Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015
Nú sækja óvitar leik,
yndi og hrylling í síma
sína og önnur tæki. Þar
er svo til allt mál enskt.
Til eru ráð til að hljóð-
setja efnið og gera það
að því leyti íslenskt. Það
kostar. Það stendur upp
á unga ráðamenn þjóð-
arinnar að kosta verkið.
Ég rifja upp tvö til-
felli, þegar ný tækni
kom og íslenskir ráðamenn snöruðu
sér í að beita henni í þágu íslensks
máls. Skömmu áður en siðaskipti urðu
hér um slóðir á 16. öld, var farið að
prenta ritað mál með ráðum Guten-
bergs. Með siðaskiptunum átti almenn-
ingur að geta lesið biblíuna, en áður
var hún á máli kirkjunnar manna. Nýja
testamentið varð svo til strax til á ís-
lensku og ekki löngu síðar biblían öll.
Að þessu stóðu ungir menn. Eins og þá
var, varð þannig svo til allt lesefni þjóð-
arinnar á íslensku, enda höfðu lög
landsins ávallt verið á íslensku.
Um miðja 20. öld breiddist sjónvarp
út um löndin. Í bandarísku herstöðinni
á Miðnesheiði var sjónvarpsstöð, en
engin hreyfing var til að hefja íslenskt
sjónvarp. Þá gerðist það, að sjónvarp
herstöðvarinnar fór að sjást utan henn-
ar og þar með í höfuð-
borginni. Efnið var vita-
skuld á ensku. Æ fleiri
heimili í Reykjavík höfðu
sjónvarpstæki. Við þessu
var brugðist 1964. Valið
lið 60 manna varaði við
þessu, þar sem farið væri
inn í íslenska menning-
arhelgi með þessu sjón-
varpi hersins. Mennta-
málaráðherra tók það
upp í ríkisstjórninni að
hefja íslenskt sjónvarp.
Fyrst tók aðeins einn
ráðherra undir við hann, en svo fór
fljótlega, að efnt var í íslenskt sjónvarp.
Þetta er vel kunnugt. Hitt er ekki
kunnugt, hvernig þetta bar að. Það var
þannig, að Vilhjálmur Þ. Gíslason út-
varpsstjóri sneri sér til bandaríska her-
stjórans hér og lagði að honum að færa
sendingar sjónvarps hersins út til ís-
lenskra byggða. Fyrir Vilhjálmi vakti
að knýja ráðamenn til að hefja íslenskt
sjónvarp, áður en hann léti af störfum
vegna aldurs 1967. Eiginlega var her-
stjóranum ekki heimilt að senda út fyr-
ir herstöðina. Það var almennt um
bandarískar herstöðvar utanlands,
ekki af virðingu fyrir menningarhelgi,
heldur vegna þess að með því að senda
út fyrir herstöð vofðu yfir útgjöld á
herinn fyrir hönd höfunda sjónvarps-
efnisins. Herstjórinn setti sig því í
hættu frá yfirboðurum sínum í Banda-
ríkjunum að láta að óskum um að færa
sendingar út fyrir herstöðina. Vil-
hjálmur ávarpaði þjóðina í íslensku
sjónvarpi, þegar það tók til starfa 30.
september 1966.
Úr því sem komið er verður þessi
frásögn varla sannreynd að fullu.
Ragnar Stefánsson, áður ofursti í
Bandaríkjaher hér á landi, sagði Stef-
áni Þorlákssyni frá. Þegar Stefán varð
kennari við Menntaskólann á Akur
eyri 1970, kenndi Ragnar þar og allt
til 1977. Stefán sagði mér. Allmörgum
árum síðar spurði ég hann um málið.
Saga hans var þá óbreytt. Svo var yf-
irleitt um frásögur hans, að þær högg-
uðust varla.
Smám saman varð til í Sjónvarpinu
barnaefni á íslensku. Forráðamenn
stýrðu efninu. Nú stýra smábörn
myndefni sínu. Spurt er, hversu lengi
má bíða með að koma upp forriti, sem
íslenskar tal á myndefni, áður en svo
verður komið, að börnum þyki óeðli-
legt að hafa það ekki á ensku.
Tungumál og tækni
Eftir Björn
S. Stefánsson » Íslendingar hafa ver-
ið snarir að taka í
notkun tækni í þágu
þjóðtungunnar.
Björn S. Stefánsson
Höfundur er dr. scient.
Með lögum nr. 97
1995 sem tóku gildi
5. júlí það ár kom
meðal annars núgild-
andi 65. grein sem er
svohljóðandi. Allir
skulu vera jafnir fyr-
ir lögum og njóta
mannréttinda án til-
lits til kynferðis,
trúarbragða, skoð-
ana, þjóðernis upp-
runa, kynþáttar, efnahags, ætt-
ernis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta
jafns réttar í hvívetna.
