Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Evrópumálinhafa ennog aftur skotið upp kollin- um í breskri stjórnmálaumræðu eftir að David Cameron, for- sætisráðherra Breta, kom fram með þá kröfu innan Evrópu- sambandsins að Bretum yrði heimilt að neita innflytjendum frá öðrum Evrópusambands- ríkjum um vissar tegundir af bótum í allt að fjögur ár. Hafa undirtektirnar vægast sagt ver- ið dræmar, og hafa leiðtogar hinna ESB-ríkjanna keppst við að hallmæla tillögunum. Um leið þykir breskum aðild- arsinnum sem Cameron hafi með þessu brugðið fæti fyrir baráttuna um að halda Stóra- Bretlandi innan Evrópusam- bandsins, þar sem búið var að samþykkja algjörar mála- myndatillögur, og átti að nýta leiðtogafund sambandsins, sem haldinn var um helgina, til þess að staðfesta þær. Cameron hefði þá hugsanlega getað kom- ið sigri hrósandi heim, og þann- ig reynt að fela þá staðreynd, að langt er síðan hann þurfti að bakka með kröfur sínar um að „samið yrði upp á nýtt“ við Evr- ópusambandið. Í slíku andrúmslofti hefði al- veg mátt sjá fyrir sér að Came- ron myndi boða til atkvæða- greiðslunnar um áframhaldandi aðild Bretlands að ESB snemma á næsta ári, áður en „sigurvíman“ væri runnin af Bretum og líklegra væri en ella að þeir myndu samþykkja áfram- haldandi veru inn- an sambandsins. Sú sviðsmynd sem aðildar- sinnar horfa upp á nú er mun dekkri frá þeirra sjónarhóli: Ekki aðeins hefur Cameron fært innflytjendamál aftur í deigluna, heldur gæti þetta nýjasta útspil hans tafið at- kvæðagreiðsluna mikilvægu um nokkra mánuði. Sú töf færir hins vegar að- skilnaðarsinnum vind í seglin, því að skoðanakannanir benda til þess að þeir séu að ná fólki til fylgis við sig. Nýleg könnun sýnir til að mynda um það bil 47% stuðning breskra kjósenda við útgöngu úr sambandinu, á móti einungis 38% sem styðja áframhaldandi veru Bretlands innan þess. Aðrar kannanir sýna ekki svo mikinn mun á milli fylkinganna, en allar benda þær í sömu áttina – út. Það er því ekki að ófyrir- synju að breskir fréttaskýr- endur séu sumir farnir að meta stöðuna svo, að nærri því helm- ingslíkur séu á útgöngu Bret- lands úr Evrópusambandinu. Sú var ekki ætlun Camerons þegar hann lagði af stað og bú- ast má við einhverju útspili, áð- ur en kosið verður, til að reyna að fá Breta til að sætta sig við aðild að ESB. Kannanir benda nú til að Bretar vilji losna út úr ESB} Fylgi við útgöngu eykst Úrskurður siða-nefndar al- þjóðaknattspyrnu- sambandsins, FIFA, um að banna bæri þeim Sepp Blatter, fráfarandi forseta sambands- ins, og Michel Platini, forseta evrópska sambandsins UEFA, afskipti af knattspyrnu næstu átta árin, hefur vakið verð- skuldaða athygli. Í grunninn snýst málið um greiðslu að andvirði rúmlega 260 milljónir króna, sem Platini þáði af Blat- ter árið 2011, eða um það leyti sem talið var að Platini hygði á formannsslag innan FIFA. Málsvörn beggja manna vís- aði til þess að um launagreiðsl- ur fyrir ráðgjafastörf Platinis á árunum 1998-2002 hefði ver- ið að ræða, en ekki mútur, en svissnesk lög heimila ekki greiðslur svo langt aftur í tím- ann. Víst er að báðir menn munu áfrýja úrskurðinum, en niður- staðan úr áfrýjuninni mun einkum skipta Platini máli, þar sem hann áformar að bjóða sig fram til formanns FIFA þegar kosið verður um eftir- mann Blatters í febrúar. Úrskurður siðanefndar- innar er mikilvægur nú, þegar líður að lokum á mjög erfiðu ári fyrir knattspyrnusam- bandið, þar sem hvert hneykslismálið á fætur öðru hefur komið upp. Það er ein- faldlega ekki boðlegt fyrir hina fjölmörgu sem ástunda og fylgjast með þessari vinsæl- ustu íþrótt