Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015
Silkimjúkar
hendur
Sjá útsölustaði Crabtree & Evelyn á www.heggis.is
Minjastofnun hefur enn ekki tekið
afstöðu til þess hvort fyrirhuguð
sala á fágætu íslensku frímerkja-
safni í Svíþjóð brjóti gegn lögum um
menningarminjar. Agnes Stef-
ánsdóttir, deildarstjóri hjá Minja-
stofnun, segir að málið sé einnig til
skoðunar í Þjóðskjalasafni Íslands,
en það varðveitir íslensk frímerki frá
upphafi.
Samkvæmt lögunum má ekki
flytja úr landi menningarminjar sem
teljast til þjóðarverðmæta nema
með samþykki ráðherra. Minja-
stofnun annast mat á slíkum hlutum
og stjórnsýslulega þáttinn. Stofn-
unin getur stöðvað flutning menn-
ingarminja úr landi um stundarsakir
meðan leitað er umsagna sérfróðra
manna. Það hefur gerst einu sinni.
Um var að ræða forna altarisbrík úr
bændakirkju í Eyjafirði. Frímerkja-
safnið sem um ræðir hefur hins veg-
ar þegar verið flutt úr landi eins og
fram hefur komið hér í blaðinu. Til
stendur að bjóða það upp hjá Post-
iljonen í Malmö í Svíþjóð í mars á
næsta ári. gudmundur@mbl.is
Enn að skoða sölu frí-
merkjasafnsins í Svíþjóð
Frímerki Safnið sem um ræðir er í
eigu erfingja Indriða Pálssonar.
Selja á safnið á
uppboði í mars
Þjóðarverðmæti
» Ekki má flytja úr landi
menningarminjar sem teljast
til þjóðarverðmæta.
» Algengt er að Minjastofnun
veiti leyfi til útflutnings menn-
ingarminja.
» Sala á fornri altarisbrík úr
landi var stöðvuð.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mikill áhugi er á starfsemi skóla-
hljómsveita Reykjavíkur. Í hljóm-
sveitunum fjórum eru samtals um
440 börn. Fyrr í þessum mánuði
voru 256 börn á biðlista eftir því að
komast í skólahljómsveit í borginni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í
skóla- og frístundaráði Reykjavíkur
óskuðu eftir því við fræðslustjóra að
gerðar yrðu ráðstafanir svo fleiri
börn kæmust að í skólahljómsveit-
unum. Þeir vildu að gripið yrði til
sérstakra ráðstafana til að stytta
biðlista eftir sæti í skólahljómsveit
Árbæjar og Breiðholts.
Vilja hleypa fleirum að
Skúli Helgason, formaður skóla-
og frístundaráðs, sagði mikinn
áhuga á öflugri starfsemi skóla-
hljómsveitanna vera jákvæðan.
„Við höfum mikinn vilja til að
skoða allar leiðir til að hleypa fleiri
börnum að, en það kostar fjármuni,“
sagði Skúli. Hann sagði áherslu
lagða á sparnað í rekstri borgar-
innar um þessar mundir. Þrátt fyrir
það væri vilji til að leita leiða til að
grynnka á biðlistanum. Á þessu ári
er varið tæplega 200 milljónum til
skólahljómsveitanna.
Fjórar skólahljómsveitir eru
starfandi í borginni og um 110 börn í
hverri eða alls um 440 börn. Þau
leika aðallega á málm- eða tréblást-
urshljóðfæri, auk slagverks.
„Það myndi muna miklu að geta
fjölgað um tíu í hverri hljómsveit. Þá
væru þær komnar í hentugustu
stærð frá faglegu sjónarmiði. Með
120 börn í hverri hljómsveit gætu
þær haft næga mönnun á hvert
hljóðfæri til að geta fengist við næst-
um hvað sem er,“ sagði Skúli.
Þverflautan er vinsælust
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
óskuðu eftir sundurliðuðum upplýs-
ingum um fjölda nemenda á biðlist-
um eftir skólahljómsveit í Reykjavík
þann 25. nóvember sl. Svar frá
Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla-
og frístundasviðs, var lagt fram á
fundi skóla- og frístundaráðs 16.
desember sl. Þar kom fram að í des-
ember 2015 voru 56 börn á biðlista
eftir því að komast í Skólahljómsveit
Austurbæjar, 126 voru á biðlista
Skólahljómsveitar Árbæjar og
Breiðholts, 74 á biðlista Skóla-
hljómsveitar Vesturbæjar og Mið-
bæjar en engin börn voru að þessu
sinni á biðlista hjá Skólahljómsveit
Grafarvogs. Þannig voru alls 256
börn á biðlistum eftir plássi í skóla-
hljómsveitum í Reykjavík. Miðað
var við umsóknir sem komu inn
vegna núverandi skólaárs. Ekki var
um eldri umsóknir að ræða.
Helgi bætti því við í svari til
Morgunblaðsins að skólahljómsveit-
irnar væru með tiltekinn fjölda sem
spilar á hvert hljóðfæri. Biðlisti er
lengri á sum hljóðfæri en önnur og
þar er þverflautan vinsælust.
Skólahljóm-
sveitirnar eru
mjög vinsælar
256 börn eru á biðlista eftir plássi
í skólahljómsveit í Reykjavík
Morgunblaðið/Ómar
Tónar Margir vilja komast í skóla-
hljómsveit Árbæjar og Breiðholts.
