Morgunblaðið - 22.12.2015, Síða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2015
Tilnefningar til Barna- og unglinga-
bókaverðlauna Vestnorræna ráðsins
2016 voru kynntar á blaðamanna-
fundi í gær og tilnefndi íslensk dóm-
nefnd verðlaunanna bókina Mamma
klikk eftir Gunnar Helgason. Í rök-
stuðningi dómnefndar segir:
„Mamma klikk er skrifuð af ein-
lægni og stílfimi og tekur á alvar-
legum málum. Ungir lesendur eru
teknir alvarlega og sagan býður
þeim upp á lestrarreynslu sem
krefst þess að þeir nýti eigin túlk-
unarhæfileika.“
Grænlenska dómnefnd verðlaun-
anna hefur tilnefnt bókina Avuu eft-
ir Frederik „Kunngi“ Kristensen.
Dómnefnd Færeyja hefur tilnefnt
bókina Hon, sum róði eftir ælabog-
anum eftir Rakel Helmsdal.
Verðlaunin hafa verið veitt annað
hvert ár frá árinu 2002. Vestnor-
ræna dómnefndin velur eina af til-
nefndu bókunum sem hlýtur verð-
launin í ágúst 2016. Verðlaunahafi
hlýtur að launum 60.000 danskar
krónur eða um 1,2 milljónir ís-
lenskra króna. Íslensku dómnefnd-
ina skipuðu í ár Hildur Ýr Ísberg
bókmenntafræðingur sem var for-
maður, Jón Yngvi Jóhannsson bók-
menntafræðingur og Halla Þórlaug
Óskarsdóttir listfræðingur.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Tilnefning Gunnar Helgason var tilnefndur fyrir Mamma klikk. Hann tók
við verðlaunum úr hendi íslensku dómnefndarinnar, frá vinstri: Jón Yngvi
Jóhannsson bókmenntafræðingur, Gunnar og Hildur Ýr Ísberg.
Mamma klikk tilnefnd
Tilnefningar til
verðlauna Vest-
norræna ráðsins
Jólatónleikar KammersveitarReykjavíkur fóru fram í Ás-kirkju á sunnudag undirþemanu Bach og forverar
hans skv. forkynningu, þó ekki sæist
það í sjálfri tónleikadagskránni. Að-
sóknin var mjög góð eða nánast hús-
fyllir; að vísu fyrir frekar litla kirkju
er tekur kannski helming sætafjölda
Bústaðakirkju, fyrrum samastaðar
Kammermúsíkklúbbsins.
Miðað við dagskrárefni algeng-
ustu aðventutónleika nú á dögum
má segja að viðfangsefni kvöldsins
hafi verið nýstárleg með ,öfugum
tímaformerkjum‘, þar sem farið var
á vit klassísk-evrópskrar tónlistar-
sögu 17. og 18. aldar á kostnað ný-
legra jólasmella og beinlínis gert út
á tónsögunæmi hlustenda. Því þó að
góð tónlist standi alltaf fyrir sínu, þá
er það engu að síður staðreynd að
innlifunargeta viðtakandans gagn-
vart horfnu umhverfi liðinna tíma
eykur ánægju hans, einkum eftir því
sem tónverkin eru eldri. Hvað þá
dýpri skilning á verkum stórmeist-
aranna þegar við bætast kynni af af-
urðum undangenginna minni spá-
manna!
Þetta kom berlega í ljós eftir und-
angengin verk þýzk-austurrísku 17.
aldar tónskáldanna Bibers, Muffats
og Schmelzers þegar bar að Bach
síðast fyrir hlé (BWV 1044) eftir
Muffat, og svo í seinni hálfleik eftir
Schmelzer. Ekki svo að skilja að fyr-
irrennarar hans (sem hann reyndar
vissi vel af, og nægir að minna á Bi-
ber í sambandi við fiðlueinleiksverk
Bachs) hafi verið neinir aukvisar, þó
að tónform þeirra væru eðlilega
smærri í sniðum.
Öðru nær. Sjöþætt æskuverk Bi-
bers var örstutt (8’) en tært, og
Passacaglía Georgs Muffat undir
frjálsmeðförnum 4 takta þrábassa
furðulitrík – einnig í hrynjandi.
Jafnvel enn líflegra var Balletto
Schmelzers fyrst eftir hlé, sömuleið-
is stutt í spuna, með m.a. kostuleg-
um tónhrifum af æfingu í skylminga-
skóla(!) er KSR gerði skemmtileg
skil í sannfærandi túlkunarblöndu
uppruna- og nútímaflutnings.
