Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 36

Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Lýstu vandamáli þínu á tæmandi hátt en með einföldum orðum. Himintunglin sýna að þú ert skynsamari en þú heldur. 20. apríl - 20. maí  Naut Sköpunargleðin drynur hreinlega í hverri frumu þinni. Jafnvel þó að þeir meini vel mun eitthvað verða þess valdandi að lof- orðin ganga ekki eftir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekkert sem segir að þú þurf- ir alltaf að deila þínu með öðrum. Láttu ekki utanaðkomandi aðila trufla þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Að vera innan um fólk sem trúir á þig og hvetur hefur áhrif á viðhorf þitt og þar með hæfileika og framleiðni. Áhyggjur þínar eru ástæðulausar því þú hefur alla burði til þess að leysa málin. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú elskar spennu. Jákvæðni þín og bjartsýni geta áorkað miklu. Að biðja um hjálp styrkir böndin sem halda þér inni í tengslaneti annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ekki rétt að fötin skapi mann- inn. Undirbúðu stórviðburði í einrúmi, annars áttu á hættu að leiðindi skapist vegna umtals um fyrirætlan þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér er það svo mikið í mun að sannfæra aðra um þínar eigin skoðanir að hið and- stæða gæti gerst. Yfirburðatilfinningar koma þér ekki hvert sem er, heldur ekki afneitun hugsjónanna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samskiptafærni vatnsberans hefur verið með mesta móti að undanförnu. Vertu líka viðbúinn því að aðrir komi þér á óvart. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að sjá alla myndina áður en þú gerir upp hug þinn. Sæktu því í ein- veruna og skoðaðu vandlega hug þinn. Skipu- leggðu vinnutímann betur og leitaðu að- stoðar með það sem þarf. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gættu að ósjálfráðum viðbrögðum þínum næstu vikurnar. Taktu það sem mælir með og spáðu í það hvort nýr mælikvarði myndi ekki gera aðeins minna úr því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hugsanlegt er að eitthvað sem fjölskyldumeðlimir gera valdi hrútnum áhyggjum eða pirri hann. Farðu þér hægt og sérstaklega í fjármálum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eitthvað er ekki alveg skýrt á vinnu- stað. Barnalegt viðhorf þitt mun leysa vand- ann skjótar en úthugsuð aðferð. Áföstudag þurfti að stytta Vísna-horn í umbroti eins og oft vill verða og vildi ekki betur til en svo, að síðasta hendingin í stöku Friðriks Steingrímssonar féll niður. Hún var ort í tilefni af vangaveltum um kven- gleggni og manngleggni: Lengi skyggnast margur má í maka leit og ástarfléttu, ókvenglöggur er þá sá sem aldrei finnur sína réttu. Ekki leið á löngu áður en ég fékk SMS norðan úr Mývatnssveit: Halldór Blöndal hafði ei pláss í hefti sínu, fyrir vikið fjórðu línu fórnaði úr ljóði mínu. Hér yrkir Friðrik braghendu og vildi sýnilega ekki hætta á það, að „fjórða línan“ félli niður! Mistök voru gerð við miðasölu á tónleika Justins Biebers, – Gunnar Kr Sigurjónsson yrkir á Boðnarmiði: Í útvarpi óttalegt píp er, um einhvern sem verulegt kríp er. Það er fjölmiðlafár og nú falla mörg tár: Það er uppselt á ungstirnið Bieber! Kvöldfundur var í þinginu, – og Hjálmar Freysteinsson orti: Geispa og hausana hrista, hugsa: Ég nenni ekki að gista! Mörg eru þá … málin á pallborði populista. Margur verður myrkfælinn í skammdeginu, – Sigurlín Her- mannsdóttir