Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 22.12.2015, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 til rökræðna sem stundum urðu ákafar og háværar en jafnan skemmtilegar. Það var sama hvar borið var niður varðandi fagleg atriði eða málefni líðandi stundar, maður kom aldrei að tómum kofunum. Gummi var skapmaður og gat hlaupið í hann en rauk fljótt úr og menn oftast ósárir eftir. Guðmundur átti auk fagsins fjölmörg áhugamál sem skemmtilegt var að spjalla við hann um. Hann var víðlesinn og fjölfróður en hæst bar áhuga á sagnfræði, ekki síst rómverskri og grískri. Hann hafði unun af að ferðast og grúska á söfnum sem tengdust fornminjum og sögu. Þá var Guðmundur matmaður með góðan smekk og þekkingu á vín- um. Gummi, sem af sínum nánustu var kallaður Mummi, var vin- margur og átti góða fjölskyldu; systkini, systkinabörn og tengda- fólk sem hann var stoltur af og talaði oft um. Harmur þeirra er mikill og við sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Á aðgerðasviði er skarð fyrir skildi og það skarð verður ekki fyllt. Guðmundar verður sárt saknað. Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Alma D. Möller, framkvæmdastjóri. Enn höfum við verið minnt á, að ekki getum við öll vænst þess að lifa langa ævi. Að þessu sinni hjó maðurinn með ljáinn í raðir okkar svæfingarlækna á Land- spítalanum við Hringbraut og tók með sér okkar kæra vin og sam- starfsmann, Guðmund Klemenz- son, aðeins 46 ára að aldri. Ég kynntist Gumma fyrst sem ungum lækni, áður en hann hélt til framhaldsnáms vestur um haf. Þá þegar var augljóst að hann var óvenju hæfileikaríkur, skarp- greindur, sennilega afburða- greindur. Að framhaldsnámi loknu við virt háskólasjúkrahús þar vestra lá leið hans heim og hann hóf störf hér á deildinni. Hann var mikill happafengur, faglega fullyrði ég að hann var fremstur meðal jafningja. Guðmundur var okkur öllum ákaflega kær. Hann var á stund- um hrjúfur á yfirborðinu, lá ekki á skoðunum sínum um málefni líðandi stundar, sérstaklega voru stjórnmál og sagnfræði honum hugleikin. Við áttum litla samleið í pólitík, Gummi var íhaldsmaður af lífi og sál en ég hef verið höll undir kratisma. Hann kallaði mig stundum „samfylkingarbrussu“ og ég svaraði í sömu mynt: „Íhaldskurfur.“ Allt var þetta græskulaust gaman og okkur þótti gaman að stríðninni. Hann gat verið nöldurgjarn og geðstirður, það risti aldrei djúpt – og fáa kollega veit ég sem sinntu skjólstæðingum sínum af meiri natni og umhyggju. Mig minnir að nóbelsskáldið hafi eitt sinn sagt að fáar skepnur jarð- arinnar væru jafn varnarlausar og kona í barnsnauð. Það er sennilega fátt líkt með konu í barnsnauð í fátæku koti á önd- verðri síðustu öld og þeim sem ala börn sín við bestu aðstæður í dag. Þær þurfa eftir sem áður hjálp – og enginn var betri en Gummi við þær aðstæður. Þá var sérstaklega eftirtektarvert hversu nærgætinn hann var við aldraða. Mig langar að lokum að deila með ykkur frásögn af mínum kæra vini. Sviðið er sjúkrastofa á gjörgæsludeild Landspítalans. Í rúminu liggur aldraður heiðurs- maður, nýkominn til meðvitund- ar eftir mikil veikindi. Að rúminu kemur læknirinn á vaktinni, þá rís sjúklingurinn upp við dogg og segir: „Nei, ert þetta þú, bangsa- drengur?“ Gummi hafði sem ungur drengur farið með hlutverk bangsa litla í uppsetningu Þjóð- leikhússins á Dýrunum í Hálsa- skógi. Þessi ágæti maður hafði starfað við Þjóðleikhúsið og þekkti þar aftur bangsadrenginn. Mér kom þessi litla saga í hug þegar haldin var dálítil minning- arstund um Gumma hér á gjör- gæsludeildinni. Ungur læknir hafði einhverju sinni sagt við Gumma: „Við vorum alltaf svolít- ið hrædd við þig og fannst þú strangur. Nú vitum við að þú ert alger bangsi inni við beinið!“ Gummi hafði hlegið og svarað: „Já, eiginlega, þú mátt bara ekki segja neinum frá því!