Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 32

Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 ✝ Wilma NoraThorarensen, fædd Mommsen, fæddist 31. janúar 1934 í Niebüll í Norður-Þýska- landi. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 2. desember 2015. Foreldrar henn- ar voru Martin Mommsen, f. 12.8. 1905, d. 10.5. 1974, og Cath- arine Mommsen, f. 15.8. 1908, d. 30.11. 1985. Systkini Wilmu eru: 1) Mariechen Jacobsen, f. 9.1. 1933, hún var gift Karl Heinz Jacobsen, f. 11.12. 1925, látinn. Sambýlismaður Horst Gelsen. 2) Elke Nørgaard, f. 6.10. 1935. 3) Helga Andersen, f. 14.7. 1937, d. 26.7. 2015, maki Carsten Andersen, f. 31.12. 1935, látinn. 4) Werner Momm- Sara Dögg, f. 9. maí 1994, c) Linda Marie, f. 17. júlí 2000, og d) Róbert Heiðar, f. 25. janúar 2003. Wilma var fædd í Niebüll í Norður-Þýskalandi og voru for- eldrar hennar með vöruflutn- ingafyrirtæki. Hún flutti 1953 til Akureyrar, þá aðeins 19 ára gömul og bjó fyrst í Bjarkastíg 4 hjá Ingu og Jóni Sólnes. Wilma og Þórður stofnuðu heimili við Höfðahlíð í Glerár- þorpi en þá hét gatan Lög- mannshlíð og bjuggu þau við þá götu alla tíð síðan, en Wilma flutti á dvalarheimilið Hlíð síðla árs 2012. Auk hefðbundinnar grunn- skólagöngu í Þýskalandi heim- sótti Wilma húsmæðraskóla í Danmörku. Hún vann hjá lækni í Danmörku, í síld á Siglufirði, saumaði skó heima í Höfðahlíð- inni og vann um tíma í verk- smiðjunni Heklu á Akureyri. Einnig prjónaði hún og seldi ógrynni af lopapeysum og var mikil hannyrðakona. Lengst af var Wilma húsmóðir. Útför Wilmu fór fram í kyrr- þey. sen, f. 18.9. 1940, d. 24.2. 2003, maki Käthe Mommsen, f. 30.8. 1939. 5) Karin Weihsenbilder, f. 18.12. 1943, maki Horst Weihsen- bilder, f. 28.7. 1939. Hinn 22. október 1955 giftist Wilma Þórði Thoraren- sen, f. 1.2. 1923, d. 11.4. 2015. Þórður var sonur hjónanna Hólmfríðar Helgu Tryggvadóttur, f. 1890, og Þor- láks Thorarensen, f. 1876. Börn Þórðar og Wilmu eru: 1) Axel, f. 17. febrúar 1956, 2) Þorlákur Eggert, f. 20. febrúar 1965, en hann lést aðeins fjögurra daga gamall 24. febrúar 1965, og 3) Helga Katrín, f. 20. febrúar 1965. Börn Helgu eru: a) Kai Þórður, f. 11. febrúar 1992, b) Elsku amma. Hugrökk og sjálfstæð, það varst þú alla tíð. Einungis 19 ára ákvaðst þú að pakka saman munum þínum, yfirgefa Niebüll og fylgja vin- konu þinni Lillý til þess að hefja nýtt líf á Akureyri, eða í hinni gullnu borg eins og afa fannst gaman að kalla hana. Ég man vel eftir því hvað honum fannst ein- staklega gaman að stríða þér með því að hæla Akureyri en gera grín að Þýskalandi í leiðinni. Hann vissi þó jafn vel og þú, að þetta hafði ekki mikil áhrif á þig þar sem þér var jafnt annt um báða staði. Enda varstu orðin al- gjör Íslendingur, reiprennandi í íslensku eftir einungis ár, bak- andi rúllutertur, kleinur og hvað- eina daginn út og inn og sást til þess að fólk um allan heim væri klætt heimaprjónuðu lopapeys- unum þínum. Handavinnan, eldamennskan og ekki síst þín einstaka fágun og tungumálasnilld voru eiginleikar sem afi hældi þér mikið fyrir. Við dáðumst ekki síst að þessum eiginleikum. Okkur fannst gaman að læra af þér og þú áttir alltaf hrós til handa okkur þó svo að verkin væru misvel unnin. Þú leyfðir okkur barnabörnunum alltaf að greiða þér fallega. Þú hrósaðir okkur alltaf fyrir vel unnin verk þó að við hefðum gert hárið á þér að fuglahreiðri. Allt sem þú gerðir var svo vel og vandlega unnið, hvort sem það var heimagerð sulta, straujaður borðdúkur eða höfuðnudd. Höfuðnuddið, hvað við munum vel eftir því. Ef höfuðverkur hafði verið að ónáða okkur var hann ekki bara farinn um leið heldur vorum við komin á annan stað, að dreyma í djúpum svefni. Þegar við vöknuðum aftur varstu alltaf tilbúin með gott spil, hvort sem það var bingó eða okkar heitt- elskaða lúdó, það skipti engu máli, það var alltaf gaman hjá okkur. Þú leyfðir okkur oftast að vinna til þess að láta okkur líða betur, en þú verður að vita að við leyfðum þér nú líka stundum að vinna. Aldrei munum við gleyma þessum stundum. Þú varst alltaf svo góð og elskuleg við okkur. Þú varst skemmtileg og umhyggjusöm. Þú og afi elskulegi opnuðuð heimili ykkar fyrir okkur hvenær sem við vildum. Þú veittir okkur að- stoð þegar við þurftum á henni að halda. Þó að þú sért ekki með okkur í eigin persónu þá munt þú alltaf lifa með okkur í anda og vera partur af okkur. Þær ómetanlegu minningar sem við höfum skapað með þér munum við geyma alla tíð í hjarta okkar. Nú ertu komin á betri stað sem er laus frá öllu illu. Hvíldu hjá Guði og afa á með- an þú bíður eftir okkur. Við vitum að þú vakir ætíð yfir okkur. Róbert Heiðar, Linda Marie, Sara Dögg og Kai Þórður. Wilma Nora Thorarensen Þá er stundin komin. Tengdafað- ir minn og vinur til margra ára hefur lagt upp í sína hinstu ferð og mun hitta eiginkonu sína, hana Unni, sem lést fyrir einu og hálfu ári. Björn hefur saknað hennar frá því hann var fluttist á Hrafnistu. Björn var öllum sem hann þekktu hið mesta prúð- menni og vinur allra. Glettnin og gálgahúmorinn ekki langt undan. Ég á aðeins fallegar minningar í þau rúm 40 ár sem við höfum verið samferða. Björn var ekki aðeins tengda- faðir minn heldur vinur og fé- lagi í bestu merkingu þeirra Björn J. Guðmundsson ✝ Björn J. Guð-mundsson fæddist 5. október 1923. Hann lést 9. desember 2015. Björn var jarð- sunginn 21. desem- ber 2015. orða. Það voru for- réttindi að kynnast þeim sæmdarhjón- um Birni og Unni. Bæði afskaplega myndarleg og fal- leg hjón. Björn var dökkur yfirlitum og unglegur fram í andlátið. Það var helst minnið sem minnti mann á að hann var enginn unglingur lengur, enda orðinn 92 ára. Minningar um æskustöðv- arnar voru honum þó ljóslifandi frá þeim tíma er fjölskylda hans bjó á Framnesveginum. Björn var vélvirki að mennt og rak í marga áratugi Vélaverk- stæði Björns og Halldórs (Ás- geirssonar) með aðsetur í Síðu- múlanum í Reykjavík. Fyrirtækið þótti mjög traust og þjónustan eftir því enda þeir félagar afskaplega samrýmdir. Útgerðarfyrirtæki voru þeirra helstu viðskiptavinir. Þegar fór að halla undan í útgerðinni á áttunda áratugnum vildu þeir félagar hætta rekstri áður en í óefni færi. Þeir vildu skilja við rekstur- inn þannig að þeir skulduðu hvergi krónu. Í raun var það lífsviðhorf þeirra félaga í gegn- um lífið. Björn og Unnur bjuggu í áratugi í Karfavoginum þar sem þau héldu fallegt heimili og garðurinn fékk þá umönnum sem til þurfti. Sumarbústaður var og byggður við Meðalfells- vatn þar sem Björn undi sér við smíðar og garðyrkju. Bú- staðurinn var byggður á sandi en er í dag umlukinn fallegum gróðri. Síðar var bústaðurinn seldur og tekið við að byggja gróðurhús í bakgarðinum í Karfavogi. Þar gátu þau hjónin hlúð að plöntum sem síðar var plantað út í garðinum. Björn hafði mik- inn áhuga á söng og ekki var það fjölskylduboð haldið að ekki væru sungin nokkur