Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015
Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
◆ KASSAR
◆ ÖSKJUR
◆ ARKIR
◆ POKAR
◆ FILMUR
◆ VETLINGAR
◆ HANSKAR
◆ SKÓR
◆ STÍGVÉL
◆ HNÍFAR
◆ BRÝNI
◆ BAKKAR
◆ EINNOTA VÖRUR
◆ HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
inu og við höfum þurft að bæta við
það sem er ekki alvanalegt.“
Sömu sögu er að segja hjá Mjólk-
ursamsölunni en auk þess sem hinar
klassísku desembervörur rokseljast,
smjör, rjómi og fínni ostar, eru holl-
ustuvörur eins og skyr óvenju eftir-
sóttar þessar vikurnar. Nú í desem-
ber er 18% söluaukning á skyri
miðað við desembermánuð á síðasta
ári að sögn Guðnýjar Steinsdóttur,
markaðsstjóra MS.
Þá eru að sjálfsögðu grænmeti
með steikinni. Guðni Kristinsson,
framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölu-
félags garðyrkjumanna, segir vörur
desembermánaðar vera rauðkál, róf-
ur, kartöflur og sveppi.
eiga alltaf sinn fasta sess og hjá Síld
og fiski er hamborgarhryggurinn
uppseldur. Sigurður Sófus Sigurðs-
son, sölustjóri fyrirtækisins, segir
hefðir ríkja í sölunni yfir hátíðirnar.
Áramótamáltíðin sé nautakjöt, ham-
borgarhryggur, kalkúnn og puru-
steikur.
Þó virðist sem landsmenn séu
farnir að huga meira að hollustunni í
desember en verið hefur. Hjá
Kjarnafæði hefur léttreyktur lamba-
hryggur til dæmis selst afar vel en
Ólafur Már Þórisson, sölustjóri
Kjarnafæðis, segir léttreykt og létt-
saltað greinilega eiga upp á pall-
borðið. „Það er þó líka alltaf mikil
eftirspurn eftir klassíska hangikjöt-
Íslenska rokksveitin Vintage Carav-
an lenti í hrakningum á leið til Belg-
íu þar sem hljómsveitin spilaði á tón-
leikum um helgina. Hljóðfæri
tónlistarmannanna og annar tækni-
búnaður sem fylgir rokksveitum
týndust og þurftu þeir því að fá lán-
aðar græjur frá öðrum hljómsveit-
um. Biðin á flugvellinum þýddi einn-
ig að tónleikar þeirra voru færðir af
aðalsviðinu á það litla en allt fór þó
vel að lokum.
„Við fengum strax frekar vonda
tilfinningu því það var fyrst seinkun
á Íslandi og við þurftum að hlaupa
ansi hratt á milli flugvéla. Við vorum
að fljúga til Brussel sem þýðir að það
þurfti að stoppa í Amsterdam,“ segir
Óskar Logi Ágústsson, söngvari
Vintage Caravan.
Þeir félagar fóru með fimm tösk-
ur en þegar þeir biðu við færibandið
í Brussel komu aðeins tvær. „Í kjöl-
farið hófst mikil rekistefna á flug-
vellinum þar sem okkur var tilkynnt
að töskurnar hefðu verið sendar til
Kiev. Það fannst okkur heldur von-
laus staða. Sá sem við töluðum við
hamraði á því að töskurnar okkar
væru í Kiev og við gátum ekki skilið
af hverju töskurnar okkar hefðu
verið sendar til Úkraínu.
Ég var búinn að sjá alveg fyrir
mér að enginn í Kiev myndi kannast
við einhverja gítara, bassa og
trommur auk aukahluta þannig að
þeir myndu bara farga þessu öllu en
svo kom í ljós að flugvallarstarfs-
maðurinn var alltaf að tala um KEF,
eða Keflavíkurflugvöll,“ segir Ósk-
ar.