“ Þannig var Gummi, öðlingur með hjarta úr gulli. Við eigum eftir að sakna hans mjög, faglega og ekki síður persónulega. Hann hafði fallegasta brosið á deildinni, þannig ætla ég að minnast hans þegar hann þrammaði eftir gang- inum með stóra bakpokann sinn á öxlinni og ég segi: „Hvað segir uppáhalds hægri öfgamaðurinn minn í dag?“ Hann svarar og hlær við: „Allt gott, kratakelling- in þín!“ Fjölskyldu Gumma votta ég mína dýpstu samúð. Hjördís Smith. Ástkær vinur okkar og sam- starfsmaður, Guðmundur Klem- enzson, er látinn. Þetta eru þung- bær og óvænt tíðindi. Þungbær í ljósi þess að hann var í blóma lífs- ins, en sérstaklega vegna þess að hann var elskaður og dáður af okkur öllum. Það er auðveldara að tjá sorgina en lýsa henni. Þessi góði drengur skapaði jafnan glaðvært andrúmsloft á deildinni okkar með leiftrandi gamansemi. Hann lá þó ekki á skoðunum sínum ef honum mis- líkaði eða taldi eitthvað mega betur fara. Vinur er sá er til vamms segir og flestir tóku því á þann veg. Hann var afar hjálpsamur og gott að leita til hans í starfi enda einstaklega vel að sér í sínu fagi, handlaginn og rólegur, þegar á bjátaði. Ekki er síður aðdáunar- verð sú alúð og natni, sem hann ávallt sýndi sjúklingum sínum. Kennsla var honum einnig hug- leikin og var hann góður kennari. Við erum mjög þakklát Guð- mundi fyrir þann tíma sem við fengum að njóta samvista við hann og eigum eftir að sakna hans um langa hríð. Þótt líf endi við dauða mun samband okkar við hann lifa áfram sem ógleym- anlegar, dýrmætar minningar í hjörtum okkar. Við lifum í von um að öðlast það sama í fyllingu tímans. Við vottum aðstandendum Guðmundar okkar dýpstu samúð í sorg þeirra. Fyrir hönd lækna svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítal- ans við Hringbraut, Guðmundur Björnsson. Að kveðja þig, kæri vinur og samstarfsmaður, er þyngra en orð fá lýst. Við Gummi kynnt- umst í seinni tíð, eftir að Guð- mundur lauk sérnámi sínu sem svæfinga- og gjörgæslulæknir frá University of Wisconsin, Ma- dison, og síðar framhaldsnámi í hjartasvæfingum frá Mayo Cli- nic. Við Gummi kynntumst síðan á Landspítalanum sitthvorumeg- in við græna tjaldið þar sem hvorug sérgrein okkar getur án hinnar verið. Í fyrstu heilluðust samferðamenn Gumma af skemmtilegum, svörtum og hnyttnum húmor sem hann hnýtti við pólitískar skoðanir eins og honum einum var lagið. Guð- mundur hafði greind sem fáum er úthlutað. Þessa náðargáfu nýtti hann sér vel í starfi þannig að Gummi hafði fágæta yfirsýn við erfiðar aðstæður. Það eru ekki margir sem fara í faglegu skóna hans Gumma, síðast fyrir nokkr- um vikum stóðum við saman með líf sjúklings í lúkum og reyndist það síðasta skiptið sem ég get þakkað Gumma fyrir frábært samstarf. Þar naut Gummi sín enn og aftur þar sem nákvæm yf- irsýn hans og snarræði urðu sjúklingi til bjargar. Gummi var ekki bara góður vinnufélagi held- ur áttum við góða stundir saman félagarnir fyrir utan Landspítala. Ber þar fremst að nefna Græn- landsferð og strákaklúbbinn Hole. Ég hélt að ég yrði að sjá á eftir Gumma til annarra starfa þar sem hann var orðinn þreyttur á úrræðaleysi yfirvalda hvað varðar starfsemi Landspítala. Hann horfði glaður til nýrra tækifæra, þar gæti hann sjálfur skammtað sér verðleika. Ég kveið þeirri stundu ef Gummi hyrfi á braut frá Landspítala og ræddum við þau mál nýlega. Duldist engum að Gummi hafði miklar áhyggjur af framtíð sam- eiginlegs starfsvettvangs okkar. Enginn átti von á að Gummi yrði kallaður frá okkur svo skyndi- lega, en ég hef samt skilning á að Gummi hafi verið kallaður í verk- efni sem við hin getum ekki leyst. Hjartasvæfingar og gjörgæsla á Íslandi eru fátækari í dag, staða okkar sem störfum á Landspítala hefur versnað enn frekar með ótímabæru fráfalli dugmikillar manneskju og frábærs fag- manns. Landspítali verður enn og aftur fyrir stóru áfalli en í þetta sinn verður áfallið ekki bætt eða lagað eftir á með auk- inni fjárveitingu. Ég þakka þér, Gummi, fyrir visku þína, vináttu og samstarf, við vorum lánsöm að fá þig lánaðan hingað á Landspít- ala. Votta aðstandendum Guð- mundar innilega samúð. Gunnar