & Skip
v/Víkurbraut Sími 15405