Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. D E S E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  299. tölublað  103. árgangur  Gjafakort Gjafakort í Borgarleikhúsið er ávísun á einstaka kvöldstund sem aldrei gleymist. BORGARLEIKHÚSSINS borgarleikhus.is 2 GLUGGAR TIL JÓLA FLOTTIR BÍLAR HLUTI AF LANDSLAGINU HUGA AÐ SMÁATRIÐUM Í JÓLAÞORPI NOTAR LIPURT OG BLÆBRIGÐARÍKT TUNGUMÁL ÆVINTÝRALAND 10 NÝÚTKOMNAR BARNABÆKUR 41BÍLAR „Það eru aftur farnar að berast fyrirspurnir um Kobe-kjötið en við höfum ekki fengið fyrirspurnir um það í nokkur ár nema örlítið frá veitingastöðum. Fólk er þá almennt að kaupa dýrari partana af nautinu,“ segir Gunnlaugur Örn Valsson, sölu- stjóri hjá O. Johnson & Kaaber. Árið 2007 gat íslenskur almenn- ingur í fyrsta skipti keypt Kobe- nautakjöt en eftir efnahagshrunið hvarf það úr verslunum. Það er með dýrasta nautakjöti í heimi. Gunn- laugur segir að almennt sé aukning í sölu á dýrara nautakjöti og sama eigi við um krónhjartarkjöt sem hef- ur verið vinsæl jólasteik hjá þeim. Lærvöðvinn seldist áður best en fólk vill frekar dýrari bitana í dag, svo sem fillet og lundir. julia@mbl.is »6 AFP Kobe Nautið er alið á úrvalsfæði. Íslendingar vilja dýrari jólasteik  Kobe-nautakjöt- ið sjáanlegt á ný  Omaggio-blómavasinn var við- fangsefni BS-ritgerðar Örnu Írisar Vilhjálmsdóttur í viðskiptafræði í Háskóla Íslands þar sem hún skoð- aði kauphegðun Íslendinga. Meðal niðurstaðna Örnu var að umfjöllun fjölmiðla og samfélagsmiðla átti stóran þátt í að vasinn, sem stund- um hefur verið sagður tákn neyslu- hyggju, varð svo vinsæll. »12 Umfjöllun jók á vinsældir vasans Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Miðað við hækkun ríkisins á gjöldum af eldsneyti gæti lítraverð á bensíni og díselolíu hækkað um tvær krónur um áramótin. Olíufélögin hafa ekki ákveðið hvort þau muni velta þessum hækkunum beint út í verðlagið en líklegt er talið að það muni gerast á fyrstu dögum ársins. Hækkun á bensíngjaldi og kolefn- isgjaldi, gæti, samkvæmt upplýsing- um blaðsins, samanlagt hækkað lítraverð bensíns um 2,22 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti. Með hækkun ríkisins á olíugjaldi og kol- efnisgjaldi gæti lítrinn af dísilolíu hækkað um 1,93 krónur, með vsk. Verður hlutur opinberra gjalda í bensínverðinu þá kominn í um 56% og 53% í útsöluverði dísilolíu. Opinber gjöld á eldsneyti hafa líkt og önnur gjöld hækkað um áramót. Olíufélögin munu væntanlega taka stöðuna þá en sem kunnugt er hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað töluvert að undanförnu. Þau gjöld sem leggjast á sölu elds- neytis eru yfirleitt sett beint út í verðlag en gjöld af innflutningi breytast síðar. »6 Eldsneytið gæti hækk- að um tvær krónur  Ríkið hækkar álögur sínar á eldsneyti um áramótin Áfengi og tóbak hækkar » Með samþykkt fjárlagafrum- varps fyrir árið 2016 hækka ýmis önnur opinber gjöld að jafnaði um 2,5%, m.a. á áfengi og tóbak. » Mismunandi hækkun verður á áfengi, t.d. munu ódýrari vín hækka en þau dýrari lækka. » Útsöluverð á tóbaki gæti hækkað um 1,5%.  Tvö síðastliðin ár hefur verð- bólguspá Seðlabankans aðeins einu sinni reynst lægri en raunmælingar verðbólgu hafa síðan leitt í ljós. Það gerðist á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í Peningamálum bankans, sem komu út í ágúst síðastliðnum, var því spáð að meðaltalsverðbólga á yfirstandandi ársfjórðungi myndi standa í 3,8% en nú, þegar styttist í síðustu mælingu ársins, stendur hún í 1,9%. »18 Spár Seðlabankans yfir rauntölum Gluggagægir ákvað að ferðast með Fokker-flugvél norður á Akureyri frekar en að hóa í hreindýrin og beita þeim fyrir sleðann sinn, til að sinna venjubundn- um erindagjörðum sínum á þessum árstíma eins og að færa yngstu kynslóðinni pakka. Ekki var annað að sjá en uppátæki sveinsins kætti börnin. Gluggagægir ákvað að fljúga norður og hreindýrin fengu að hvíla lúin bein Morgunblaðið/Árni Sæberg Kátir krakkar kættust yfir pökkunum Mikill áhugi er á starfsemi skóla- hljómsveita Reykjavíkur. Í hljóm- sveitunum fjórum eru samtals um 440 börn. Fyrr í þessum mánuði voru 256 börn á biðlista eftir því að komast í skólahljómsveit í borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur óskuðu eftir því við fræðslustjóra að gerðar yrðu ráðstafanir svo fleiri börn kæm- ust að í skólahljómsveitunum. „Við höfum mikinn vilja til að skoða allar leiðir til að hleypa fleiri börnum að, en það kostar fjármuni,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Á þessu ári er varið tæplega 200 milljónum til skóla- hljómsveitanna. gudni@mbl.is »4 Morgunblaðið/Ómar Skólahljómsveit Fjórar skóla- hljómsveitir starfa í Reykjavík. 256 á bið- lista skóla- hljómsveita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.