Víkurfréttir - 24.04.1992, Síða 17
Mótorfákar
Bifhjólamenn þeysa á Patterson:
VILJA
FRIÐ!
Þeir eru ófáir sem hafa bölvað bifhjólamönnum á Suðurnesjum fyrir
þann hávaða sem fylgir því þegar öflugum hjólunum er gefið rækilega inn
á götum bæjarins. Þeir hafa líka oft verið með lögguna á hælunum, enda
ekki alltaf á löglegum hraða.
Nú eru bifhjólamenn á Suðurnesjum að taka sig saman f andlitinu og
ætla að fara með hraðaksturinn af fbúðagötunum og hafa fundið sér stað til
að spyma og ..þrykkja'* hjólunum. Á gamla Patterson-flugvellinum við
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja hafa þó nokkrir bifhjólamenn haldið sig
undanfama góðviðrisdaga og „tekið mesta hrollinn" úr hjólunum eftir
hvfldina í vetur.
Strákarnir sem þar voru sögðu blaðamanni að þrátt fyrir að vera þarna
langt frá mannabyggð og ónáðuðu engan, fengju þeir ekki frið, því iðulega
kæmi lögreglan af Vellinum með reglulegu millibili og ræki þá í burtu.
Kannski að „grænu karlarnir við kartöflugeymslurnar á Patterson" haldi að
hjólin setji „kartöflurnar" úr skorðum.
Á flugbrautinni utan girðingar geymir Hitaveita Suðurnesja ýmsilegt dót
og sögðust strákamir gera sér fulla grein fyrir þeirri hættu sem því fylgdi
ef þeir dyttu af hjólunum. Það breytti þó engu hvort það væri raf-
magnskefli, húsveggur eða jafnvel bíll sem þeir lentu á.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á Patterson um bænadagana.
Hver er eigandinn?
Nokkrir ungir og atorkusamir menn í Garðinum hafa mikinn á-
huga á að komast í samband við eiganda þessa báts, sem stendur í
iðnaðarhverfi í Njarðvík. Þeim hefur reynst ógjörningur að hafa upp
á eigandanum og höfðu því samband við blaðið í þeirri von að geta
þannig náð sambandi við eigandann. Er hann beðinn um að hafa
samband við Hilmar Braga á Víkurfréttum í síma 14717 eða í
heimasíma 27064.
Gledilegt sumar!
- eina reglulega viku-
blaðið á Suðurnesjum
VARNARLIÐIÐ A KEFLA-
VÍKURFLUGVELLI
óskar eftir aö ráða menn í sumaraf-
leysingar hjá slökkviliði varnarliðsins
Umsækjendur hafi iðnmenntun sem nýt-
ist í starfi slökkviliðsmanna eða sam-
bærilega menntun og reynslu. Umsækj-
endur verða að vera á aldrinum 20-28
ára, reglusamir, háttvísir og heilsu-
hraustir. Æskileg reynsla við slökkviliðs-
störf. Meirapróf skilyrði. Mjög góð
enskukunnátta nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veittar í síma 92-
11973. Umsóknir sendist ráðningar-
skrifstofu varnarmáladeildar, Brekkustíg
39, 260 Njarðvík, eigi síðar en 6. maí
1992.
_________17
Víkurfréttir
24. apríl 1992
Flugmaður
óskar eftir 4ra-5 herbergja
íbúð eða raðhúsi, helst með
bílskúr. Frá 1. maí. öruggar
greiðslur. Uppl. í síma 91-
77594.
Vogar
Kennara og smið vantar
íbúð til langfranta. Erum
bindindisfólk á áfengi og
tóbak. Uppl. í síma 91-
79229 (Hjálmar).
Til leigu
140 fermetra raðhús
á góðum stað, frá og nteð
júlí nk. Leigist í 2-3 ár.
Ymislegt fylgir. Á-
hugasamir leggi tilboð inn
á skrifstofu Víkurfrétta fyr-
ir 1 maí. Merkt: „raðhús"
Til sölu
Philps ísskápur
á 10.000.-, King size vatns-
dýna ónotuð, verð kr.
25.000.-, burðarrúnt kr. 5
þúsund. Uppl. í síma
13227.
Leðurlux sófasett
Ikea hilla, nýr ísskápur,
vatnsrúm king size nieð
gafli. frystikista og sjón-
varpsskápur selst ódýrt.
Uppl. í síma 37688 og
15127.
MMC. Lancer GLX '89
sjálfskiptur, sumar og
vetradekk, útvarp, ekinn
52.000. Góður bíll, gott
staðgreiðsluverð eða góð
kjör. Bílanes uppl. í sínta
15944.
Barnakerru
vel með farinni td.
Emmaljunga. Uppl. í síma
14938.
Börnin og við
Félagið Börnin og við
heldur fræðslufund í
Myllubakkaskóla þriðjudag
28. apríl. kl.20.30. Gestur
fundarins verður séra Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir og
mun hún ræða um fjöl-
skylduna. Allir velkomnir.
Fundargjald fyrir félags-
menn kr. 100. en aðra kr.
300. Kaffiveitingar.
Stjórnin
EINA
REGLULEGA
VIKUBLAÐIÐ Á
SUÐURNESJUM
Símar:
14717- 15717