Að þessum vökru verkum með-
teknum skynjaði maður ofurlítið
betur hvað snillingurinn frá Eise-
nach hafði við að bæta 1-2 kynslóð-
um síðar. Fór hvort tveggja saman
stærra form samfara stækkuðu tón-
tegundasviði (er sumpart má þakka
svok. ,tempraðri‘ stillingu) og stór-
aukin stefjaúrvinnsla. Allt í einu
blöstu við listaverk sambærileg við
Mozart, Beethoven og Brahms.
Hinn frekar lítt þekkti Þríkonsert í
a-moll sló mann sem óvenjuinn-
hverft en fágað síðverk með vott af
bæði „galant“ og „empfindsamer“
stíl, og alkunnur 5. Brandenborg-
arkonsertinn kippti manni bók-
staflega í dillandi himinhæðir.
KSR lék svo til hvarvetna af
leiftrandi fjölbreytni og gætti sín –
einkum í tveim lokaþáttum Brand-
enborgarans – vel á jafnvægisvand-
anum við sembalinn, er Jeremy Jo-
seph höndlaði eins og bezt var á
kosið; m.a. með skemmtilega
blómstrandi ,herplum‘ (arpeggíóum)
er stóðu varla allar í nótunum en
hljómuðu engu að síður þaulmús-
íkalskar.
Morgunblaðið/Golli
Leiftrandi „[Kammersveit Reykjavíkur] lék svo til hvarvetna af leiftrandi fjölbreytni og gætti sín […] vel á jafnvæg-
isvandanum við sembalinn, er Jeremy Joseph höndlaði eins og bezt var á kosið,“ segir í rýni um tónleikana.
Lyklarnir að Bach
Áskirkja
Kammertónleikarbbbbm
H.I.F. von Biber: Sónata nr. 8 „a cinque“.
G. Muffat: Passacaglia. J.H. Schmelzer:
Balletto. J.S. Bach: Konsert í a fyrir
flautu, fiðlu & sembal BWV 1044;
Brandenborgarakonsert nr. 5 í D BWV
1050. Áshildur Haraldsdóttir flauta,
Una Sveinbjarnardóttir fiðla, Jeremy
Joseph semball og Kammersveit
Reykjavíkur. Sunnudaginn 20. desem-
ber 2015.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Listahátíðin Ferskir vindar hófst 15. desember í Garði
og stendur til 17. janúar á næsta ári. Hátíðin er nú haldin
í fjórða sinn og hefur vakið athygli út fyrir landsteinana.
Að þessu sinni taka 50 listamenn af 20 þjóðernum þátt
og dvelja og starfa í Garði á meðan á henni stendur.
Kynningarkvöld þar sem hver og einn listamaður kynnir
sig og sín verk verða haldin frá 20. desember til 3. jan-
úar og má finna dagskrá á heimasíðu Ferskra vinda.
fresh-winds.com. Sýningar á verkum listamannanna
verða opnaðar laugardaginn 9. janúar kl. 14 af Illuga
Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, og í
kjölfarið fara fram viðburðahelgar, 9.-10. janúar og 16.-17. janúar. Gestum
verður boðið að ræða við listamennina og afrakstur vinnu þeirra verður
sýndur í formi myndlistarsýninga, tónleika, gjörninga og annarra uppá-
koma. Sýningastjóri og frumkvöðull Ferskra vinda er Mireya Samper
myndlistarmaður og þema hátíðarinnar að þessu sinni er „Sjávarföll“.
Ferskir vindar í fjórða sinn í Garði
Mireya Samper
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Njála (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Fim 21/1 kl. 20:00 11.k
Lau 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Sun 24/1 kl. 20:00
Sun 3/1 kl. 20:00 3.k Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Fim 28/1 kl. 20:00 12.k
Mið 6/1 kl. 20:00 4.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Sun 31/1 kl. 20:00
Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k
Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið)
Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k
Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k
Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas.
Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k
Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k
Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k
Margverðlaunað meistarastykki
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00
Sun 27/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 16/1 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - sýningum lýkur í janúar
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 27/12 kl. 13:00 Sun 3/1 kl. 13:00 Sun 10/1 kl. 13:00
Sýningum lýkur í janúar
Sókrates (Litla sviðið)
Sun 27/12 kl. 20:00 Sun 10/1 kl. 20:00 Sun 17/1 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Þri 29/12 kl. 20:00 Lau 9/1 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 20:00
Mið 30/12 kl. 21:00 Fös 15/1 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn
Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn
Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn
Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn
Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 19:30
Frumsýning
Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn
Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
Um það bil (Kassinn)
Þri 29/12 kl. 19:30 Frums. Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 2.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn
Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn
Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn
Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Lau 6/2 kl. 13:00 4.sýn
Sun 31/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 6/2 kl. 16:00 5.sýn
Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 10/1 kl. 14:00 21.sýn Sun 17/1 kl. 14:00 23.sýn
Sun 10/1 kl. 16:00 22.sýn Sun 17/1 kl. 16:00 24.sýn
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu