Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.1992, Síða 7

Víkurfréttir - 24.04.1992, Síða 7
Hitaveita Suðurnesja: Stórfelldar lækkanir hafa orðið Eins og fram kom í síðasta tölublaði hagnaðist Hitaveita Suðumesja um 300 milljónir á síðasta ári. Við vinnslu þeitTar fréttar náðist ekki í for- ráðamenn fyrirtækisins til að fá skýringu á málinu og hvers vegna orkuverðið væri ekki lækkað í samræmi við aukinn hagnað. Því gefum við Júlíusi Jónssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs og verðandi for- stjóra Hitaveitunnar kost á að svara fyrir málið. „Þessar 300 milljónir sam- svara um 9% arðsemi eigin fjárs, sem víðast hvar telst innan eðlilegra marka. Rúmlega helmingur tekna Hitaveitunnar fást samkvæmt sérsamningum þar sem ekki er greitt eftir aug- lýstri gjaldskrá. Er því ljóst að hagnaðurinn skapast að veru- legum hluta af þeim tekjum, m.a. vegna þess að þar er auð- lindin verðlögð, en það er var gert í almennri gjaldskrá. Hinsvegar er jafnframt Ijóst að þessar sértekjur geta vegna minni umsvifa stórminnkað á allra næstu árum, og er þá brýnt að fyrirtækið standi þannig að ekki þurfi að stórhækka al- menna gjaldskrá komi til of- angreinds samdráttar. Forsenda þess að þetta sé unnt er að fyr- irtækinu leyfist að vera rekið með hagnaði, því það sama á við hér og annarsstaðar, núll stefnan skaðar á endanum við- skiptavinina mest.“ Einnig kom fram hjá honum að frá því að Hitaveita Suð- umesja tók við raf- orkudreifingu á Suðurnesjum ( í okt. '85) hafa orðið stórfelldar lækkanir að raungildi á orku- verði, ef miðað er við fram- færsluvísitölu. Séu einstakir liðir skoðaðir hefur lækkun orðið samkvæmt ofanrituðu, sem hér segir: Heimilistaxti rafmagns 42,5%, hitaveita (vatn) 27,6% og afltaxti raf- magns til fyrirtækja 47,3%. - En hvað með skuldir og fjárfestingar? „Skuldir Hitaveitu Suð- umesja voru um síðustu áramót rúmlega 2 miljarðar sem sam- svarar rúmlega 500 þús. kr. á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu á svæðinu. Erlendar skuldir hafa þó lækkað úr um 45 milljónum dollara 1983 í um 30 milljónir dollara 1991. Hitaveitan hefur endurbyggt raforku- og hitaveitukerfin og fjárfest í virkjunum fyrir um 2,4 milljarða að núvirði á síðustu 7 árum og er stofnkostnaður mannvirkja hitaveitunnar þá að núvirði um 10 milljarðar króna. Þessar fjárfestingar eiga að Eina reglulega vikublaðið á Suðurmesjum Umferðar- slys við Bláa lónið _________7 Víkurfoéttir 24, apríl 1992 skila sér í minni rekstr- arkostnaði, auknu rekstaröryggi og jafnframt auknum tekjum í framtíðinni. An hagnaðar væri slík uppbygging óhugsandi“, sagði Júlíus. Júlíus Jónsson Störf á nýjum veitingastað Óskum eftir að ráða duglegt, samviskusamt, reglusamt og brosmilt starfsfólk í eftirtalin störf á nýjan veitingastað: - Á bar - í framreiðslu - Ræstingar og þrif - Pizzugerð Upplýsingar á staðnum nk. mánudag 27. apríl frá kl. 14.00 til 16.30. Hafnargötu 62 Keflavík GLEÐILEGT SUMAR I EDEJYKORG FOSTITDAGITR Kráarkvöld Rúnar og Tn ggvi sjá um létta tónlist á góðu íostu- dagskvöldi. FRITTINN og l]ör fram eftir inorgni. Sími12000 SimiDAGlTR Hefurðu prófað Karaoke? Tilvali'ó á syngjandi sunnudags- kvöldi. Opið til 01. MUA9ÐS JITDAS SWK AFTITR OG MilTlIi 1. OG 2. MAÍ Flytja varð einn á sjúkrahús í Reykjavík eftir umferðarslys við veginn að Bláa lóninu að- faranótt skírdags. Það var kl. 6:40 um morg- uninn sem lögreglunni í Grindavík barst tilkynning um slysið. Sá sem fluttur var á sjúkrahús reyndist ekki vera al- varlega slasaður. Afskipti af ölvuðum hesta- manni Lögreglan hafði afskipti af ölvuðum hestamanni í Garð- inum á skírdag, eftir að kvörtun barst til lögreglunnar. Hafði maðurinn tvo hesta til reiðar. Kunningjar mannsins komu lögreglunni til aðstoðar og komu hestunum og manninum til síns heima. TRA ÚTLIT FYRIR SUMARIÐ 4 vikna fitubrennslunámskeið hefst 28. apríl kl. 18.15. Vigtun, mæling, mataræði (ekkert hopp) = ÁRANGUR LÁTTU SKRÁ ÞIG STRAX! GLEÐILEGT SUMAR! FRABÆR árangur í Ijósabekkjunum - STAÐUR FYRIR ÞIG SIMI 14828 SUMAR- TILBOÐ Trimform til 1. maí 10 tímar á aðeins 4.900 kr. Styrkir vöðva - bætir húð - grennir. Frá- bært gegn vöðvabólgu, gigt o.fl. TRIMFORM Professional 24 1

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.