Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.03.1992, Síða 15

Víkurfréttir - 05.03.1992, Síða 15
Fréttir ________15 Víkurfréttir 5. mars 1992 Óánægja meö snjómokstur á gangstéttum í Keflavík: „Misstum þetta þjónustustig niður" All mikil óánægja er meðal ýmissa bæjarbúa í Keflavík og þá sérstak- lega þeirra af eldri kyn- slóðinni, með það hve gangstéttir hafa verið illa hreinsaðar í ófærðinni að undanfömu. Segja þeir sem rætt hafa við blaðið að snjónum sé mokað upp á gangstéttimar. en því ekki sinnt að sumir veg- farenda þurfa að komast um þær. Vegna þessa hafði blaðið samband við Jó- hann Bergmann, yfirmann verklegra framkvæmda hjá Keflavíkurbæ. Sagði hann þessa gagnrýni eiga rétt á sér, ástæðan væri sú að: „í veturhefði tekist vel að hreinsa snjóinn af gangstéttum samhliða götunum, en í síðasta snjókomuáhlaupi hefðu menn einfaldlega misst niður um sig og ekki tekist að ná upp um sig aftur að þessu leyti. Við réðum ekki við á- standið og kannski var of mikil áhersla lögð á göt- urnar. Vonandi tekst að halda báðum þessum þjónustustigum samhliða í framtíðinni," sagði Jóhann í samtali við blaðið. Jón Marinó formaður Stakks Nýr formaður, Jón Marinó Jónsson, var kjörinn fyrir Björgunarsveitina Stakk, á að- alfundi sveitarinnar í síðustu viku. Fráfarandi formaður Guð- björg Jónsdóttir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Með Jóni Marinó eru eft- irtaldir í stjórn sveitarinnar: Sigrún Omarsdóttir, Olafur B. Bjarnason, Arni Amason og Þórður Ragnarsaon. Keflavík: Douðagildra við Heiðarbraut? Ökumenn þeirra bíla er ann- ast skólaaksturinn í Keflavík hafa mjög miklar áhyggjur af hættuástandi $ horni Heiðar- brautar og Heiðarholts í Kefla- vík. Samkvæmt ökuleið vagn- anna ber þeim að snúa þar við, þrátt fyrir mjög slæmar að- stæður og mikla slysahættu, sem þeir nefna raunar dauða- gildru. Er bílarnir koma t.d. í há- deginu, fylgir þeim oft röð ann- arra bíla sem eru á leið inn í Heiðarholtið. Tekst öku- mönnum vagnanna að snúa hinum sérhönnuðu stræt- isvögnum á staðnum með því að brjóta umferðarlögin og aka yfir gras sem búið er að gróðursetja við honrið. Er eldri bílamir koma. verða þeir hins vegar að taka beygju upp í holtið og bakka síðan niður eftir til að snúa við og aka síðan eftir grasinu. Við að bakka skapast mikil hætta af bömum sem eru að missa af vögnunum og hlaupa því fyrir þá. Er blaðamaður fylgdist með þessu á mánudag voru aðstæður eins og best verður á kosið, en hann hefði ekki viljað vera þarna við slæmaraðstæður s.s. stórhríð, hélaða spegla eða myrkur. Að sögn eins vagn- stjórans má koma í veg fyrir hættur þarna með því að heim- ila vögnunum akstur út Garð- veg og upp tengibrautina upp í Heiðarholt og koma þar með í veg fyrir að snúa við á við- komandi homi. Það hefur hins vegar mælst illa hjá foreldrum við enda Smáratúns, því þá þurfa þeir að láta börn sína fara upp að biðstöð við Heiðarbraut. „Segjast þessir foreldrar það vera of mikla áhættu fyrir bömin að fara yfir Vest- urgötuna. Engu að síður er það algengt að sjá þessi sömu börn eftir skóla í sendiferð í Spar- kaup og þá kvarta foreldrar ekki þó börnin fari yfir Vestur- götuna og síðan Hringbrautina einnig“, sagði einn bílstjóranna í samtali við blaðið. • Þegar þessi mynd var tekin voru aðstæður mjög góðar, birtuskilyrði góð og aksturskilyrði einnig. Ljósm.: epj. W Astvaldur formaður BS Þar sem Júlíus Baldvinsson, fulltrúi Garðmanna í stjóm Brunavarna Suðurnesja og for- maður stjórnarinnar hefur sagt af sér störfum í stjóminni, hefur nýr fonnaður verið kjörinn. Sá er Astvaldur Eiríksson. fulltrúi Njarðvíkinga í stjóm- inni. >>>>>>>:ww>:w>:w:%%%%%%*>>>>!w>>>>:%%%%w>>>ro>>>>>>>>>>>>>MOT>>>>>>Mo>>>>>>>>>>>>>>>>>>> Veröur ATARI Tölvukynning í Ljósboganum. Atari 1040 STE er einföld í notkun og meö henni geturðu sinnt nömi, leik, tónlist, grafík og þínum sér óskum. Komið og kynnist ATARI. LJÓSBOCjINN HAFNARCÖTU 25 - KEFLAVÍK SÍM111535 MEÐ ATARI INN í FRAMTÍÐINA

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.