Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Nýtt uppsjávarskip Margir voru viðstaddir þegar tekið var á móti nýju uppsjávarskipi HB Granda, Víkingi AK 100, við hátíðlega athöfn á hafnarbakkanum á Akranesi í gær. Styrmir Kári Með samþykkt Al- þingis á fjárlögum fyrir 2016 náðist sig- ur í einu af þeim bar- áttumálum sem Sam- tök verslunar og þjónustu hafa sett á oddinn á undan- förnum árum, þ.e. af- námi tolla á föt og skó. Kemur þessi sigur í kjölfar annars sigurs sem vannst í baráttunni um áramótin 2014-2015, þegar almenn vörugjöld voru afnum- in í heild sinni. Samtök verslunar og þjónustu hafa um árabil bent á að tollar og önnur opinber gjöld hafa af- gerandi áhrif á samkeppnisstöðu verslunar- innar. Íslensk versl- un er í, og mun verða í, alþjóðlegri samkeppni á mjög mörgum sviðum. Það á ekki hvað síst við um verslun með föt og skó. Afnám tolla af þessum vörum nú um ára- mótin mun því hafa afgerandi áhrif við að jafna samkeppn- isstöðu íslenskrar fataverslunar við fataverslun í öðrum löndum. Aukin erlend samkeppni í formi net- verslunar í fyrirsjáanlegri framtíð eykur enn mikilvægi skattkerfisbreytinga á borð við þessa. SVÞ eru þess fullviss að þessi aðgerð ein og sér muni hafa jákvæð áhrif á verslunina í heild sinni. Verðlag á fötum og skóm mun lækka. Neytendur í landinu munu njóta góðs af, á því leikur ekki vafi. Á sama hátt og áður mun versl- unin skila til íslenskra neytenda þeim ávinningi sem felst í afnámi tolla af fötum og skóm. Næg verkefni framundan SVÞ lítur svo á að afnám tolla af fötum og skóm sé aðeins einn áfanginn í því að bæta þá samkeppnisstöðu sem íslensk verslun býr við. Framundan eru næg verkefni. Stjórnvöld hafa gefið fyrirheit um að tollar verði felldir niður af öðrum vörum en matvöru um áramótin 2016- 2017. Það verður jákvætt skref. Hinir gríð- arlega háu tollar sem enn eru lagðir á ýmiss konar landbúnaðarvörur er hins vegar stóra verkefnið sem við blasir, enda skiptir veruleg lækkun tolla á þær vörur öllu máli ef gera á ís- lenskri verslun kleift að færa neytendum þessar mikilvægu neysluvörur á sambærilegu verði og í nágrannalöndum okkar. Ástæða til að fagna Það er ástæða til að fagna sérstaklega þeim áfanga sem nú hefur náðst, enda hefur íslensk fataverslun átt undir högg að sækja allt frá hruni. Við sem gætum hagsmuna fyrir íslenska verslun horfum björtum augum fram á veginn við þessi tímamót. Með sífellt bættri samkeppn- isstöðu mun íslensk verslun áfram standa öflug, þó að í breyttu umhverfi verði. Verslunin mun því áfram gegna því veigamikla hlutverki sem hún hefur alla tíð gegnt í íslensku þjóðfélagi. Eftir Margréti Sanders og Andr- és Magnússon » SVÞ lítur svo á að afnám tolla af fötum og skóm sé aðeins einn áfanginn í því að bæta þá samkeppnisstöðu sem íslensk verslun býr við. Margrét Sanders Andrés er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, og Margrét er fm SVÞ. Andrés Magnússon Skattkerfisbreytingar sem skipta máli Evrópusambandið hefur ákveðið að fram- lengja viðskiptaþving- anir sínar gegn Rúss- landi í 6 mánuði en vonir voru bundnar við að þær myndu falla niður í lok janúar 2016. Í ljósi þessa er eðlilegt að Íslendingar fari yfir stöðuna, vegi og meti hagsmuni og taki ákvarðanir í framhaldi af því hags- munamati. Á meðfylgjandi mynd sést vel hversu mikil áhrif umræddar við- skiptaþvinganir hafa á íslenskan efnahag í samanburði við þau áhrif sem þær hafa á efnahag annarra ríkja sem eru hluti af þvingununum. Rússland hefur verið vaxandi mark- aður fyrir íslenskar sjávarafurðir og útflutningur þangað leikið stórt hlutverk í gjaldeyrisöflun þjóðar- innar. Óumdeilt er að sala á upp- sjávarafurðum hefur skipt sköpum í efnahagsbata þjóðarinnar eftir hrun. Myndin dregur einnig fram að Íslendingar eiga mun meira undir en flestar aðrar þjóðir þegar kemur að útflutningi til Rússlands. Í grundvallaratriðum snúast við- skiptaþvinganir „bandalagsþjóða“ (ESB, USA, Kanada o.fl.) gagnvart Rússlandi um bann á vopna- viðskiptum og tak- mörkunum á fjármögn- un