Morgunblaðið - 22.12.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
JÓLAGJAFIRNAR
fást í Eirvík
Jólatilboð
Kaffivélar frá kr. 94.800
Jólatilboð Jólatilboð
Brauðristar
frá kr. 31.992
Safapressur
frá kr. 35.992
Eyjuháfar
frá kr. 199.900
Jólatilboð
Blandarar
frá kr. 35.992
Jólatilboð
Jólatilboð
Matvinnsluvélar
frá kr. 35.992
Ryksugur
frá kr. 25.990
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Orð eins og hjarðhegðun og kaupæði
voru notuð í fyrra þegar þúsundir
Íslendinga þustu til vegna þess að
danska postulínsfyrirtækið Kähler
framleiddi afmælisútgáfu af einni
vinsælustu vöru sinni; Omaggio vas-
anum. Til marks
um þá hylli sem
vasinn naut má
nefna að þegar
auglýst var for-
sala á honum í
nóvember í fyrra,
seldust birgð-
irnar upp á
nokkrum mín-
útum.
Arna Íris Vil-
hjálmsdóttir rannsakaði kauphegð-
un Íslendinga og tók vasann vinsæla
sérstaklega fyrir í nýrri BS-ritgerð
sinni í viðskiptafræði í Háskóla Ís-
lands. Ritgerð Örnu Írisar heitir
Kauphegðun Íslendinga. Afhverju
Omaggio? Um er að ræða eigindlega
rannsókn þar sem hún ræddi við
nokkrar konur sem fest höfðu kaup
á vasanum og þá var reynt að kom-
ast til botns í þeirri múgæsingu sem
vill skapast í kringum tilteknar
vörur.
„Mér fannst allt í kringum þetta
einfaldlega svo merkilegt,“ segir
Arna Íris, spurð um valið á rann-
sóknarefninu. „Það var svo mikið
látið með vasann, það var verið að
fjalla um hann í fjölmiðlum, á blogg-
síðum og á samfélagsmiðlum. Hann
var alls staðar.“
Við rannsóknina ræddi Arna Íris
við fimm konur á aldrinum 20-30 ára
sem allar höfðu keypt vasann. Það
var einróma álit kvennanna að þær
hefðu ekki keypt hann ef ekki hefði
verið fyrir þessa miklu umfjöllun
sem hann fékk. „Þær sögðust hafa
orðið varar við Facebookleiki, blogg
og fjölmiðlaumfjallanir. Án þess
hefðu þær líklega ekki vitað af þess-
um vasa,“ segir Arna Íris sem segir
að hugsanlega sé þessi aðferð til
markaðssetningar vænleg fyrir kon-
ur á þessum aldri. Annað sem Arna
Íris skoðaði í ritgerðinni var sú nei-
kvæða umfjöllun sem var um vasann
þar sem m.a. var hæðst að þeim sem
keyptu hann.
Arna Íris segir að oft sé fullyrt að
kauphegðun sem þessi sé séríslenskt
fyrirbæri. Svo sé ekki, vasinn sé t.d.
mjög vinsæll á hinum Norðurlönd-
unum. Þá er Ísland ekki eina landið
þar sem vasinn virðist vera orðinn
n.k. tákn fyrir neysluhyggju, t.d.
stóð hópur fólks fyrir viðburði á
Kóngsins Nýjatorgi í Kaupmanna-
höfn í fyrradag þar sem brjóta átti
Omaggio-vasa.
Aðspurð segist hún ekki eiga
röndóttan Omaggio vasa. „Þetta æði
greip mig allavega ekki.“
Ljósmynd/Kähler design
Eftirsóttur Marga fýsti að eignast bronsröndótta Omaggio vasann í fyrra.
Hjarðhegðun, kaupæði
eða bara blómavasi?
Umfjöllun fjöl-
miðla og blogg-
síðna hafði mikil
áhrif á kaupin
Arna Íris
Vilhjálmsdóttir
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Kaupmönnum á landsbyggðinni ber
saman um að jólaverslun sé með
ágætum. Færð á þjóðvegum hafi
verið ágæt sem ráði alltaf miklu um
ganginn í viðskiptum, það er hvort
hægt sé að bregða sér bæjarleið ef
þarf að fara um langan veg til inn-
kaupa. Sömuleiðis segir verslunar-
fólk að innkaupin vitni um að fólk
hafi nokkuð handa á milli og geri sér
því dagamun á ýmsa lund.
Glimmer, loðið og hlýtt
„Viðskipti hafa verið með lífleg-
asta móti allan desembermánuð.
Þetta hefur verið góð jólavertíð,“
segir Vilborg Jóhannsdóttir kaup-
maður í Cento á Akureyri. Hún rek-
ur tvær búðir undir því nafni, aðra í
Hafnarstræti og hina í verslunar-
miðstöðinni Glerártorgi og selur
kvenfatnað.
„Jólatískan í ár er glimmer, loðið
og hlýtt sem helst í hendur við veðr-
áttuna. Það hefur verið kalt að und-
anförnu, en flesta daga þó fært hér
á Eyjafirði og yfir heiðar og fjöll.
Því hefur fólk til dæmis af Austur-
landi komið í talsverðum mæli hing-
að, en rík hefð er fyrir því meðal
Austlendinga og fleiri að koma á
Akureyri fyrir jólin og gera inn-
kaupin. Raunar gildir þetta á öllum
árstímum,“ segir Vilborg.
Allt á fullt á Sauðárkróki
Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á
Sauðárkróki fór jólaverslunin af
stað fyrir alvöru í síðustu viku.
„Þetta byrjar yfirleitt nokkuð seint
hér um slóðir en nú er þetta komið á
fullt, Flestir virðast vera með ham-
borgarhrygg í jólamatinn en svo eru
líka margir sem hafa gengið til
rjúpna og í sveitunum reykir fólk
hangikjötið gjarnan heima,“ segir
Árni Kristjánsson, verslunarstjóri í
Skagfirðingabúð.
Spurður um bóksölu segir Árni að
hjá sér seljist tvær bækur best og
þær eru báðar eftir Skagfirðinga.
Þýska húsið eftir Arnald Indriða-
son, sem er ættaður úr héraðinu,
selst vel eins og annars staðar.
Sömuleiðis bókin Dagar handan við
dægrin eftir Sauðkrækinginn Sölva
Sveinsson, sem mætti í sína heima-
sveit á dögunum og áritaði bókina
góðu.
„Það er aldrei skemmtilegra að
vinna í verslun en einmitt fyrir jólin.
Allir sem koma í búðina eru glaðir
og ég sækist eftir því að vinna hér
þegar mest er að gera. Er þá auðvit-
að á Þorláksmessukvöld og aðfanga-
dagsmorgun. Hvað annað?“ sagði
Guðrún Þóra Guðmundsdóttir versl-
unarstjóri Krónunnar á Selfossi.
Segja má að búðin sé miðlæg
stofnun á Suðurlandi, viðskiptavinir
úr öllu héraðinu koma á Selfoss til
innkaupa og annarra erinda. Og úr
Krónunni fer fólkið klyfjað.
„Þetta byrjaði af krafti fyrir
helgina og hér er nóg um að vera í
dag. Samt er takturinn í þessu
þægilegur og ekkert stress í fólki.
Já, við seljum ofsalega mikið af
mandarínum sem um helgina voru á
tilboði. Þá hafa sjálfsagt farið 2 til 3
bretti – eða einhvers staðar í kring-
um 12 þúsund ávextir,“ segir Guð-
rún Þóra.
Allir sem koma í búðina eru glaðir
Góð jólaverslun úti á landi Austlendingar koma til innkaupa á Akureyri Skagfirðingarnir Arn-
aldur og Sölvi eiga metsölubækurnar á Sauðárkróki Mandarínur seljast í tugþúsundavís á Selfossi
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri „Viðskipti hafa verið með líflegasta móti allan desembermánuð.
Þetta hefur verið góð jólavertíð,“ segir Vilborg Jóhannsdóttir í Cento.
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Selfoss „Hér er nóg um að vera í dag. Samt er takturinn í þessu þægilegur
og ekkert stress í fólki,“ segir Guðrún Þóra Guðmundsdóttir í Krónunni.