yrkir: Hann Eyjólfur eldri á Haugum var afspyrnu slappur á taugum. Und sængina skreið, þess skjálfandi beið að yrði hann drepinn af draugum. Hreinn Þorkelsson er hestamaður góður: Kemur að stóðinu styggðin, stendur á öndinni byggðin er heyrist því fleygt að frelsið sé leigt og betri sé dýr ætt en dyggðin Og enn yrkir hann: Áður en heillumst af töfrandi tónum af trúmennsku skæðin við bónum, því hrósandi sigri Sigurjón digri hefur amast við skítugum skónum Og í lokin vísa eftir Guðmund Þorláksson magister, Glosa: Ástin mága oft er köld; á hver dagur um síðir kvöld; lík skulu vera gjöfum gjöld, glópurinn margur kemst í völd. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fjórða hendingin, kvengleggni og dyggðin Í klípu „ÞAÐ VAR GÖMUL KONA SEM KEYRÐI HANN BARA TIL KIRKJU Á SUNNUDÖGUM – OG REYK- SPÓLAÐI Í HRINGI Á BÍLASTÆÐINU ÞAR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VIL EKKI VERA Í KVIÐDÓMI! GET ÉG EKKI VERIÐ VITNI?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fullvissa þau um að jólasveinninn muni eftir þeim. MÉR VAR SAGT AÐ ÞAÐ YRÐU FLUGUR OG KAKÓ! VIÐ ERUM BORNIR OFURLIÐI!! ÞAÐ ER HÉR SEM MENNIRNIR SKILJAST FRÁ DRENGJUNUM!! HVER VILL KOMA Í ELTINGARLEIK? Heiðar heiðarlegi Einn eigand i! NOTAÐIR BÍLAR Víkverji elskar jólin og hefur hald-ið fast í allar hefðir þeim tengd- ar. Jólakort eru send vinum og ætt- ingjum hér heima og erlendis, laufabrauð bakað og steikt, skellt í nokkrar smákökusortir, heimilið þrifið hátt og lágt og jólatréð skreytt á Þorláksmessukvöldi. Það skal tek- ið fram strax að Víkverji gerir þetta alls ekki einn og óstuddur, heldur nýtur þess að eiga góðan betri helm- ing. x x x Síðan eru það matarhefðirnar. Þaðer saltfiskur á Þorláksmessu, purusteik á aðfangadegi jóla og hangikjöt á jóladegi. Skatan á ekki upp á pallborðið á heimili Víkverja og ólíklegt að þeirri hefð verði nokk- urn tímann breytt, að hafa saltfisk með rúgbrauði og smjöri. En svo bar við um þessar mundir að allir voru orðnir leiðir á purusteikinni. Því ekki að breyta til? spurði annar ung- lingurinn á heimilinu og það merki- lega gerðist að foreldrarnir tóku undir. x x x Víkverji er enn að jafna sig á því aðhafa samþykkt að breyta til með jólamatinn. Veit í raun ekki enn hvað gerðist í heilabúinu. En þetta sam- þykki varð ekki aftur tekið. Eftir nokkrar umræður og lýðræðislega kosningu var niðurstaðan að hafa kalkún á aðfangadegi jóla. Kannski ekki frumlegasta valið en hæfilega stutt skref stigið frá purusteikinni. Kjötið býsna hvítt í báðum tilvikum og óreykt. Ekki var til umræðu að skipta út hangikjötinu á jóladegi, því eitthvað verður jú að borða með öllu laufabrauðinu sem var bakað. x x x Líklega er Víkverji að veikjast áfleiri stöðum heilabúsins. Með góðum stuðningi betri helmingsins, viðraði hann þá hugmynd að skreyta jólatréð um helgina, m.a. með þeim rökum að tréð var keypt fyrir viku og hefur staðið óskreytt síðan í stof- unni, kettinum til mikillar gleði sem með þorsta sínum er á góðri leið með að drepa tréð áður en jólin ganga í garð. Unglingarnir börðu í borðið og sögðu: Við skreytum tréð á Þorlák! víkverji@mbl.is Víkverji Gleymið ekki gestrisninni því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita. Hebreabréfið 13:2. • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. REGLULEGT VIÐHALD HÆKKAR ENDURSÖLUVERÐ forðastu verðrýrnun bílsins og pantaðu tíma í forgreiningu Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.