Grunnatriði stjórnarskrárinnar
er að allir þegnar landsins séu
jafnir fyrir lögum þess, en svo er
nú aldeilis ekki og þannig hefur
það verið allan tímann frá gildis-
töku laganna nr. 97 1995. Og
gildir þá einu hvaða flokkar
mynda viðkomandi ríkisstjórn.
Já, í þessu máli virðist sami rass-
inn vera undir þeim öllum. Hvað
er eiginlega að, og hvað veldur
þessu? Við skoðun kemur í ljós
að það er tvöfalt stjórnkerfi. Eitt
fyrir opinbera embættismenn og
starfsmenn og annað fyrir laun-
þega á almennum vinnumarkaði.
Mismunurinn er gífurlegur milli
kerfanna. Allir opinberu starfs-
mennirnir, allt frá prófessorum,
ráðherrum, alþingismönnum og
bæjarstarfsmönnum, eru með all-
an sinn lífeyri verðtryggðan og
með ríkisábyrgð. Almennu lífeyr-
issjóðirnir eru hinsvegar skyldað-
ir til að standast ákveðið trygg-
ingarfræðilegt áhættumat, eða
lækka lífeyrisgreiðslur sínar ella.
Þessi ákvæði hafa valdið því að
fjöldi sjóða hefur þurft að skerða
greiðslur sínar til lífeyrisþega,
svo tugum prósenta nemur.
Menn verða að gera sér grein
fyrir því að hér er verið að tala
um og ráðstafa hluta þjóðar-
tekna, aðeins til þeirra sem eru í
opinbera kerfinu, og það á sama
tíma og lífeyrisþegar í almenna
kerfinu eru skertir verulega.
Þar sem ég hef ekki tiltækar
neinar tölur sem ná yfir allt
tímabilið frá 1995 til dagsins í
dag, þá verð ég að notast við
tímabilið frá hruni, þegar for-
sætisráðherrann bað þjóðinni
guðs blessunar. Já, og síðan tók
við vinstristjórn Jóhönnu og
Steingríms og ekki tók betra við.
Því áfram var haldið sérstöku
dekri við embættismenn og aðra
ríkisstarfsmenn. Já og með úr-
skurði kjararáðs nú í nóvember
með afturvirkri hækkun upp á
9,3% á sama tíma og almennir
launþegar fengu 3%
hækkun. Frá hruni og
til dagsins í dag, hafi
þetta einkavinadekur
við opinbera starfs-
menn kostað þjóðina
liðlega tvö hundruð
milljarða. Já, og þá er
ekki tekið neitt tillit
til þess mikla munar,
sem orsakast af
tryggingarfræðilega
matinu.
Kæru þingmenn og
ráðherrar, getur það verið að þið
treystið ykkur ekki til þess að
setja lög sem standast stjórnar-
skrá landsins? Eða látið þið emb-
ættismennina bara sjá um að þið
haldið forréttindum þeirra og
ykkar. Ef svo er ættuð þið að
skammast ykkar og byrja á því að
sjá til þess að grunnatriði Stjórn-
arskrárinnar sé virt, að allir
þegnar landsins séu jafnir fyrir
lögum þess. Sem betur fer, þá
heimilar stjórnarskráin ekki þetta
hagsmunapot einstakra hópa
þjóðfélasins, sem viðhöfð hafa
verið síðastliðna tvo áratugi.
Þetta verður að laga strax.
Síðan þarf að setja lög um lág-
markslaun til framfærslu eldri
borgara og öryrkja, til dæmis
300.000 á mánuði. Því næst þarf
að marka ramma fyrir það launa-
bil sem almennir kjarasamningar,
bæði við opinbera starfsmenn og
samninga við samtök atvinnulífs-
ins. Þessi rammi gæti til dæmis
verið þreföld lágmarkslaunin að
hámarki. Einnig þarf að setja í
lög ákvæði þess efnis, að fari
mánaðarlaun yfir milljón þá falli
niður verkfallsréttur. En þá er
eftir eitt veigamikið atriði, sem
einnig verður að koma böndum á,
það eru ofurlaunahóparnir, sem
telja eflaust tugi þúsunda ein-
staklinga sem geta skammtað sér
laun sín sjálfir. Á þennan hóp
þarf líka að koma einhverjum
böndum. Þetta mætti til dæmis
gera með sérstökum stighækk-
andi hátekjuskatti sem væri 5% á
hverjar byrjaðar 100.000,00 krón-
ur yfir einni milljón króna, þó
þannig að þessi sérstaki hátekju-
skattur verði aldrei hærri en 90%.
Ég tel að með þessari aðferð
mætti ráða bót á því siðleysi sem
viðgengst í launamálum á okkar
góða landi.
Eru ekki allir
þegnar landsins
jafnir fyrir lögum?
Eftir Guðjón
Tómasson
Guðjón Tómasson
» Við skoðun kemur í
ljós að það er tvöfalt
stjórnkerfi.
Höfundur er eldri borgari.
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Við óskum landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
Árni Ágúst
Brynjólfsson
Indriði
Jónsson
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara heyrnartæki
Beltone First™
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð)með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004