Morgunblaðið - 22.12.2015, Page 16

Morgunblaðið - 22.12.2015, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Rafstöðvar og dekkjavélar öflugaroghagkvæmar fráZipper - fjölmargar gerðir Umfelgunarvél ZI-RMM94 Hæð á felgum10-22” Breidd á felgum 3-16” Mestahæðádekki1100mm Verð frá 328.000 með vsk Jafnvægisstillingarvél ZI-RWM99 Hæð á felgum 10-24” Breidd á felgum 1,5-20” Verð frá 250.000 með vsk Rafstöð 1,36kw-STE3000 Verð 97.456 með vsk Rafstöð 7,5kw-STE8000 Verð 237.305 með vsk Rafstöð 1,3kw-STE2000 Verð 141.721 með vsk Eigum einnig fyrirliggjandi fleiri tegundir rafstöðva IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Föstudaginn 18. desember sl. var haldin árleg styrkúthlutun Góða hirðisins, nytjamarkaðs SORPU. Voru afhentar rúmar 11 milljónir króna til 18 félagasamtaka. Alls hafa verið afhentar um 200 milljónir til góðgerðamála á þeim 19 árum sem styrkir hafa verið veittir, segir í frétt frá SORPU. Eftirtaldir aðilar fengu styrki að þessu sinni: Rauði krossinn, Töfra- máttur tónlistar, Fjölgreinastarf Lindakirkju, Vinasetrið, Einstök börn, Bandalag kvenna í Reykjavík, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Rauði krossinn á Íslandi, Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Einhverfusamtökin, Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn í Reykjavík, Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hringsjá, Hjálpræðisherinn í Reykjavík, Bandalag íslenskra skáta og Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur. Hægt að sjá nánar um styrkþega á Facebook- síðu Góða hirðisins. Styrkir eru veittir tvisvar á ári og er hægt að sækja um þá á vefsíðunni sorpa.is. Samtök styrkt  Sorpa afhenti 18 félagasamtökum 11 milljónir  200 milljónir frá upphafi Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Aron var vinsælasta eiginnafn ný- fæddra drengja á árinu 2014 að sögn Hagstofu Íslands. Því næst komu nöfnin Alexander og Viktor. Aron hefur lengi verið eitt vinsælasta karl- mannsnafnið eða frá árinu 2010. Vinsælasta eig- innafn stúlkna var Margrét en þar á eftir fylgdu Anna og Emma. Guðrún Kvaran prófessor segir margt koma bylgjum af stað hvað varðar vin- sældir mannanafna. „Nafnið getur verið innlent en einnig geta þekktar persónur erlendis hafið tískubylgjur í nafngiftum, þó að Íslendingar hafi fram til þessa ekki mikið sótt í slíkt.“ Hún segir vinsælar bækur geta bæði kallað á nöfn og einnig dregið úr nafngjöfum. „Í gamla daga var það mjög algengt að skíra eftir persónum í bókum. Þekktustu dæmin þar eru Kapítóla og Rúrik. Á sama hátt geta sögur einnig dregið úr nafngjöfum. Nafnið Gróa, úr sögunni Piltur og stúlka, gerði það að verkum að mjög fáar konur fengu nafnið Gróa þar á eftir,“ útskýrir Guðrún og bætir jafn- framt við að Hallgerður í Njálu hafi ekki átt upp á pallborðið hjá öllum og segir hún Hallgerðar-nafnið aldrei hafa náð almennilegu flugi vegna þess. Guðrún segir líka mörg nöfn úr bókaflokknum um Ísfólkið hafa farið á flug, svo maður færi sig nær nútím- anum. „Þá sér maður ekki alveg strax hvort til að mynda prinsessur úr vin- sælum teiknimyndum á borð við „Frozen“ eiga eftir að kalla á nöfn,“ útskýrir hún. Nafnið Emma varð nokkuð vinsælt hérlendis og víða um heim á tímabili og má það líklega rekja til þess að í vinsælu sjónvarpsþáttunum „Fri- ends“ gáfu aðalpersónurnar dóttur sinni nafnið Emma. Það er enn þriðja vinsælasta stúlkunafnið á Íslandi. Sem annað eiginnafn var Þór lang- vinsælast hjá drengjum, en þar á eft- ir Hrafn og Freyr. María var vinsæl- asta annað eiginnafnið hjá stúlkum en á eftir því komu Rós og Ósk. Flestir Íslendingar bera fleiri en eitt nafn og að sögn Hagstofunnar hafa algengustu tvínefnin einnig ver- ið þau sömu frá árinu 2010 til 2015 en þau eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi hjá körlum en algengustu sam- setningarnar hjá konum voru Anna María, Anna Margrét og Anna Krist- ín. Guðrún