Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Ráðstefna Öldrunar- ráðs ríkisins um ofbeldi gegn öldruðum fór ný- lega fram. Þar var stefnt saman fólki til að kynnast niðurstöðu sér- fræðinga um mælt og ómælt ofbeldi gegn öldruðum. Valdbeiting er verknaður sem vald- hafi, annað tveggja ein- staklingar eða stjórn- sýsla, beitir samkvæmt sínu siðgæði, í formi andlega eða líkamlega meiðandi ofbeldis. Sá eða sú sem býr við slíka gjörninga af lýðræðiskjörinni stjórn- sýslu glatar trausti til ríkisstjórna, stjórnmálamanna, stjórnmálaflokka. Trúnaður og traust milli þegns og stjórnsýslu brestur. Vonleysi, kvíði og reiði býr um sig hjá þeim sem órétti eru beittir. Öll þekkjum við til slíkra gjörninga og við þekkjum líka þau kvíðaköst og reiði sem einkenndu allt samfélagið í síðustu „kreppu“ og fyrri, og gerum enn í uppgjöri bankamála. Og margur aldraður lifir enn við 2009 skerðingarnar sem eru enn við lýði. Fram kom að tíðni of- beldis gegn öldruðum í heimahúsi skv. erlendum rannsóknum er 4-6% af fólki 65 ára og eldra. Tíðni hækkar með hækk- andi aldri og versnandi heilsu. Af innlendum skýrslum er að skilja að vandinn hér á landi sé nokkuð líkur. Af einhverjum ástæð- um er ekki fram sett niðurstaða um hversu hátt þetta hlutfall er á íslensk- um hjúkrunar- og dvalarheimilum. Það skyldi þó aldrei vera af ásettu ráði? Ég vona að svo sé ekki. Hinsvegar er upplýst að 70% eftir- launafólks eru með minna en 300.000 kr. í tekjur á mánuði, samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn um tekjur 67 ára og eldri. Á síðasta skattári skiluðu 44.680 67 ára og eldri skattframtali. Af þeim höfðu 31.028 tekjur undir 300.000 kr. á mánuði eða 69,4% af hópnum. Hér er miðað við samanlagðar tekjur að meðtöldum greiðslum frá Trygginga- stofnun ríkisins. Ef eingöngu er miðað við aðrar tekjur en greiðslur frá Tryggingastofnun, t.d. atvinnutekjur, lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagns- tekjur, höfðu 34.239 tekjur undir 300.000 kr. á mánuði eða 76,6% af hópnum. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins fengu í nóvember 2014 32.200 einstaklingar greiddan ellilífeyri frá Trygginga- stofnun. Af þeim höfðu 21.864 ein- staklingar tekjur undir 300.000 kr. á mánuði eða 67,90% af hópnum. Það er því kýrskýrt eftir þessa ráð- stefnu ríkisins að ríkið er að beita aldraða mesta ofbeldi sem þeir búa við. Enginn þarf að efast lengur um ofbeldishneigð stjórnsýslu okkar við gamlingja íslenskrar þjóðar. En við vitum að þjóðin bíður eftir lausnum frá þessum vanda, við eldri vitum líka að við höfum greitt allan væntanlegan umsýslukostnað og er- um enn að, ekki meira ofbeldi takk. Það eru verkefni fræðinga með sjálfs- vitund, ónæmra á alla þykjustuleiki, að koma í veg fyrir þetta ofbeldi. Aðal- atriðið er að með henni fáist örlítil inn- sýn inn í hugsanagang í stjórnarráði íslensku þjóðarinnar, ekki bara nú í núinu, heldur til að vera krónísk inn- sýn í framtíðarþróun þess. Krafa landsmanna er auðvitað að auka hag sinn – efla menningu sína – skapa öll- um þau skilyrði til hugar og handar að sambærilegt sé við það besta í sam- félagi þjóða. Sjáið þið til að þeir sem lifað hafa í svartnætti íslenskra pen- ingamála, á einföldum eftirlaunum, ekki margföldum sem þingmenn og ráðherrar, munu til lengdar fara var- lega í að ljá því hug eða heyrn að blekkjast af jarðsambandslausum, yf- irboðum og rugli þeirra sem skipaðir eru til að vaka yfir hagsmunum okkar. Það fólk sem er treyst til að standa vörð má aldrei komast í þá aðstöðu að ræna af okkur sjálfræði og efnahags- legu sjálfstæði og beita okkur ofbeldi. Ofbeldi gegn öldruðum Eftir Erling Garðar Jónasson Erling Garðar Jónasson »Enginn þarf að efast lengur um ofbeldis- hneigð stjórnsýslu okk- ar við gamlingja ís- lenskrar þjóðar. Höfundur er fv. formaður Samtaka aldraðra. Drottinn minn. Heyr þú bænir okk- ar er við lútum þér og biðjum. Ver þú með öllum okkar sjómönnum og flugfólki nú þegar vetur kemur og veður verða válynd. Þakka þér fyrir allt sem við höfum þegið úr hendi þinni nú, og ævinlega blessa þú alla vora tilveru. Drottinn Guð, ver með oss allar stundir. Fyrirgef þú mér allt sem ég hefi vanrækt í dag, kenn þú mér að tilbiðja þig, þú sem alltaf ert tilbúinn að blessa okkur, ver með oss nú og ævinlega. Blessa þú kirkju þína um víða veröld og alla þá sem breiða út ríki þitt, Drottinn! Blessa þú alla þá smáu sem eiga kannski erfitt fremur en aðrir – í þínu helg- asta nafni. Amen. Karl Jóhann Ormsson. Höfrungarnir fundnir? Sárt finnst mér að líta nú til míns gamla vinnustaðar þar sem fólk hef- ur fengið ríflegan kaupauka aftur- virkan í níu mánuði og heyra sama fólkið hæla sér af því að ræna ör- yrkja og eldri borgara afturvirkum kaupauka sem að vísu er óralangt frá þeim sem þingmenn fengu. Og enn glymja hinar „almáttugu“ pró- sentutölur yfir okkur sem eru háðs- tölur í raun þegar litið er til þess hvað þær reynast aumar í krónum í buddum þeirra sem minnst hafa. Geta menn ekki sagt hvað þær gefa í aðra hönd og hætt þessum prósentu- leik sínum og hælt sér meira að segja af? Enn trúi ég ekki að þessi verði útkoman. En máske eru ör- yrkjar og aldraðir þessir marg- umtöluðu höfrungar sem þingliðið þurfi að vara sig á að gjöra ekki of vel við. Helgi Seljan fv. alþm. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Bæn Englar Orðið engill er af grískum uppruna og merkir sendiboði Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is*Breiðhella í Hafnarfirði er opin frá 8.00 virka daga. Endurvinnslustöðvar SORPU eru opnar 12:30 – 19:30 alla virka daga* og 12:00 – 18:30 um helgar. Flokkið! Skilið? Þarftu að losa þig við ... vandamál? Jóla dagar LÁGMÚLA 8 SÍMI 530 2800 Þessar vinsælu leikjatölvur eru komnar í nýrri útgáfu, með betri stjórnun, stærri skjá og öflugri. Til í nokkrum litum. Gott úrval leikja. kr. 39.900,-XL: kr. 46.900,- Þessi leikjatölva hefur slegið rækilega í gegn og var kosin leikjatölva ársins 2015 af Forbes. kr. 69.900,- Opið þriðjudaginn 22. des. til kl. 19.00 og Þorláksmessu til kl. 21.00 Verð frá kr. 4.900,- Gott úrval leikja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.