heims að horfa upp á hvernig þeir sem stýra íþróttinni á heimsvísu hafa gengið fram. Hver sá sem tekur við af Blatter í febrúar fær í hendur það risavaxna verkefni að taka á spillingunni sem grafið hefur um sig í efstu lögum knatt- spyrnuhreyfingarinnar. Knattspyrnan á betra skilið en sífelldar neikvæðar fréttir og vonandi verður úrskurður siðanefndarinnar einungis fyrsta skrefið í að lyfta íþrótt- inni upp úr spillingarfeninu. Blatter og Platini fá rauða spjaldið}Tímabær tiltekt hjá FIFA Þ að líður að hátíð ljóss og friðar og til- heyrandi gjafakaupum til handa fjölskyldu og vinum. Vonandi fá þá allir eitthvað fallegt og þá á ég ekki síst við blessaðar bækurnar. Ís- lensk bókaútgáfa er harður bransi þar sem dug- mikið fólk sér um að koma út bókatitlum svo mörgum að merkilegt þykir, ekki síst með hlið- sjón af höfðatölunni títtnefndu. Úrvalið er slíkt að hægt ætti að vera að finna bók fyrir um það bil hvern sem er, og því skyldi vanda valið er bókagjöfin er keypt. Ég átti spjall í dagsins önn við vinkonu mína og vinnufélaga um daginn þar sem bókmenntir bar á góma og val á bókum til námsefnis. Vor- um við sammála um að varasamt sé að kynna of unga lesendur fyrir þungu lesefni; það feli í sér hættu á að gera unga fólkið fráhverft annars fyrirtaks lesefni. Þegar undirritaður var á þriðja eða fjórða ári í mennta- skóla þóknaðist yfirvaldinu að skikka mig og samnem- endur í íslensku til að lesa Sölku Völku. Ekki tengdi ég ýkja mikið við bókina og þótti lesturinn óttalegt hark sem gaf mér lítið nema þokkalegustu einkunn, þökk sé sam- viskusemi. En ég hafði afskaplega takmarkaðan yndis- lestur af og leit ekki við Laxness um langt árabil í kjölfarið af þeim sökum, og hef ég þó verið talsvert röskur til lesturs síðan amma Stella kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára að aldri. Núorðið nýt ég þess aftur á móti einlægt að lesa Kiljan, en ég var enn harkalegar bólusettur fyrir Gunnari Gunnarssyni því lestur í menntaskóla á Svartfugli varð þess valdandi að ég ber mig enn ekki eftir öðrum verkum höfundarins. Kannski það lagist. Þetta er út af fyrir sig synd því það eru ókjör til af góðu og gefandi lesefni, þó ekki sé boginn spenntur um of og börnum fengnir hlemmar af þungum „fullorðinsbókmenntum“ til námslest- urs. Hver vegna fá börn ekki til að mynda að lesa óborganlegar barnabækur Ole Lund Kir- kegaard í grunnskóla? Eða verk Astridar Lind- gren? Eða Tove Jansson? Og svo framvegis. Fyrir mína parta eru engin jól án bóka og vel valin bókagjöf fylgir eigandanum í mörg ár og út lífið þegar best lætur. Af öllu því góssi sem ég fékk í stúdentsgjöf fyrir rúmum 20 árum síðan hef ég mest not haft af Fögru veröld, eftir Tómas Guðmundsson, sem mér var gefin í há- tíðarútgáfu frá 1968 er 55 ár voru liðin frá því þessi dýr- gripur kom fyrst út, myndskreytt af Atla Má og svo mikið dýrindi að þegar ég hnaut um eintak (bókin er fyrir lifandis löngu uppseld og ófáanleg) á bókamarkaði fyrir nokkrum árum keypti ég eintakið til að gefa vini mínum, minnugur þess hversu mjög ég hafði notið þess að grípa niður í þess- ari tímalausu klassík. Bókaútgáfa er það viðamikil hérlendis að það má fullvíst telja að þar finnist bók fyrir alla. Töfraheimurinn sem lýkst upp þegar lesandi fær í hendur bók sem kveikir hjá honum fyrst forvitni, þá ánægju og loks áhuga á fleiri bókum í framhaldinu er nefnilega engu líkur. Jón Agnar Ólason Pistill Að velja réttu bókina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is Yfirstjórn Seðlabanka Ís-lands telur löggjafannhafa lýst því í megin-atriðum hvaða háttsemi teldist