Skólahljómsveitir
» Skólahljómsveit Austur-
bæjar er elsta skólahljómsveit
Reykjavíkur og hefur starfað í
tæp 60 ár, fyrstu 30 árin í
nafni Laugarnesskóla.
» Skólahljómsveit Vestur-
bæjar og Miðborgar er um
fimm árum yngri en Austur-
bæjarhljómsveitin.
» Skólahljómsveit Árbæjar og
Breiðholts var stofnuð vet-
urinn 1968-69 og Grafarvogs-
sveitin veturinn 1993.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hafa ber Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna til hliðsjónar þegar hælis-
umsóknir fjölskyldna með veik börn
eru teknar til
meðferðar á Ís-
landi. Þetta er
mat Bjarna Más
Magnússonar,
lektors í alþjóða-
lögum við laga-
deild Háskólans í
Reykjavík.
Tilefnið er að
Alþingi sam-
þykkti að veita
tveimur albönsk-
um fjölskyldum ríkisborgararétt.
Hafði Útlendingastofnun áður synjað
umsókn þeirra um dvalarleyfi. Í báð-
um fjölskyldum eru langveik börn.
Eins og sýnt er á töflu hér til hliðar
hafa borist 338 umsóknir um hæli á
Íslandi í ár. Tæpur þriðjungur, eða
107 umsóknir, er frá fólki frá Albaníu.
Að baki þessum 338 umsóknum eru
73 börn, þar af 26 börn frá Albaníu.
Meta þarf heilsufar barnanna
Í 12. gr. útlendingalaga segir að
veita megi dvalarleyfi á grundvelli
mannúðarsjónarmiða ef útlendingur
getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, til
dæmis af heilbrigðisástæðum.
Bjarni Már segir að meta þurfi
heilsufar barna hælisleitenda, sem
sækja um hæli á grundvelli
mannúðarsjónarmiða, til að hægt sé
að skera úr um hvort 1. mgr. 24. gr.
Barnasáttmálans geti átt við í þeirra
tilvikum. Þar segir m.a.: „Aðildarríki
viðurkenna rétt barns til að njóta
besta heilsufars sem hægt er að
tryggja, og aðstöðu til læknismeð-
ferðar og endurhæfingar. Aðildarríki
skulu kappkosta að tryggja að ekkert
barn fari á mis við rétt sinn til að njóta
slíkrar heilbrigðisþjónustu.“
Bjarni Már bendir á það lögskýr-
ingarsjónarmið að lagaákvæði ber al-
mennt að túlka til samræmis við önn-
ur lagaákvæði; skilja verði efnisreglu
í tilteknu lagaákvæði í samræmi við
aðrar nátengdar efnisreglur. Þegar
hælisumsóknir séu metnar út frá út-
lendingalögum beri að horfa til
Barnasáttmálans sem var innleiddur í
íslenskan landsrétt með lögum nr. 19
frá 2013 þegar börn eiga í hlut.
„Þessi þjóðréttarsamningur, sem
við eigum aðild að, verður miklu
sterkari við það að hann er gerður
hluti af landsrétti. Hann ætti því að
hafa meira vægi þegar ákvarðanir eru
teknar í stjórnsýslunni. Ég er ekki
viss um að allir í stjórnsýslunni séu
nógu meðvitaðir um efni hans. Hann-
er helsta réttarheimildin varðandi
réttindi barna, ásamt barnalögun-
um,“ segir Bjarni Már, sem telur að-
spurður að við mat á hælisumsóknum
á grundvelli mannúðarsjónarmiða
geti dvalartími fólks á Íslandi „al-
mennt séð skipt máli“. Hafi hælisleit-
endur skotið hér rótum geti það
styrkt umsóknir þeirra.
Ofangreindar fjölskyldur frá Alb-
aníu, sem hafa fengið ríkisborgara-
rétt, höfðu verið hér í nokkurn tíma
þegar Útlendingastofnun hafnaði um-
sókn þeirra um dvalarleyfi og sendi
þær í kjölfarið úr landi.
Morgunblaðið/Ómar
Alþingishúsið Samþykkt var á Alþingi um síðustu helgi að veita tveimur albönskum fjölskyldum ríkisborgararétt.
Dvalartíminn getur
styrkt réttarstöðuna
Lektor í lögum ræðir stöðu veikra barna hælisleitenda
Upprunaland hælisleitenda á Íslandi á árinu 2015
Til og með 21. desember
Heimild: Rauði krossinn.
Albanía 107
Sýrland 29
Írak 27
Makedónía 25
Kósóvó 14
Afganistan 13
Íran 13
Hvíta-Rússland 11
Gana 11
Pakistan 9
Úkraína 9
Marokkó 8
Palestína 6
Serbía 6
Sómalía 6
Nígería 5
Úsbekistan 5
Bandaríkin 4
Kasakstan 3
Alsír 2
Armenía 2
Erítrea 2
Líbía 2
Rússland 2
Án ríkisfangs 2
Sviss 2
Kamerún 1
Kanada 1
Egyptaland 1
Georgía 1
Ísrael 1
Malí 1
Níkaragva 1
Rúmenía 1
Senegal 1
Taíland 1
Túnis 1
Tyrkland 1
Vestur-Sahara 1
Samtals 338
Bjarni Már
Magnússon