Mýrdal. Það var mér og starfsfélögum mínum á Landspítala mikið áfall að heyra af óvæntu fráfalli Guð- mundar Klemenzsonar um miðja síðustu viku. Gummi Klem, eins og við kölluðum hann, mun skilja eftir sig stórt skarð á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og víðar, enda með eindæmum farsæll og fær læknir. Hann var einnig góður vinur og mátti ekk- ert aumt sjá. Traustari sam- starfsmann er varla hægt að hugsa sér og alltaf aðdáunarvert að fylgjast með því hversu róleg- ur og yfirvegaður hann var þegar mikið gekk á í flóknum aðgerð- um. Við skurðlæknarnir á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala mátum mikils yfirvegun hans og færni undir álagi. Auk þess var Gummi sérlega þægilegur í allri samvinnu utan skurðstofunnar og vinsæll bæði meðal lækna og annars starfsfólks á skurðstofum og gjörgæsludeildum spítalans. Gummi var skarpgreindur og sérlega vel lesinn – alltaf með nýjustu vísindagreinar á hreinu, ekki bara á sínu sérsviði heldur einnig í öðrum greinum læknis- fræði. Hann var mikill námsmað- ur og var að mínu mati í hópi best menntuðu lækna á Íslandi. Eftir stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík og læknanám við læknadeild HÍ lagði hann stund á framhaldsnám í svæfingum og gjörgæslulækningum í Banda- ríkjunum. Hann stundaði síðan frekara framhaldsnám í hjarta- svæfingum við hina virtu Mayo Clinic í Bandaríkjunum, sem er einhver virtasti spítali í heimi. Ég hef átt þess kost að hitta fjöl- marga kollega Gumma frá náms- árum hans í Bandaríkjunum og alltaf nefndu þeir að fyrra bragði hversu frábær læknir hann hefði verið. Það kom mér þó ekki á óvart þar sem ég kynntist því af eigin raun í nánu samstarfi um rúmlega 10 ára skeið. Við unnum ekki bara saman inni á skurðstofu við hjarta- og lungnaaðgerðir heldur einnig við önnur störf sem tengdust sér- greinum okkar, t.d. málþingum á Læknadögum og skipulagningu fjölmargra árlegra vísindaþinga sem Félag svæfinga- og gjör- gæslulækna og Skurðlæknafélag Íslands stóðu að í sameiningu. Þar lagði Gummi mikið af mörkum og óeigingjarnt starf hans fyrir þessi félög er ómetan- legt. Það er ekki hægt að minnast Gumma án þess að geta þess hversu mikill húmoristi hann var. Hárbeittra athugasemda hans á morgunfundum verður sárt saknað. Við vorum ekki alltaf sammála í pólitík en hann bar alltaf virðingu fyrir skoðunum annarra og gaf sér tíma til að hlusta. Það er ljóst að Landspítali verður ekki samur eftir fráfall okkar góða félaga Ég votta fjöl- skyldu hans samúð mína á erf- iðum tímum. Minningin um góð- an félaga og afburða lækni mun lifa meðal samstarfsmanna. Tómas Guðbjartsson. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði – hverfi allt, sem kærst mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. (Matthías Jochumsson) Það er stórt skarð höggvið í fá- mennan hóp svæfinga- og gjör- gæslulækna á Íslandi. Við kveðj- um í dag Guðmund Kristin Klemenzson sem fallinn er frá, ótímabært, langt fyrir aldur fram. Gummi var framúr- skarandi læknir, afburða vel að sér í fræðunum og góður hand- verksmaður. Ekki síst þrautgóð- ur á raunastund. Við syrgjum góðan samstarfsmann og vin, lít- ríkan og kraftmikinn persónu- leika, mannvin sem var raungóð- ur sjúklingum sínum og samstarfsfólki. Guðmundur var stjórnarmað- ur í Svæfinga- og gjörgæslu- læknafélagi Íslands um árabil, stjórnarmaður í norrænum sam- tökum svæfinga- og gjörgæslu- lækna og í stýrihópi fyrir eitt af framhaldsmenntunarnámskeið- um norrænu samtakanna. Við vottum fjölskyldu Gumma okkar dýpstu samúð við fráfall hans og á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar um ókomin ár. Kári Hreinsson, formaður Svæfinga- og gjörgæslu- læknafélags Íslands. Haustið 1986 komum við sam- an í skólastofu í Þrúðvangi í MR 17 piltar og 3 stúlkur og skipuð- um bekkinn 6Y næstu tvö árin. Við tengdumst vinaböndum sem hafa haldið æ síðan. Í þessum hópi var Guðmundur Kristinn Klemenzson, sem við kveðjum nú hinstu kveðju. Hann