Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 28

Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Tengdamamma var yndisleg kona með stórt fallegt hjarta og breiðan faðm. Ég var ung þegar við Aðalsteinn fórum að skjóta okkur saman, fljótlega flutti ég á Skólabrautina. Komst fljótt að því að börnin voru gim- steinar, þótti nóg um stundum og hafði orð á að þetta væri kannski einum of mikið dekur, tilbúin með morgunmat, fylgjast með herbergjum þó hálffullorð- in væru. Svona var hún, hugsaði vel um sig og sína. Hún tók mig fljótt undir sinn verndarvæng og varð ég ein af hennar, strax. Við áttum margar skemmti- legar og góðar stundir sem ég á eftir að sakna, hún var með létta lund og gott skap, var ekki mikið að láta á sér bera, gerði oft lítið úr því sem hún tók sér fyrir hendur, því miður því henni var mikið til lista lagt, ef hún hefði kennt öðrum að gefa ást þá væri heimurinn fallegur og góður. Gleymi seint er hún fékk fyrsta gullmolann okkar og ömmubarn sitt, Helgu Sólveigu sína, í fangið, hélt á henni í fangi sér dolfallin, sá ekkert annað, yndislegt að sjá, áttum við eftir að sjá þetta oft þegar litlu gullmolunum fjölgaði. Börnin okkar Aðalsteins fengu að njóta að hafa alltaf ömmu Báru sína og afa Hansa, við vor- um stutt frá á nesinu okkar. Dýrmætur tími fyrir okkur öll. Við höfum átt mjög kærleiks- ríkt, gott samband, mikil nánd verið okkar á milli, ég hef lært margt af tengdamóður minni sem ég varðveiti í bankanum mínum. Allar yndislegu sam- verustundirnar eru dýrmætar, heimsóknirnar þínar í sumarbú- staðinn á Þingvöllum í sumar gleymast seint, þær voru okkur og þér dýrmætar. Við sjáum vel um það bú sem við tókum við og ræktum garðinn ykkar vel og fallega. Þú baðst okkur að lofa að næst myndi Hansi koma með þér til okk- ar í sveitina við lofuðum þér því, Bára Sólveig Einarsdóttir ✝ Bára SólveigEinarsdóttir fæddist 13. júlí 1933. Hún and- aðist 15. desem- ber 2015. Útför Báru fór fram 21. desem- ber 2015. því miður varð ekki af því. Fallegar minningar lifa ef maður ræktar þær vel sem við gerum. Alzheimers-sjúk- dómur sem bankaði á dyrnar þínar fyrir nokkrum árum var þér mjög erfiður og okkur öllum, þú gerðir þér stundum grein fyrir að eitt- hvað var að, sem betur fer gleymdist það fljótt sem að vissu leyti var gott en þú fannst vanmáttinn. Þegar við fengum þær fréttir að þú værir með ólæknandi sjúkdóm, sem krabbamein er, var það kannski ekki alveg það versta, þar sem við vissum hvaða framtíð biði þín sem Alzheimers-sjúklings, óendanlega sárt til þess að hugsa. Engan veginn áttum við von á að þessi barátta myndi taka aðeins þrjár vikur sem hún gerði. Erfiðast var að kveðja þig þegar við Aðalsteinn fórum til Kaupmannahafnar, ég vissi í hjarta mínu að það var hinsta kveðjan, mikið var sárt að vera langt í burtu á því augnabliki. Ég þakka þér, elsku besta tengdamamma, fyrir allt sem þú hefur gefið mér, Aðalsteini, börnunum okkar og litlu gull- molunum okkar. Við höldum áfram að passa elsku tengda- pabba eins vel og við getum. Guð geymi þig hjá englunum sem fylgja þér nú á nýjan stað. Ég veit að elsku besta mamma mín á eftir að fá sér kaffisopa með þér í sólinni á nýja staðn- um ykkar og þið horfið saman yfir og gætið okkar allra. Hvíldu í friði og Guð geymi þig. Minning þín verður alltaf sem ljós í hjarta mínu. Þín tengdadóttir, Helga. Amma Bára var einstök kona. Stærra hjarta er vandfundið, amma hafði pláss fyrir alla í hjarta sínu, hvort sem það voru menn eða dýr. Amma var einnig svakalega þolinmóð og man ég aðeins eftir einu skipti sem hún skammaði okkur systurnar en þá hættum við líka á stundinni að rífast því okkur brá svo hrikalega. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa, alltaf var passað upp á að við færum aftur heim troðin út af mat, brúnköku (súkkulaðiköku) og öðru góð- gæti og börnin oftar en ekki með poka með einhverju til að narta í í bílnum á leiðinni. Amma ljómaði alltaf öll þegar við komum með langömmubörn- in í heimsókn en hún elskaði að fá börn í heimsókn og fá að leika við þau, spjalla við þau og stjana út í eitt. Amma mín er fyrirmynd, hún var ljúf og góð, þolinmóð, sterk, ósérhlífin og kvartaði aldrei sama hvað gekk á. Einnig lauk hún stúdentsprófi frá Kvenna- skólanum á yngri árum þegar konur voru almennt ekki menntaðar. Hún gat svo sannarlega allt. Við skrif á þessari minningar- grein hellast yfir mann enda- lausar gleðilegar minningar um samverustundir með ömmu og afa, bæði heima hjá þeim og úr sumarbústaðnum þeirra, en vegna þeirra lifir amma áfram í hjarta mér. Hvíl í friði og ró, elsku amma, og takk fyrir öll árin okkar saman. Sof, ástríka auga, sof, yndisrödd þýð, hvíl, hlýjasta hjarta, hvíl, höndin svo blíð! Það hverfur ei héðan, sem helgast oss var: vor brjóst eiga bústað, - þú býrð alltaf þar. Hið mjúka milda vor sín blóm á þig breiði og blessi þín spor. (Jóhannes úr Kötlum) Þitt barnabarn, Guðrún Bára Sverrisdóttir. Elsku besta amman mín. Mikið sem er erfitt að setjast niður og skrifa þetta, ég bara trúi því ekki ennþá að þú sért farin frá okkur. Ég er svo ótrúlega heppin að hafa fengið að búa rétt hjá ykk- ur afa nánast alltaf og hef því verið mikið hjá ykkur. Ef mér fannst ekki nógu gott í matinn heima var voða gott að segjast ætla að skjótast aðeins út og at- huga hvort það væri ekki betra í matinn hjá ömmu og afa. Þú kenndir mér alveg ótrú- lega mikið og fyrst og fremst það að vera ég sjálf og meta það sem maður hefur. Þú elskaðir að ferðast og sjá nýja staði, hvort sem það var á Íslandi eða erlendis, og sýndi það sig best í því að þegar ætt- armótin okkar hafa verið haldin hefur ykkur afa ekki vantað og staðsetningin skipti engu máli í þeim efnum. Ég á helling af góðum minn- ingum um þig, elsku amma, sem munu geymast vel í hjarta mínu. Heimsóknirnar til ykkar afa á Kirkjubraut, í yndislega sumarhúsakotið ykkar á Þing- völlum, ferðalögin, þegar þú komst til okkar Gumma til Dan- merkur með frænkuklúbbnum og svo miklu meira sem kæmist í heila bók. Þú bjóst til bestu hjóna- bandssæluna og þegar sú brúna kom á borðið fengu allir vatn í munninn. Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig með mér á mínum stærstu stundum í lífinu. Þegar ég eignaðist stelp- urnar mínar, að þú skyldir halda dóttur minni undir skírn eins og þú hélst mér undir skírn og að þú skyldir taka þátt í brúðkaupsdeginum okkar Gumma er mér ómetanlegt. Ég, Gummi og stelpurnar höfum oft lagt leið okkar á Kirkjubrautina og er stórt skarð höggvið hjá okkur. Gummi elskaði jafnmikið og þú þegar þið spjölluðuð um Ísa- fjörð, sem þú varst alltaf svo stolt af, og þið tvö voruð mikið montin af plássinu ykkar fyrir vestan. Við eigum öll eftir að sakna þín endalaust, elsku amma mín, og það verður ekkert eins án þín. Á eftir að sakna þess að fá ekki ömmufaðmlag og láta kalla mig „ljúfan mín“. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér á nýjum stað þar sem þú ert loksins laus við sjúkdóminn sem gerði þér stundum lífið svo leitt. Sofðu rótt, elsku amma, og mundu að ég elska þig enda- laust. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Þín ömmustelpa, Helga Sólveig. Amma Bára var einstök kona sem hefur fylgt mér frá fæðingu í gegnum leikskóla og grunn- skóla. Ekki voru allir svo heppnir að eiga ömmu sem vann á báð- um stöðum. Einnig var ég svo heppinn að búa í sama bæjarfélagi og amma alla mína bernsku. Ófá voru þau skiptin sem ég rölti heim til ömmu og afa þegar ég vissi að eitthvað vont var í mat- inn heima hjá mér, amma gat alltaf bjargað mér um góðan kvöldmat og ekki skemmdi það fyrir að borinn var fram eftir- réttur að hætti ömmu, hin eina sanna brúnterta. Gott var líka að fara í frí- mínútunum og fá eitthvað gott hjá ömmu og smá knús í leið- inni. Minningar um elsku ömmu Báru fljúga í gegnum hugann en erfitt er að koma þeim í ritað mál, hins vegar vita það allir sem þekktu ömmu að hún setti aðra ávallt í forgang fram fyrir sig sjálfa. Amma Bára lifði góðu lífi með afa Hansa og voru þau saman sem eitt, er veikindi þeirra fóru að láta á sér bera fann maður hve sterk þau voru sem þessi góða heild. Í dag kveðjum við elsku ömmu Báru og yljum okkur með góðum minningum um frá- bæra konu. Á þessi texti vel við: Þegar hvítur snjór fellur yfir fagra jörð fljúga englarnir af stað, gegnum myrkrið máttu skynja að þeir standa um þig vörð og þeir vilja að þú finnir það. Og þá sérðu svo margar minningar, því myrkrið felur ekki það sem áður var. Og í hugann kemur kyrrð og ró, kannski fólk sem lifði hér og dó. Allt sem er, allt sem fer, gleymdar myndir gefa þér gleðitár sem bræða snjó. (Kristján Hreinsson) Þinn ömmustrákur, Ómar Örn Aðalsteinsson. Amma mín var yndisleg kona. Hún hugsaði ávallt um aðra áður en hún hugsaði um sjálfa sig. Ef eitthvað var um að vera vildi hún helst vera að hjálpa til í eldhúsinu eða þar sem þurfti. Enda átti amma alltaf eitt- hvað gott til að setja á borðið þegar gestir komu í heimsókn til þeirra hjóna. Ég var svo gríðarlega heppin að fá að alast upp í sama bæjar- félagi og amma og afi og skott- aðist ég oft til þeirra í há- degishléi í Valhúsaskóla og fékk hjá ömmu ristað brauð með epl- um og kakói, svo átti amma allt- af smá brúnatertu til að gefa mér í eftirrétt eða hjónabands- sælu. Hún hafði mikið gaman af að hlusta á sögurnar sem maður hafði að segja um daginn og veginn og var hún alltaf tilbúin að mæta ef maður bauð henni á eitthvað tengt skólanum, leikrit, tónleika eða annað því um líkt. Það leyndi sér ekki hvað amma var ánægð með það að ég skyldi hafa valið Kvennaskólann í Reykjavík sem menntaskóla og að ég hafi útskrifast