Morgunblaðið - 22.12.2015, Síða 11

Morgunblaðið - 22.12.2015, Síða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Morgunblaðið/Eggert Á æfingu Heiðdís Hanna og Ingileif Bryndís eru á sömu bylgjulengd hvað tónlistarsmekk áhrærir. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is V ið ætlum að flytja ís- lensk og erlend hátíð- leg verk, ein- og tví- radda sönglög í bland við einleik á píanó,“ segja vinkonurnar Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópransöngkona, og Ingileif Bryndís Þórsdóttir, pí- anóleikari, sem í kvöld kl. 20 halda tónleikana Jólaró í Fríkirkjunni. „Ég fæ að radda tvö lög með Heið- dísi,“ upplýsir Ingileif Bryndís. Þær stöllur hafa ekki haft mörg tækifæri til að koma fram saman á tónleikum undanfarið því Ingileif Bryndís býr og starfar í Rottenburg í Þýskalandi en Heið- dís Hanna stundar nám við tónlist- ardeild Listaháskóla Íslands. Þær kynntust á lokaári Ingi- leifar Bryndísar í meistaranámi og fyrsta bakkalárári Heiðdísar Hönnu við Tónlistarháskólann í Freiburg fyrir þremur árum . „Ég er nefnilega alveg fimm árum eldri,“ útskýrir Ingileif Bryndís. Vegna aldursmunar höfðu leiðir þeirra ekki legið saman í MR þar sem báðar stunduðu nám. „Áður en ég fór utan höfðum við spjallað saman á Facebook, en þekktumst í rauninni ekki neitt. Inga var að- allega í því að svara spurningum mínum um námið og skólann. Svo þegar við hittumst í Freiburg féll- umst við í faðma eins og við hefð- um þekkst alla ævi,“ segir Heiðdís Hanna. Hugskeytin fljúga á milli Í Freiburg fundu þær fljótt hversu vel þeim lét að starfa sam- an, en upp á síðkastið hefur sam- band þeirra þó verið mest í hug- skeytastíl eins og þær segja. „Við sendum hvor annarri hugskeyti því þegar ég fæ skilaboð frá Heiðdísi Hönnu þá snúast þau oftast ein- mitt um það sem ég er að hugsa – eða öfugt ...“ segir Ingileif Bryn- dís. „ ... enda byrjum við oft á að segja „eins og þú veist þá er ég búin að vera að hugsa til þín,““ botnar Heiðdís Hanna. Þær segjast vera á sömu bylgjulengd hvað tónlistarsmekk áhrærir sem og margt annað. Til dæmis hafa þær mikinn áhuga á Alexandertækni, sem þær kynnt- ust í Freiburg og er hugar- og lík- amstækni sem gengur út á að frelsa líkamann; losa spennu og auka orkuflæði um líkamann. Báð- ar hafa gaman af að vinna með og pæla í ljóða- og sönglagatextum, einkum þýskum og íslenskum. Þegar Heiðdís Hanna tók þá ákvörðun að ljúka bakkalárnáminu á Íslandi, sammæltust þær um að láta hvorki höf né lönd koma í veg fyrir frekara samstarf. Í fyrra stóðu þær fyrir sumartónleikunum Brot af því besta í Vídalínskirkju í Garðabæ, sínu fyrsta verkefni saman á Íslandi. Báðar tóku svo í sumar þátt í Pearls of Icelandic Songs, tónleikaröð sem ætluð er ferðamönnum. Með tónleika á öldrunarheimilum Hugmyndin að tónleikunum í kvöld kviknaði fyrir jólin í fyrra. „Þá tókum við einn dag í að fara á öldrunarheimili og syngja nokkur íslensk jólalög. Okkur fannst það bæði gaman og gefandi og ákváðum að halda jólatónleika að ári.“ Síðan hafa mörg hugskeytin flogið á milli þeirra. „Það er svo mikilvægt að koma fram með manneskju sem maður treystir fullkomlega,“ segir Heiðdís Hanna. Og Ingileif Bryndís tekur í sama streng: „Gagnkvæmur skilningur og samskipti án orða á milli tónlist- armanna skiptir miklu máli. Þeir þurfa hvor um sig að geta brugðist við því óvænta og haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist ef eitt- hvað fer úrskeiðis.“ Freiburg - Ísland Þótt Heiðdísi Hönnu sé eftir- sjá að því að búa ekki lengur í Þýskalandi, sér hún ekki eftir þeirri ákvörðun sinni að taka fjórða og síðasta árið í náminu á Íslandi. „Mér finnst meira pláss fyrir nýsköpun og þróun í Listahá- skóla Íslands þar sem allt er meira í takt við samtímann heldur en í háskólanum í Freiburg, sem er íhaldssamur en engu að síður frá- bær skóli.“ „Eins og við ræddum oft um okkar á milli, þá var þar allt rosa- lega alvarlegt. Stundum fundum við alveg þyngslin þegar við vorum að æfa í skólanum,“ segir Ingileif Bryndís, sem er nú sjálfstætt starfandi píanóleikari og spilar aukinheldur með 80 manna sinfón- ískri blásarahljómsveit í Rotten- burg. „Fram til þessa hef ég spilað í bakgrunni en kem fram sem sóló- isti á tónleikum í vor þar sem við tökum Rhapsody in Blue eftir Gerschwin.“ Hún segir framtíðina svolítið óráðna varðandi búsetu, enda á hún þýskan kærasta, sem er vatna- fræðingur og með ágætis stöðu hjá jarðvarmafyrirtæki í Rottenburg. Heiðdís Hanna á aftur á móti ís- lenskan kærasta og hyggur ekki á búferlaflutninga í bráð að minnsta kosti. Margt að gerast „Kannski fer ég í mastersnám annað hvort í Listaháskóla Íslands eða í útlöndum. Það er svo margt spennandi að gerast núna, til dæm- is sigraði ég í keppninni Ungir ein- leikarar sem er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskólans og kem fram með hljómsveitinni 14. janúar. Draum- urinn er auðvitað að lifa af listinni, standa á sviði og syngja,“ segir hún. Heiðdís Hanna hefur líka hug- leitt fleiri möguleika. „Ég er spennt fyrir að kynna óperuna sem listform fyrir Íslend- ingum, jafnvel í verkefnavinnu í grunn- og framhaldsskólum. Sjálf vissi ég sem krakki ekki hvað ópera var. Krakkar kynnast leik- húsinu gegnum skólastarfið og fara mörg hver í leikhús en yfirleitt ekki á óperu. Samfélagið rúllar miklu hraðar og fáir gefa sér tíma eða hafa gaman af að hlýða á þriggja tíma óperu – ekki einu sinni ég, sem þó er í þessum bransa. Óperuformið hefur ekki þróast eins og leikhúsformið og er orðið svolítið staðnað.“ Hvar sem þær búa og hvað sem framtíðin ber í skauti sér er eitt öruggt í hugum beggja: Þær ætla að halda áfram að spila og syngja saman, hér heima og/eða í útlöndum. Þær lofa hátíðlegri, kósí og afslappaðri stemmningu með kertaljósum á tónleikunum í kvöld þar sem verk eftir Bach, Liszt, Sigvalda Kaldalóns og Jórunni Við- ar verða í hávegum höfð. Vinkonur á sömu nótum Vinkonurnar Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópransöngkona, og Ingileif Bryndís Þórsdóttir, píanóleikari, efna til tónleikanna Jólaró í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20. Á efnisskránni verða íslensk og þýsk sönglög, m.a. eftir Bach, Liszt, Sigvalda Kaldalóns og Jórunni Viðar. Kósí kvöldstund Heiðdís Hanna og Ingileif Bryndís lofa hátíðlegri, kósí og afslappaðri stemningu með kertaljósum á tónleikunum í kvöld. Miðar á tónleikana Jólaró fást á tix.is eða við innganginn í Fríkirkj- unni í Reykjavík. 2005 Heiðdís Hanna fór í sinn fyrsta söngtíma í Tónlistarskóla Garðabæjar. 2011 lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar. 2012 - 2015 stundaði söngnám á bakkalárstigi við Tónlistar- háskólann í Freiburg í Þýska- landi. 2015 hóf söngnám á bakkalár- stigi hjá Þóru Einarsdóttur og Kristni Sigmundssyni í tónlist- ardeild Listaháskóla Íslands og reiknar með að útskrifast um jólin á næsta ári. Sópransöngkonan HEIÐDÍS HANNA 1992 Ingileif Bryndís hóf píanó- nám sjö ára gömul hjá Sigríði Ein- arsdóttur. 2007 burtfararpróf frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. 2011 hóf nám í Tónlistarskólanum í Freiburg í Þýskalandi 2007 og lauk bachelorprófi með ljóðaundirleik sem aukagrein 2011. 2012 - 2013 skiptinám í Vínarborg. 2013 útskrifaðist með masters- próf í píanóleik frá Tónlistarskól- anum í Freiburg. 2015 sjálfstætt starfandi píanó- kennari og tónlistarmaður í Rottenburg í Þýskalandi. Píanóleikarinn INGILEIF BRYNDÍS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.