Morgunblaðið - 22.12.2015, Page 24

Morgunblaðið - 22.12.2015, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Kaupauki Gjafapoki fylgirvið kaup á tveimur bollum Björt, litaglöð lína fyrir kaffielskendur ESPRESSO bollalínan • Postulínsbollar 100 ml • Uppþvottavéla- og örbylgjuvænir • Einfaldir og þægilegir Fæst í stærri Hagkaups verslunum, Byko og ELKO www.danco.is Heildsöludreifing BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Keppnin um Oddfellow-skálina hálfnuð Þriðja lota um Oddfellow-skálina var spiluð viku á eftir áætlun en öfl- ugur fellibylur felldi fyrra spila- kvöld niður. Það voru jólasmákökur á borðum og spilarar í jólaskapi. Sautján pör mættu til leiks og styrktu félagsauðinn. Úrslit í þriðju lotu, meðalskor 168 stig: Gauti K. Gíslason – Þrándur Ólafss. 215 Helgi G. Jónsson – Hans Óskar Isebarn 210 Stefán R. Jónsson – Andrés Andréss. 205 Guðbjartur Halldórs. – Hnikarr Antons. 197 Rúnar Sveinsson – Ragnar Halldórsson 185 Gauti og Þrándur voru á fyrsta borði allt kvöldið og uppskáru verð- laun kvöldsins. Efstu pör í keppni um Oddfellow– skálina eru: Páll Hjaltason – Hjalti Pálsson 593 Helgi Gunnar Jónss. – Hans Ó. Isebarn 576 Guðm. Ágústsson – Brynjar Níelsson 563 Rúnar Sveinsson – Ragnar Halldórsson 528 Stefán R. Jónsson – Andrés Andrésson 527 Eðvarð Sturluson – Mortan Hólm 506 Meðlskor 504 stig. Næst verður spiluð hraðsveita- keppni á nýju ári um miðjan janúar. Síðan taka við þrjár lotur í keppni um Oddfellow-skálina. Gullsmárinn Síðasti spiladagurinn á árinu var fimmtudagurinn 17. desember. Spil- að var á 9 borðum. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 145 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonsson 144 Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundss. 135 A/V Sigr. Benediktsd. - Sigurður Þórhallss. 141 Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 139 Gunnar M. Hansson - Hjörtur Hanness. 138 Stigaefsti spilari haustsins (fram að áramótum) varð Guðlaugur Niel- sen. Spilamennska hefst á nýju ári 4. janúar. Bridsdeildin óskar landsmönnum gleðilegra jóla og þakkar samstarfið við Arnór Ragnarsson á mbl.is. Þjófnaður í Keflavík Fjögurra kvölda Butler-tvímenn- ingi lauk sl. miðvikudag með sigri Garðars Garðarssonar og Óla Þórs Kjartanssonar. Endalokin voru óvænt þar sem Gunnlaugur Sævars- son og Arnór Ragnarsson höfðu leitt mótið allan tímann. Þessi pör spiluðu saman í síðustu umferðinni og höfðu Gunnlaugur og Arnór fjörutíu og eins impa forskot þegar sest var að síðustu sex spilunum. Það var því ljóst að barómeterstaða var komin upp og þurftu Garðar og Óli Þór að fá 21 impa í plús til að vinna. Óli Þór og Garðar skoruðu mikið um kvöldið og voru sjóðheitir á meðan Arnór og Gunnlaugur voru seinheppnir. Skemmst er frá því að segja að Óli Þór og Garðar skoruðu 21 í plús og unnu mótið. Ótrúleg en skemmtileg endalok. Lokastaðan: Óli Þór – Garðar 118 Arnór – Gunnlaugur 117 Guðjón Einarss. – Ingvar Guðjónss. 69 Karl Einarsson – Ari Gylfason 36 Garðar og Óli Þór skoruðu lang- mest síðasta spilakvöldið eða 68. Guðjón og Ingvar skoruðu 34 og Gunnar Már Gunnarsson og Jón H. Gíslason 31. Nk. þriðjudag hittast spilarar og borða saman kvöldverð í félags- heimilinu. Eflaust verður tekið í spil að kvöldverði loknum. Mæting er kl. 19. Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um málefni eldri borgara eftir all- ar þær greinar sem birst hafa að undan- förnu um aðstæður og aðbúnað þeirra. Hinn 6. febrúar 2013 skrifaði ég grein um nauðsyn þess að ellilífeyrisþegar og ör- yrkjar fengju um- boðsmann til varnar þessum mátt- vana hópi. Síðan þessi hugmynd birtist eru liðin tæp þrjú ár og ekk- ert bólar á umboðsmanninum, þótt margar greinar og ályktanir hafi komið fram um nauðsyn þess að aldraðir og öryrkjar fái umboðs- mann. Margir hópar hafa þó fengið um- boðsmann, jafnvel hundar og aðrar skepnur hafa umboðsmann, svo ætla má að í augum stjórnvalda sé gamalt fólk og öryrkjar ekki hundsvirði. Staðreyndin er sú að stjórnvöld hafa engan áhuga á málefnum aldr- aðra og öryggja. Þetta eru aumingjar, þungur baggi á ríkis- valdinu sem best væri að finna leið til að fækka eða jafnvel lóga. Skepnum er lógað, en þær hafa umboðsmann, sem sér um að það sé gert á sómasamlegan hátt, en gamla pakkið hefur engan umboðs- mann, svo það ætti að vera stjórn- völdum auðvelt að koma fækkun þeirra í framkvæmd. Og aðferð til þess er að verða til, því heilbrigðisþjónusta er svelt, aumingjarnir eiga ekki fyrir læknisþjónustu eða lyfjum, hent út af yfirfullum sjúkrahúsum fárveik- um til að deyja drottni sínum. Allar stéttir þjóðfélagsins hafa sterkt lögvarið vopn til baráttu við stjórnvöld fyrir afkomu sinni, en það er verkfallsrétturinn, en aum- ingjarnir, öryrkjar og eldri borg- arar, hafa ekkert slíkt vopn. Þó er til ein leið fyrir aumingja til að verjast framkomu stjórnvalda og hún er sú að stofna pólitísk samtök eldra fólks og öryrkja um framboð á lista til Alþingis Pólitískt vald er eini möguleiki aumingja til að verja sig gegn óvinveittum stjórnvöldum. Fjöldi þessara aumingja (gamlingja og öryrkja) er það mikill, allt að 20% af kosningabæru fólki, að stjórnvöld myndu óttast að í kosningum gætu þeir fengið 7-14 fulltrúa kjörna til Alþingis ef þessi hópur byði fram lista í alþingiskosn- ingum. Í baráttu kvenna fyrir bættum kjörum varð lítill ávinningur fyrr en stofnuð vöru pólitísk samtök kvenna, sem fékk nafnið Kvenna- listinn. Kvennalistinn náði miklum árangri til bættra kjara fyrir konur og ég er sannfærður um að sama gerðist ef samtök öryrkja og eldri borgara stofnuðu framboðslista til Alþingis sem bæri nafn þeirra: Ör- yrkja- og (h)eldri borgara listinn. Núverandi samtök eldri borgara hafa í lögum sínum ákvæði um að þau séu ekki pólitísk. Með öðrum orðum tækju ekki þátt í pólitískri flokksbaráttu fyrir kjörum sínum, en því var laumað inn í lög samtakanna af forhertum íhaldskurfum sem áttu skítnóga peninga. Þessu ákvæði í lögunum verður að breyta til að hægt verði að mynda samtök um pólitískt fram- boð þessara samtaka til Alþingis. Öll samtök eru í eðli sínu pólitísk (pólitík þýðir í alþjóðamáli hags- munabarátta) og ég veit ekki hverj- ir eru meira þurfandi en eldri borgarar og öryrkjar fyrir hags- munabaráttu fyrir tilveru sinni. Fólk sem á tilveru sína undir duttlungum stjórnvalda er dæmt til ánauðar, tilveru fátæktar, auðmýk- ingar og ósjálfstæðis. Enn um aldraða Eftir Hafstein Sigurbjörnsson Hafsteinn Sigurbjörnsson »Kjör aldraðra og vanmáttur þeirra til að krefjast bættra kjara. Höfundur er eldri borgari. Notkun jurta er teljast til svokallaðra fæðubótarefna til lækninga á margs konar kvillum hefur farið vaxandi að und- anförnu eins og kunnugt er. Þessar vörur eru gjarnan auglýstar sem nátt- úruleg efni án auka- verkana eða milli- verkana (víxlverkana) við lyf og önnur efni. Þetta er þó fjarri öll- um sanni, enda hvílir lyfjafræðin að miklu leyti á plöntuefnafræði- legum grunni, og því er full þörf á faglegum upplýsingum hér að lút- andi. Slíkar upplýsingar hafa þó ekki legið á lausu hér á landi og er þessum greinaflokki ætlað að ráða þar nokkra bót á. Fyrri greinar birtust í Morgunblaðinu 7. ágúst, 30. október og 26. nóv- ember 2015. Þessi skrif eru stuttorð en von- andi gagnorð og sæmilega auð- skilin bæði almenningi og heil- brigðisstéttum. Ekki er tekin ábyrgð á villum eða missögnum. Sumar af þeim jurtum, sem hér eru teknar fyrir