segir að vinsælustu nýju nöfnin slái enn ekki út þau nöfn sem hafa verið langalgengust alla tíð. Jón og Guðrún hafa verið algengust í nokkur hundruð ár. Í ársbyrjun árið 2015 var karlmannsnafnið Jón al- gengasta nafnið, þá Sigurður og síð- an Guðmundur en kvenmannsnafnið Guðrún algengast, þá Anna og svo Kristín en algengustu nöfn karla og kvenna hafa verið þau sömu frá árinu 2010. „Fyrir um 200 árum eða svo hét fjórði hver karlmaður Jón og fimmta hver kona Guðrún. Þá var lítið um tvínefni en þegar farið var að gefa tvínefni bárust þau frá Danmörku og voru þá t.d. Anna María og Anna Soffía. Þau voru því ekki gefin til þess að aðskilja allar þessar Guð- rúnar eða Jóna,“ útskýrir Guðrún og bætir við að ástæða þess að nöfnin séu enn þann dag í dag vinsæl sé að við höfum haldið svo lengi í þann gamla sið að gefa nöfn innan fjöl- skyldna. „Þá lifa þessi nöfn áfram. Þótt stúlku sé gefið nafnið Guðrún sem annað nafn, í höfuðið á ömmu sinni, en ekki fyrra nafn, þá er það eftir sem áður fjölskyldunafn og lifir áfram sem slíkt.“ Áhrif úr skáldverk- um áberandi  Aron og Margrét vinsælustu nöfnin á árinu 2014 Morgunblaðið/Ásdís Bylgjur Bækur geta bæði kallað á nöfn og einnig dregið úr nafngjöfum. Guðrún Kvaran Vinsælustu nöfnin 2014 » Aron » Alexander » Viktor » Margrét » Anna » Emma Vinsælustu tvínefnin 2014 » Jón Þór » Gunnar Þór » Jón Ingi » Anna María » Anna Margrét » Anna Kristín Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Réttast er að nota heitið brandajól einungis þegar jóladag ber upp á mánudag. Kjósi menn að hafa tvenns konar brandajól mættu þetta heita stóru brandajól, en litlu brandajól yrðu þá þau jól þegar jóladag ber upp á föstudag eins og nú. Ekki virð- ist ráðlegt að tengja skilgreininguna við annað en kirkjulega helgidaga því að aðrir frídagar eru sífelldum breytingum háðir og auk þess mis- munandi eftir starfsstéttum. Þetta segir Þorsteinn Sæmunds- son, stjarnfræðingur við Raunvís- indastofnun, í pistli á vef Almanaks Háskóla Íslands. Hann er ekki að öllu leyti sammála því sem haft var eftir Árna Björnssyni, þjóðhátta- fræðingi, um skilgreiningar á brandajólum í Morgunblaðinu í síð- ustu viku, þótt niðurstaða þeirra um að nú megi heita litlu brandajól sé hin sama. Þorsteinn segir ljóst að menn hafi lengi lagt mismunandi skilning í orð- ið brandajól, einkum þó hvað séu stóru og litlu brandajól. Þær heim- ildir sem vitnað hafi verið í, bendi eindregið til að orðið brandajól hafi upphaflega merkt einungis það þeg- ar jóladag bar upp á mánudag. Síðan hafi einhverjir farið að kalla það brandajól líka, þegar sunnudagur fylgdi á eftir jólahelginni. Þau jól hafi þó verið nefnd brandajól minni eða litlu brandajól, því að þau urðu ekki til að lengja helgar um nýár eða þrettánda. Eftir að hætt hafi verið að halda þrettándann heilagan (1770) hafi menn horft meira til þess hvaða dagamynstur gæfi lengsta jólahelgi eða flesta frídaga. Það hafi leitt til frekari ruglings, hin upp- haflega merking stóru brandajóla hafi gleymst, og loks hafi menn gert litlu brandajólin að þeim stóru. Um merkingu orðsins segir Þor- steinn í pistlinum að engan veginn sé víst að „branda“ vísi til eldibranda. Nafngiftin hafi valdið mönnum heila- brotum í þrjú hundruð ár að minnsta kosti, og verði svo vafalaust enn um hríð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jól Dansað í kringum jólatré við undirleik sveina. Það er alltaf jafn gaman yfir hátíðarnar, en ekki spillir ef frídagar eru fleiri en helgidagarnir. Miðist við kirkju- lega helgidaga Stóru og litlu brandajól » Eðlilegast er að tala aðeins um brandajól þegar jóladag ber upp á mánudag segir Þor- steinn Sæmundsson. » Kjósi menn að hafa tvenns konar brandajól mætti nefna þau stóru og litlu. » Stóru brandajól væru þá þegar jóladag ber upp á mánu- dag, en litlu þegar jóladag ber upp á föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.