er því miður annar sem fellur frá úr okkar hópi. Það kom fljótt í ljós að Gummi var mikill námsmaður. Hans áhugi var ekki síst á sagnfræði og hafði hann sérstakan áhuga á heimsstyrjöldunum og fylgdist vel með allri pólitík. Að lokinni útskrift úr MR valdi hann að nema læknisfræði við Háskóla Ís- lands og lauk því námi með láði. Hann hélt til framhaldsnáms í svæfinga- og gjörgæslulækning- um til Bandaríkjanna og starfaði þar meðal annars á hinni virtu Mayo Clinic í Rochester. Hann hafði framúrskarandi þekkingu á sínu sviði og Íslendingar hafa, sem betur fer, notið hæfni hans undanfarin ár á Landspítalanum. Frá útskrift úr MR höfum við hist reglulega og mætti Guð- mundur alltaf ef hann var á land- inu og var þá manna hressastur. Hann reyndi oft að ögra og fá fram skoðanaskipti, gat verið orðhvass en jafnframt hnyttinn. Alltaf kvaddi hann með traustu handabandi eða þéttu faðmlagi góðs vinar. Við kveðjum nú góðan bekkjarfélaga og vin með söknuði allt of snemma. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Blessuð sé minning Guðmund- ar K. Klemenzsonar. Fyrir hönd 6Y, Þórir Auðólfsson og Egill Tryggvason. Í dag kveðjum við góðan félaga og samstarfsmann sem féll frá langt fyrir aldur fram. Flest okk- ar þekktu Gumma best sem leið- beinanda í endurlífgunarkennslu á Landspítala, þar sem við nutum þeirrar ánægju og heiðurs að fá að kenna með honum. Hjá Gumma kom maður aldrei að tómum kofunum enda var hann límheili „par exellence“ og það var alltaf gaman að kenna með honum. Hann hafði mikinn húm- or, stundum svolítið gráan, og hafði einstaka hæfileika til að hrista upp í samræðum sem fyrir vikið urðu oft fjörugar. Gummi gerði miklar faglegar kröfur til sjálfs sín en ekki síður til samstarfsfólks og nemenda. Kröfurnar voru þó sanngjarnar enda mikið í húfi. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að eyða með Gumma, hans verður sárt sakn- að. Vottum fjölskyldu og vinum Gumma okkur dýpstu samúð. Fyrir hönd leiðbeinenda í sér- hæfðri endurlífgun á Landspít- ala, Valdís Anna, Fríða Björk, Ása María og Ásgeir Valur. Þeir sem þekktu Guðmund Klemenzson munu minnast hans. Við munum minnast hans og sakna sem frábærs handleiðara og vinar. Hann var okkur einstök fyrirmynd í sínu fagi fyrir sakir víðfeðmrar þekkingar sinnar, fágaðs handbragðs og ótrúlegrar nærgætni í garð þeirra sem á þurftu að halda. Hann hafði mik- inn metnað sem smitaðist til okk- ar deildarlækna sem unnum með honum. Hann hvatti okkur óspart til sjálfstæðrar hugsunar og dáða á sinn einstaka hátt. Gummi átt sínar hvassari hliðar en aldrei gekk maður frá honum án þess að vera á einhvern hátt betri eftir samskiptin. Fjölskyldu og vinum Gumma viljum við votta samúð okkar og jafnframt þakka honum fyrir góða samfylgd sem hefði svo gjarnan mátt verða lengri. Takk fyrir okkur, Gummi. Sólveig, Inga Lára, Karl, Martin Ingi, Hanna og Hjörtur Már. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SIGURÐARDÓTTIR, lést á Vífilsstaðaspítala sunnudaginn 20. desember. . Sigurður Örn Brynjólfsson, Liivia Leskin, Eiríkur Brynjólfsson, Steinunn Hafstað, Ívar Brynjólfsson, Sandra Magnúsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Jóel Jóelsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskaði eiginmaður, faðir, sonur og bróðir, ÁSGEIR ÞÓRÐARSON, lést á sjúkrahúsi í London 15. desember. Jarðsett verður í kyrrþey að ósk hins látna. . Erla Gígja Erlingsdóttir, Anika og Andrea Ásgeirsdætur, Guðríður M. Thorarensen, Þórður Ásgeirsson, Þórarinn, Grímur Örn og Egill Þórðarsynir. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, SIGURÐUR JÓNSSON, lést 12. desember 2015. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. . Halla Snorradóttir, Theodór Hallsson, Jón Sigurðsson, Jóhanna Hrefnudóttir, Guðrún H.J. Johannessen, Nicolai Johannessen, Eva Sif Jónsdóttir, Ólafur Ragnar Ólafsson, Kristín Jónsdóttir, Ari Kárason, Sonja Jónsdóttir, Sindri Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.