Þrátt fyrir hljóðfæraleysið gátu
þeir félagar spilað. „Við hittum góð-
hjartaða Belga sem lánuðu okkur
græjurnar sínar og við áttum mjög
gott og skemmtilegt kvöld,“ segir
Óskar en eftir að hljómsveitin kom
aftur til Íslands tókst að hafa uppi á
töskunum. „Það var falleg stund
þegar við komum á flugvöllinn og
sáum töskurnar bíða eftir okkur, al-
veg gríðarlegur léttir.“
benedikt@mbl.is
KEF og Kiev
hljómar eins í
eyrum rokkara
Hljómsveitin Vintage Caravan í
hrakningum Spilaði á lánshljóðfæri
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Vinsælir Vintage Caravan spiluðu á
um 80 tónleikum víða um heim í ár.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Ýmsar breytingar verða á opinber-
um gjöldum um áramótin, m.a. á
áfengi og tóbaki. Áhrifin á einstakar
áfengis- og tóbakstegundir eru mis-
jöfn; sumt mun hækka í verði og
annað lækka en almennt verða verð-
breytingar litlar.
Samkvæmt fjárlögunum er þess-
um gjöldum ekki ætlað að hækka
meira en um 2,5,%, eða innan verð-
bólgumarkmiða Seðlabankans.
Áfengið hefur verið fært í neðra
virðisaukaskattþrepið, eða 11%. Það
eitt og sér er talið minnka tekjur
ríkisins um 3 milljarða króna en á
móti munu álíka miklar tekjur koma
með hækkun áfengisgjalds. Heildar-
tekjur af áfengisgjaldi eru áætlaðar
16,2 milljarðar króna og 5,9 millj-
arðar af tóbaksgjaldinu.
Lítil áhrif á tekjur ÁTVR
Sveinn Víkingur Árnason, fram-
kvæmdastjóri vörudreifingar og
heildsölu tóbaks og rekstrarsviðs
hjá ÁTVR, segir að í heildina geti
hækkun á tóbaksgjaldi um 2,5%
þýtt um 1,5% hækkun heildsölu-
verðs tóbaks, miðað við að ekki
verði hækkanir frá birgjum. Áhrif
breytinga á áfengið eru flóknari.
Heildaráhrifin af hækkun áfengis-
gjalds verða nánast engin á veltu
ÁTVR, að sögn Sveins, þar sem
áfengið fer um leið í neðra þrep
virðisaukaskatts. Allt fari þetta eftir
því hvað annars vegar vsk. og hins
vegar áfengisgjald hafa talið í sölu-
verði einstakra vara.
Sveinn segir einstakar verðbreyt-
ingar ekki liggja fyrir, helst sé að
ódýrari vín muni hækka og dýrari
vínin lækka. Breytingar verði þó
óverulegar.
„Breytingin er flókin og ræðst
meðal annars af alkóhólmagni og út-
söluverði vara frá okkur fyrir breyt-
ingu. Það á eftir að koma í ljós
hvernig markaðurinn bregst við
þessu,“ segir Sveinn en verðbreyt-
ingar munu strax taka gildi laug-
ardaginn 2. janúar þegar verslanir
ÁTVR verða opnar.
Í forsendum fjárlagafrumvarps-
ins kemur fram að mest geti lækkun
á áfengi orðið 13,4% en mesta
hækkun tæp 8%.
Ódýrt hækkar, dýrt lækkar
Breytingar á áfengis- og tóbaksgjaldi um áramótin Mismunandi áhrif á
áfengisverð Ódýr vín hækka en þau dýru lækka Tóbak hækkar um 1,5%
Desembermánuður er langstærsti sölumánuður morg-
unkornsins Lucky Charms. „Á meðan salan á til dæmis
Cocoa Puffs er jöfn yfir árið tvöfaldast salan á Lucky
Charms í þessum mánuði,“ segir Jóhann Friðleifsson,
markaðsstjóri Nathan & Olsen sem flytur það inn.
Hjá Ölgerðinni er malt og appelsín ein vinsælasta vara
mánaðarins og í tilbúnu blöndunni, þar sem malt og
appelsín er fyrirfram blandað í dósum, er 12% aukning
milli ára í desember. Quality Street konfektið á þá líka
sinn sprett í þessum mánuði. Í október bárust fréttir af
hugsanlegum Quality Street skorti hérlendis vegna vandræða í verk-
smiðju Nestlé en Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir
að enn sé nóg til nema hvað stóru dósirnar séu ekki lengur til á lager.
Lucky Charms-mánuðurinn
TVÖFÖLD SALA Á SYKRUÐU MORGUNKORNI
Lucky Charms.
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
„Það eru aftur farnar að berast fyr-
irspurnir um Kobe-kjötið en við höf-
um ekki fengið fyrirspurnir um það í
nokkur ár nema örlítið frá veitinga-
stöðum. Fólk er þá almennt að
kaupa dýrari partana af nautinu en
verið hefur,“ segir Gunnlaugur Örn
Valsson, sölustjóri hjá O. Johnson &
Kaaber. Kobekjöt, eða Wagyu-
nautakjöt, er af japönsku kyni en
það er alið á bjór og úrvalsfæði og
fær nudd undir klassískri tónlist.
Árið 2007 gat íslenskur almenn-
ingur í fyrsta skipti keypt Kobe-
nautakjöt en eftir efnahagshrunið
hvarf það úr verslunum. Kílóverðið á
kjötinu er allt frá 12-20.000 krónur
eftir því hvaða hlutar eru keyptir. O.
Johnson & Kaaber er sem stendur
búið með það sem þeir áttu til á lag-
er af Kobe-kjötinu.
„Það eru miklar sveiflur í því
hvaða dýrakjöt er vinsælt milli ára.
Mest aukning er í krónhjartarkjöti,
vinsældir þess hafa aukist ár frá ári
síðustu þrjú árin. Þar kaupir fólk
líka dýrari parta en áður; fillet og
lundir en hingað til hafa ódýrari
partar svo sem lærvöðvarnir frekar
verið að seljast.“
Klassískar vörur sem alltaf seljast
vel í desember eru sælgæti, snakk
og konfekt. „Verslanir taka meira af
dýrara konfekti en verið hefur en
eftirspurn eftir því datt sömuleiðis
niður eftir 2008,“ segir Gunnlaugur.
Hinar hefðbundnari jólasteikur
AFP
Nautakjöt Ræktun á Kobe-nautgripum hófst árið 1860 en um 4.000 gripum er slátrað árlega í Japan.
Kobe-nautakjöt skýt-
ur upp kollinum á ný
Aukning í sölu á dýrara kjöti, léttreyktu og skyri
Sjávarútvegsráðherrar Íslands og
Færeyja hafa samið um fiskveiði-
heimildir Færeyinga í íslenskri lög-
sögu fyrir næsta ár. Einnig var
samið um gagnkvæman aðgang að
veiðum í lögsögu beggja. Meðal
annars fá Færeyingar heimild til að
veiða 1.900 tonn af þorski í stað
1.500 áður líkt og ráðgert var, en á
móti kemur minni veiði á keilu.
Engar breytingar voru gerðar á
heimildum Íslands til að veiða 1.300
tonn af makríl og 2.000 tonn af
Hjaltlandssíld í færeyskri lögsögu,
né á gagnkvæmum aðgangi þjóð-
anna til veiða á kolmunna og norsk-
íslenskri síld. Samið var um líkt og
áður að Færeyingar geti veitt loðnu
við Ísland sem nemur 5% af ákvörð-
uðum heildarafla í loðnu á vertíð-
inni en þó að hámarki 30.000 tonn.
Samið við Færey-
inga um fiskveiðar