varða refsingu vegna brota á gjaldeyrisreglum. Þetta sjónarmið kemur fram í greinargerð yfirstjórnar Seðlabanka Íslands sem tekin er saman vegna bréfs Umboðsmanns Alþingis um framkvæmd bankans á gjaldeyris- reglum. Málið á sér þann aðdraganda að Umboðsmanni Alþingis bárust at- hugasemdir vegna framkvæmdar Seðlabankans á reglum um gjald- eyrismál. Haustið 2010 lagði fulltrúi fé- lagsins Ursusar fram kvörtun til Umboðsmanns, sem var svarað í haust, auk þess sem fleiri umkvart- anir vegna framkvæmdar Seðla- bankans á reglunum voru teknar fyrir í bréfi Umboðsmanns. Bankaráð Seðlabankans tók bréfið til umfjöllunar 29. október og óskaði eftir umsögn yfirstjórnar bankans. Samþykkti bankaráðið að láta framkvæma athugun á fram- kvæmd gjaldeyrisreglna bankans. Gjaldeyriseftirlitið fór í málið Fram kemur í greinargerð yfir- stjórnar Seðlabankans að umsögnin hafi einkum verið unnin af gjald- eyriseftirliti og lögfræðiráðgjöf bankans. Rifjað er upp að með lög- um númer 134/2008, frá 28. nóv- ember 2008, hafi Seðlabankanum verið veitt heimild með ákvæði til bráðabirgða til að gefa út reglur, að fengnu samþykki viðskiptaráðherra til að takmarka eða stöðva tiltekna flokka fjármagnshreyfinga á milli landa. Yfirstjórn Seðlabankans fjallar um 69. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að „engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi“. Tilefnið er sú athugasemd Um- boðsmanns Alþingis að efnisreglur um hvaða viðskipti væru óheimil, og þar með hvaða háttsemi gat leitt til viðurlaga, hafi komið fram í gjald- eyrisreglunum en ekki í lögunum. Það ásamt öðrum ástæðum hafi valdið því að reglurnar gætu ekki talist veita viðhlítandi refsiheimildir. Yfirstjórn Seðlabankans telur hins vegar að á grundvelli umrædds bráðabirgðaákvæðis hafi komið fram nægjanleg lýsing á refsiverðri háttsemi. Hafi verið nægjanleg lýsing „Varðandi það hvort reglur um gjaldeyrismál hafi fullnægt skil- yrðum 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár- innar bendir Seðlabankinn á að í bráðabirgðaákvæði I laga nr. 87/ 1992, um gjaldeyrismál, voru af- mörkuð þau atriði sem Seðlabank- anum var heimilt að mæla fyrir um í reglum. Nánar tiltekið voru í 1. til 6. tölul. 1. mgr. bráðabirgðaákvæðisins taldir upp þeir flokkar fjármagns- hreyfinga sem Seðlabankan- um var heimilt að tak- marka eða stöðva tímabundið og gjaldeyrisviðskipti vegna þeirra. Þá var í 2. mgr. ákvæðisins að finna heimild Seðla- bankans til þess að setja reglur um skila- skyldu erlends gjald- eyris. Þannig hafði lög- gjafinn tekið afstöðu til þess í meginatriðum hvaða háttsemi gat varðað refsingu.“ Löggjafinn hafi lýst refsiverðri háttsemi Morgunblaðið/Árni Sæberg Seðlabankinn Framkvæmd bankans á gjaldeyrisreglum er til skoðunar. Umboðsmaður Alþingis gerði í bréfi sínu einnig athugasemdir við hvernig staðið var að flutn- ingi eigna yfir í Eignasafn Seðlabanka Íslands. Verðmæti eignanna hljóp á hundruðum milljarða króna. Umboðsmaður Alþingis lagði út af þeirri grundvallarreglu sem hefur verið kölluð lögmæt- isreglan. Um þetta atriði ritar yfirstjórn Seðlabankans: „Í lögmætisreglunni felst að ákvarðanir stjórnvalda skuli almennt eiga sér stoð í lög- um og jafnframt að stjórn- völd geti almennt ekki tekið íþyngjandi ákvarðanir nema þau hafi til þess heimild í settum lögum … Ekki verður séð að brotið hafi verið gegn lögmætisreglunni með stofn- un ESÍ … Eingöngu var um að ræða aðskilnað innri verk- þátta Seðlabankans sem ekki getur talist íþyngjandi fyrir borgarana.“ Var ekki íþyngjandi STOFNUN ESÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.