þaðan. Einnig þótti mér það gaman enda sagði amma mér margar sögur úr Kvennaskólanum eins og hann var þegar hún stundaði nám þar sem ung stelpa. Amma elskaði líka sveitina sína á Þingvöllum og voru ófáar stundirnar sem við áttum saman úti að brasa eitthvað í sveitinni, í kartöflugarðinum, í berjamó eða bara við arininn á kvöldin eftir langan og skemmtilegan dag. Jólatónleikarnir á Skjóli sem ég fór með þér á nokkrum dög- um áður en þú kvaddir okkur gleymast seint, þar söngstu með þó að mikið væri dregið af þér, þessi stund var mér dýrmæt og kær. Elsku amma, ég var heppin að eiga ömmu eins og þig og verður þín sárt saknað en minn- ing þín mun lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Þín ömmustelpa, Rakel Ýr. Elsku besta langamma Bára. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allt sem þú kenndir okkur. Það var alltaf rosalega gaman að koma til ykkar langafa í heimsókn og við eigum fullt af dýrmætum minningum um þig sem við geymum alltaf í hjart- anu okkar. Eigum eftir að sakna þín allt- af og sakna þess mikið að fá ekki ömmuknús. Sofðu vært, elsku langamma, og hafðu það gott í ævintýra- heimi með öllum hinum góðu englunum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þínar langömmustelpur, Jóhanna Elísabet og Viktoría Ýr. Elsku amma Ebba mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Við höfum brallað ýmislegt skemmtilegt öll þessi ár sem við áttum saman. Þetta er eftirminnilegur og skemmtilegur tími. Allt frá mínum fyrstu árum hafið þið Axel afi verið mér afar kær, enda er ég fyrsta barna- barnið ykkar og fékk að vonum óskipta athygli. Við höfðum öll mjög gaman af ferðalögum og fórum ófáar ferðirnar saman. Margsinnis fór ég með ykkur afa í bíl m.a. á Djúpavog þar sem við heimsóttum Guðnýju langömmu í Hlíð og allt hitt Hrefna Ragnarsdóttir ✝ Hrefna Ragn-arsdóttir fædd- ist 18. júlí 1931. Hún lést 4. desem- ber 2015. Útför Hrefnu fór fram 21. desember 2015. skemmtilega fólkið sem eru skyld- menni þín. Á hverju sumri var farið austur á Kví- sker í Öræfum, en það var okkar paradís, þar dvaldi stórfjölskyldan oft saman í að minnsta kosti viku því ferðalagið var langt og vegirnir slæmir. Við barnabörnin ykkar afa nutum okkar í sveitasælunni að vaða, veiða og sigla á bátum á stöðuvatninu, sulla í heima- læknum, tína ber, reka kýrnar með Finnbjörgu, fara í fjöru- ferðir og flugtúra þar sem iðu- lega voru flugvélar með í ferða- laginu, alltaf einhver ný og skemmtileg ævintýri í hverri ferð. Já, svona gekk þetta fyrir sig og allir höfðu gaman af. Alltaf var gaman að heimsækja ykkur afa í Hraunbæinn þar sem við bökuðum saman kleinur, vínar- brauð og flatkökur sem þú varst meistari í, vá hvað þær voru góðar og alltaf boðið upp á kakó með. Margt af þínu fólki hefur starfað við flug en þú varst ávallt mjög jarðbundin og heimakær og vildir sinna heim- ilisstörfunum og fjölskyldunni vel ásamt öllum prjónaskapn- um, þér þótti svo gaman að prjóna að allir hlutir léku í höndum þínum og allir nutu góðs af og áttu ávallt nýja sokka, húfur og vettlinga. Þú varst mjög vandvirk og prjón- aðir flottustu sjónvarpssokkana sem voru til. En þitt líf og yndi var að ferðast um Ísland á sumrin og taka myndir af náttúrunni. Þið afi voruð ansi dugleg að ferðast, áttuð húsbíl, sumarbústaðinn á Leirulæk og svo hjólhýsið og það var ekkert sem stoppaði ykkur. Fjölskyldan ferðaðist mikið með ykkur og þið afi voruð einnig mjög dugleg að fara tvö saman um landið, það var alveg útilokað að vita hvar þið end- uðuð í hvert skipti. Þið voruð óútreiknanleg þeg- ar þið voruð komin af stað. Ein- hvern tíma heyrði ég í ykkur, þá voruð þið komin í verkefni á Látrabjargi að flokka og skima egg, það kunnuð þið vel að meta. Sumarið 2014 komuð þið afi nokkrar ferðir austur í sveit- ina okkar, sauðburður stóð sem hæst og eftirminnilegt er að þið tókuð á móti lambi í fyrsta sinn. Síðla sumars varð hlaðið okk- ar að húsbílastæði þar sem við nutum samvista við ykkur í nokkra daga og sameiginlega lögðum við lokahönd á fallegan hestastein sem prýðir hlaðið okkar. Þetta þykir okkur mjög vænt um, strákunum okkar fannst svo gaman að hafa ykkur í úti- legu heima hjá okkur og fara út á morgnana að vekja ykkur og færa ykkur nýlagað kaffi og góðgæti í rúmið. Einnig nutu þeir þess að vera í skemmti- legum félagsskap með ykkur. Hvíl í friði, elsku amma, Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þínir vinir, Sigrún Hrefna,Victor Björgvin, Victor Örn, Viðar Hrafn og Steinn Þorri. Elsku amma Ebba, þú varst yndisleg og alltaf þú sjálf. Þú hefur verið hjá okkur hver ein- ustu jól síðan við fæddumst, hvernig verða jólin án þín, afi að lesa á pakkana og þú að passa að allar slaufur væru teknar heilar af og pappírinn þannig að nota mætti hann aft- ur. Við minnumst allra úti- leganna á Kvískerjum og allra ferðalaganna um landið. Það var svo gaman að ferðast með ykkur afa, þið þekktuð hvern stein og hvern bæ og sögu Ís- lands lærðum við af ykkur. Stundum sögðuð þið okkur frá í gegnum talstöðina og stundum vorum við í ykkar bíl og fengum alltaf suðusúkkulaði sem þú átt- ir alltaf í töskunni. Þú varst svo létt á þér og þolinmóð, alltaf til í fótbolta eða að hlaupa á hlaupahjóli með okkur. Við bjuggum til kastala og ævintýraveröld með þér úr skyrdósum, það var allt skemmtilegt sem þú gerðir með okkur, flugvélar og skip úr Morgunblaðinu, allt varð að ævintýrum í höndunum á þér. Þú varst svo ánægð og hamingjusöm þegar þú hélst mér, Guðnýju Hrefnu nöfnu þinni, undir skírn svo að þegar María Guðrún var skírð varð mamma að segja þér nafnið á undan því að pabbi stríddi þér og sagði að hún ætti að heita Vísa Skuld Bergsdóttir, þú hafðir svo miklar áhyggjur af þessu ónefni að mamma gat ekki annað en sagt þér rétt nafn. Elsku amma, við elskum þig að eilífu, minning þín lifir í hjörtum okkar. Ó elsku mamma höndin þín hve hlý hún var og góð. Þá hélstu litla lófa í og laukst upp hjartans sjóð. Glæddir okkar gleði leik gældir lokka við. Við áttum marga yndis stund svo oft við þína hlið. Nú hefur kristur kallað á þig að koma heim til sín hans ljúfa náð og líknar mund læknar meinin þín. Á kveðju stund við krjúpum hljóð við krossinn helga hans og biðjum hann að bera þig til hins bjarta vonar lands. (Sigurunn Konráðsdóttir) Þínar ömmustelpur, Guðný Hrefna Bergsdóttir og María Guðrún Bergsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.