eru ekki á mark- aði hérlendis en eru auðfáanlegar víða erlendis. Fjallað er um jurt- irnar í röð af handahófi. Kava – Piper methysticum – Kava Kava: Notaður plöntuhluti: Jarðstöngull (rhizome). Innihalds- efni: Kavalaktónar (metýstísín, díhýdrómetýstísín, kavaín, dí- hýdrókavaín, jangónín, metox- ýjangónín), kalkónar (flavókavaín A-C). Virk efni: Kavalaktónar. Notkun: Kvíði, svefnleysi. Auka- verkanir: Sjá Varúð. Þunglyndi getur versnað við notkun Kava. Milliverkanir: Eykur áhrif róandi lyfja og svefnlyfja, t.d. alprazó- lams, klónazepams, díazepams, ló- razepams, fenóbarbítals, zolpí- derms. Kava hefur áhrif á lifrarenzýmin sýtókróm CYP1A2, CYP2C19, CYP2C9, CYP2D6, CYP2E1, CYP3A4 og þar með á umbrot fjölda lyfja. Of langt mál yrði að telja þau öll upp hér. Var- úð: Kava hefur valdið alvarlegum sjúkdóm- um, svo sem lifrar- skemmdum eftir notk- un með venjulegum skömmtum í 1-3 mán- uði. Þungaðar konur og konur með börn á brjósti ættu alls ekki að nota kava. Sólhattur – Ech- inacea ssp. – Ech- inacea: Notaður plöntuhluti: Rót. Innihaldsefni: Kaffínsýruestrar (ekínakósíð, síkórsýra), alkýlamíð (aðallega ómettuð ísóbútýlamíð), fjölsykrur (ekínasín B), fjöl- asetýlen, ilmolía. Virk efni: Ekínakósíð, ekínasín B. Notkun: Kvef. Aukaverkanir: Greint hefur ver- ið frá sótthita, ógleði, uppsölu, óbragði í munni, magaverk, nið- urgangi, hálssærindum, munn- þurrki, höfuðverk, svima, svefn- leysi, vöðva- og liðverkjum. Milliverkanir: Vegna áhrifa á lifr- arenzýmin CYP3A4 og CYP1A2 getur sólhattur haft áhrif á virkni marga lyfja, sem of langt mál yrði að telja upp hér. Einnig kann að vera, að sólhattur hafi örvandi áhrif á ónæmiskerfið og hann gæti því minnkað virkni ónæmisbæl- andi lyfja á borð við azatíóprín, basilíxímab, sýklósporín, daklíz- úmab, mýkófenólat, sírólímus, prednisón, glúkókortíkóíð. Varúð: Sjúklingar með sjálfsofnæmis- sjúkdóma eins og heila- og mænu- sigg (multiple sclerosis), rauða úlfa (systemic lupus erythemato- sus), iktsýki (rheumatoid art- hritis), langvinna blöðrusótt (pemphigus vulgaris) eiga ekki að nota sólhatt. Það sama á við um þungaðar konur og konur með börn á brjósti. Valurt – Symphytum officinale – Comfrey: Notaðir plönthlutar: Rót og blöð. Innihaldsefni: Allantóín, pyrrólízídínalkalóíðar (ekimídín, symfýtín, lýkósamín, symlandín), fenólsýrur (rósmarínsýra, klórgen- ínsýra, kaffínsýra, lítósperm- ínsýra), slímefni, kólín, asparagín, ilmolía, saponín, tríterpen. Virkt efni: Allantóín. Notkun: Innvortis: Magakvef, magasár, bólgukvillar (inflammatory conditions). Útvort- is: Græðandi og bólgueyðandi. Aukaverkanir: Sjá Varúð. Milli- verkanir: Eykur lifrarskemmandi áhrif marga lyfja, svo sem para- setamóls (verkjalyf), amíódaróns (hjartalyf), karbamazepíns (floga- veikilyf), ísóníazíðs (berklalyf), metótrexats (gigtarlyf), ítrakóna- zóls (sveppalyf), erýtrómýsíns (sýklalyf), fenýtóíns (flogaveikilyf), lóvastatíns (blóðfitulyf), pravastat- íns (blóðfitulyf), simvastatíns (blóðfitulyf). Varúð: Pyrrólízíd- ínalkalóíðarnir í valurt eru eitraðir og geta valdið lifrarskemmdum, lungnaskemmdum og jafnvel krabbameini. Þunguðum konum og konum með börn á brjósti staf- ar af þeim mikil hætta. Valurt hef- ur verið tekin af almennum mark- aði í mörgum löndum, en þetta hefur ekki komið í veg fyrir notk- un hennar af skottulæknum og kuklurum. Bæði valurtarrót og -blöð eru til sölu hjá amazon.co- .uk, 8.11.2015. Jurtir sem fæðubótarefni Eftir Reyni Eyjólfsson Reynir Eyjólfsson » Lyfjafræðin hvílir að miklu leyti á plöntu- efnafræðilegum grunni, og því er full þörf á fag- legum upplýsingum um samverkun þeirra. Höfundur er doktor í lyfjafræði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.