ætt- jarðarlög. Þá átti hann það til að koma barnabörnum sínum á óvart með ýmsum uppátækjum sem lifa í minningum fjölskyld- unnar. Við hjónin áttum af- skaplega skemmtilega ferð til Færeyja með þeim sæmdar- hjónum fyrir nokkrum árum. Björn hafði lengi langað þang- að en ekki haft tækifæri til þess. Að leiðarlokum þakka ég Birni fyrir þann góða tíma sem við höfum fylgst að. Hvíl í friði, kæri vinur. Sigurður Ágúst Sigurðsson. Eftirmiðdagssíðdegi og helg- um var einna best varið í Karfavogi hjá ömmu og afa. Þar gat maður reitt sig á fé- lagsskap, arineld og umræður um lífið og tilveruna. Stjórnmál voru þar iðulega ofarlega á baugi, enda afi vinstrisinnaður fram í fingurgóma. Faðir hans, Guðmundur Axel Björnsson, var verkalýðsleiðtogi og stofn- aði Verkalýðsfélag Keflavíkur. Afi sagði okkur oft sögur frá því í gamla daga sem voru margar spennandi og sú mest spennandi í barnshuganum var þegar pabbi hans, langafi okk- ar, var með svikum færður með valdi frá Keflavík til Reykja- víkur. Afi var duglegur maður og stofnaði sitt eigið fyrirtæki Björn&Halldór með æskuvini sínum Halldóri Ásgeirssyni. Þeir voru einnig giftir æsku- vinkonum þeim Unni og Elsu og reistu fyrirtækinu myndar- legt hús við Síðumúla 19 í Reykjavík. Elsa og Dóri og Unnur og Agnar voru vinirnir sem voru ætíð í daglegri um- ræðu. Fjölskyldan átti einnig margar gæðastundirnar í sumarbústaðnum sem afi byggði við Meðalfellsvatn í Kjós, einstaklega fallegur bú- staður teiknaður af áhugaarki- tektinum henni ömmu. Bjössi afi var prakkara afinn, árrisull með ýmis skemmtiatriði í poka- horninu, símaat, og alls kyns spaug. Í gríni kvartaði hann undan því að þurfa að taka að sér öll störf á heimilinu þar sem konan hans svæfi alltaf svo lengi um helgar að allar konur í götunni héldu að hann væri að breytast í húsmóðurina á heim- ilinu. Á milli setninga rétti hann okkur krukku með hákarlabit- um og þreif eldhúsið. Smekk- vísi hans og ömmu átti sér fá takmörk og var allt gert eftir stökustu hönnunarfyrirmælum hennar sem allt lék í höndunum á og var alltaf með smekkleg- ustu lausnirnar. Þau eignuðust sex börn og fjöldann allan af barnabörnum og barnabarna- börnum og þegar við horfum til baka finnst okkur húsið þeirra vera sannkallað ævintýrahús, börn úti um allt, vinnustofa myndlistarmanns í kjallaran- um, langafi sem gaf nammi, söngur, glaumur og gleði, en fyrst og fremst allir velkomnir. Við krakkarnir vorum úti um allt að vesenast endalaust, við vorum samt aldrei skömmuð eða hastað á okkur, þó að við keyrðum á, mátuðum öll fötin í fataskápnum hennar ömmu og brytum einhver glös og lampa. Við roðnum ekkert við að segja að amma og afi hafi verið ein fallegustu hjón þessa lands og erum þeim innilega þakklát fyrir að hafa kennt okkur lífs- gæði sem eru fólgin í gæsku, sjálfstæði og elsku til lífsins. Hvíl í friði, elsku afi og amma, minning ykkar lifir í hjörtum okkar. Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal.) Ykkar elskandi barnabörn, Björn, Hanna Margrét og Unnur Dóra Einarsbörn. Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer, sem fyrstu jól í jötu lá og jesúbarnið er. (S. Muri/Lilja S. Kristjánsdóttir) Á aðventunni hvarflar hugur minn til mætrar konu, Lilju Sól- veigar Kristjánsdóttur, en hún lést í vor sem leið, á 92. aldurs- Lilja Sólveig Kristjánsdóttir ✝ Lilja SólveigKristjánsdóttir fæddist 11. maí árið 1923. Hún lést 23. apríl 2015. Útför hennar fór fram 6. maí 2015. ári. Á heimili mínu er að skapast sú hefð þegar kveikt er á aðventukert- unum, að syngja með ungum börn- um mínum sálminn fallega, sem Lilja þýddi/endurorti svo lipurlega úr sænsku. Eitt erindi fyrir hvert kerti. Litla dóttir mín þekkir sálminn úr leikskólanum, og það er sannarlega ánægju- efni hve víða hann heyrist á þessum fallega árstíma. Ég kynntist Lilju árið 1993 þegar ég starfaði sumarlangt sem gæslukona á Listasafni Einars Jónssonar. Þar starfaði Lilja fyrir, og hafði gert um nokkurn tíma. Óhætt er að segja að hún hafi tekið vel á móti mér og leiðbeint af alúð í hvívetna. Grandvarleiki hennar og samviskusemi í störfum var augljós frá fyrstu kynnum. Þar við bættust hlýtt viðmót og sér- stök elskusemi í minn garð. Síð- sumars hélt ég til útlanda í nám, en við Lilja hittumst æv- inlega um jólaleytið, og sá hátt- ur hélst eftir að námi mínu lauk og heim var komið. Ávallt fagn- aði hún mér innilega, ekki síst þegar ég kynnti hana fyrir mannsefni mínu og síðar börn- unum. Ég er svo lánsöm að eiga góðar, heimaunnar gjafir frá Lilju, og fagurt handbragðið ber mikilli hagleikskonu skýrt vitni. Það var hins vegar ekki fyrr en nokkru eftir að við kynntumst sem ég áttaði mig á skáldgáfu Lilju, en hæfileikar hennar á því sviði eru augljósir þegar lesin eru „Liljuljóð“, safn frumortra og þýddra ljóða og sálma sem út kom á vegum Skálholtsútgáf- unnar í tilefni af áttræðisafmæli hennar. Það er gæfa að hafa kynnst svo vandaðri manneskju sem Lilja var. Þann mótbyr sem hún varð fyrir í lífi sínu, þar á meðal heilsuleysi frá unga aldri, stóð hún af sér með aðdáunarverðri festu og ró. Þar veit ég að Lilja naut þess mikla trúarstyrks, sem kveðskapur hennar ber skýrt með sér. Ég er af heilum hug þakklát Lilju fyrir alla hennar góðvild og vinsemd, og gleðst um leið við þá tilhugsun að eiga um ókomna framtíð eftir að minnast hennar á aðventunni þegar kveikt er á kertunum fjórum. Blessuð sé minning Lilju Sól- veigar Kristjánsdóttur. Kristín Helga Þórarinsdóttir. Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR, sem lést 1. desember síðastliðinn. . Sigurjón Helgason, synir, ömmubörn og tengdadætur. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar hjartkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRÍÐU SVEINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir einstaka umhyggju og umönnun. Með ósk um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári. . Bragi Þorsteinsson, Helga Bragadóttir, Jóhann Sigurjónsson, Halldóra Bragadóttir, Árni B. Björnsson, Sveinn Bragason, Unnur Styrkársdóttir, barnabörn og langömmudrengur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, TORFA GUÐBRANDSSONAR, fyrrverandi skólastjóra. Innilegar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Ísafoldar fyrir einstaka alúð og umönnun. Jafnframt sendi ég fjölskyldu og vinum hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Fyrir hönd aðstandenda, . Aðalbjörg Albertsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HERDÍSAR INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR, Gullsmára 11, Kópavogi. Starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi færum við sérstakar þakkir fyrir alúðlega umönnun. Hugheilar jólakveðjur til ykkar allra. . Birgir Ísleifsson, Einar Birgisson, Lára Hafsteindsóttir, Linda Birgisdóttir, Óskar Júlíusson, Birgir Birgisson, Berglind Jack, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.