ákveðinna fjármála- stofnana í Rússlandi. Þar sem Íslendingar hafa ekki staðið í vopnasölu og eru enn í fjármagnshöftum skiptir stuðningur okk- ar við umræddar tak- markanir ekki nokkru máli. Enginn þessara þátta tekur til íslenskra viðskipta. Afleiðingar stuðningsyfirlýsingar Íslands eru hins vegar þær að Rússar hafa svar- að fyrir sig með banni á innflutning matvæla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir Ísland? Undanfarinn ára- tug hefur sjávarútvegur verið að meðaltali 10% af vergri landsfram- leiðslu. Athyglivert er að skoða aðr- ar greinar sem teljast mikilvægar fyrir þjóðir, eins og bílaiðnaðurinn er fyrir Þýskaland. Árið 2013 var hann 5% af vergri landsframleiðslu Þjóðverja. Það verður að teljast afar líklegt að þýsk stjórnvöld myndu staldra við, vega og meta hagsmuni þýsks efnagshags, áður en þau kvittuðu á samkomulag sem hefur engar afleiðingar fyrir Rússa en skaðaði þýskan iðnað stórkostlega og stefndi fjölda starfa í hættu. Af- leiðingar bannsins hafa mikil áhrif á íslenskt samfélag. Launatekjur dragast saman þar sem mun meira magn uppsjávartegunda fer í bræðslu í stað manneldis, störfum fækkar við það og launatekjur drag- ast saman, við það dragast útsvars- tekjur til sveitarfélaga saman. Afleiðingarnar verða svo enn meiri því lengur sem bannið varir því viðskiptasambönd sem hefur tekið áratugi að byggja upp tapast og aðrir matvælaframleiðendur koma inn okkar í stað. Það er kald- hæðnislegt til þess að hugsa að nú þegar eru Rússar að kaupa iðnaðar- vörur til að koma til móts við aukna matvælaframleiðslu í Rússlandi vegna þessara breytinga á mörkuð- um. Vörurnar kaupa þeir meðal annars frá bandalagsþjóðum á list- anum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að Ísland getur komið skoðun sinni á deilunni á Krímskaga á framfæri með öðrum hætti en að taka gagnrýnislaust þátt í viðskipta- þvingunum sem hafa engin áhrif á Rússa en miklar afleiðingar fyrir ís- lenskan efnahag. Þannig má nefna að nágrannar okkar Færeyingar taka ekki þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum og selja þangað sjáv- arafurðir sínar á góðum verðum. Utanríkisráðherra fullyrti í Morgunblaðinu í gær að engar breytingar yrðu gerðar á stuðningi Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússlandi. Í ljósi þeirrar yfirlýsingar er eðli- legt að maður spyrji hvort sú ákvörðun liggi fyrir, hvenær sú ákvörðun var tekin og hvaða hags- munir voru hafðir til grundvallar þeirri ákvörðun? Þá má spyrja hvert mat utanríkisráðuneytisins er á því hve lengi þessar viðskipta- þvinganir muni verða í gildi og hvort utanríkisráðherra telji þær líklegar til lausnar deilunnar um Krímskaga? Í ljósi áðurnefndra hagsmuna Ís- lands, og þeirrar staðreyndar að við getum komið okkar skoðunum á framfæri án þess að skaða íslenskt efnahagslíf, er mikilvægt að ákvörð- un um framhald stuðnings við við- skiptaþvinganir gagnvart Rússlandi sé vel ígrunduð. Eftir Kolbein Árnason » Afleiðingar stuðn- ingsyfirlýsingar Ís- lands eru hins vegar þær að Rússar hafa svarað fyrir sig með banni á innflutningi matvæla. Kolbeinn Árnason Kolbeinn Árnason er framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi. Miklu til kostað án sjáanlegs ávinnings 0,0% 0,1% 0,2% 0,3% 0,4% 0,5% 0,6% 0,7% 0,8% 0,9% 1,0% 0 50 100 150 200 250 Þýskaland Pólland USA Holland Frakkland Ítalía Spánn Ísland H lu tf al la fV L F (% ) 20 13 :Ú tf lu tn in gs ve rð m æ ti (m a. kr .) Útflutningur til Rússlands í milljörðum króna Útflutningur til Rússlands sem % af VLF Heimild: Reuters, rt.com, Statistics Iceland, OECD & Reykjavik Economics Þýskal nd Pólland Bandaríkin Holland ra Ítalía Spánn Ísla Útflutningur til Rússlands í milljörðum króna 250 200 150 1 0 50 0 1,0% 0,9% 0,8 0,7 0,6 0,5 0,4 0,3 0,2 0,1% 0,1% 20 13 :Ú tfl ut ni ng sv er ðm æ ti (m a. kr .) Heimild: Reuters, rt.com, Statistics Iceland, OECD & Reykjavik Economics H lu tf al la fV LF (% ) Útflutningur til Rússlands sem% af VLF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.