Morgunblaðið - 22.12.2015, Side 44
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Hvílík mistök!
2. Lést í slysi í Ártúnsbrekku
3. Ártúnsbrekku lokað vegna slyss
4. Hjólreiðamaðurinn lét lífið
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Jólatónleikar kammerkórsins
Hymnodiu fara fram í Akureyrar-
kirkju í kvöld kl. 21. Á þeim er sköpuð
kyrrlát stemning, slökkt er á raflýs-
ingu kirkjunnar, ekkert er talað og
engar þagnir milli laga, eins og segir í
tilkynningu. Tenórinn Jón Þorsteins-
son mun syngja með kórnum. Hann á
að baki glæstan söngferil, hefur m.a.
sungið yfir 50 hlutverk við Ríkis-
óperuna í Amsterdam. Á tónleikunum
verða tvö ný lög frumflutt, „Börn
Jarðar“ eftir Michael Jón Clarke og
Hannes Sigurðsson og „Jólaljóð“ eft-
ir Gísla Jóhann Grétarsson og Stein-
unni P. Hafstað.
Ljósmynd/Daníel Starrason
Ekkert tal og engar
þagnir milli laga
Barbican-listamiðstöðin í Lund-
únum mun 14. júlí á næsta ári opna
fyrstu yfirlitssýninguna á verkum
Ragnars Kjartanssonar og mun hún
standa til 4. september. Rúmum
mánuði síðar, 14. október, mun Hirsh-
horn listasafnið í Washington opna
sömu sýningu og stendur hún til 8.
janúar 2017. Sýningin verður um-
fangsmikil þar sem sýnd verða verk
eftir Ragnar allt frá upphafi lista-
mannsferils hans, árið 2000, m.a.
myndbandsverk, ljósmyndir, málverk
og teikningar. Viðamesta sýning sem
sett hefur verið upp á verkum Ragn-
ars var opnuð í samtímasafninu Pala-
is de Tokyo í París 21.
október sl. og eru
verk hans sýnd þar í
sjö sýningarrýmum,
m.a. ný verk sem
unnin hafa ver-
ið sérstaklega
fyrir sýn-
inguna frá því
í fyrravor.
Fyrsta yfirlitssýning
á verkum Ragnars
Á miðvikudag (Þorláksmessa) Norðan 8-15 m/s en vestlægari
syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig en frostlaust
við suðurströndina.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðlæg átt með snjókomu eða élj-
um fyrir norðan. Él eða snjókoma norðaustanlands, annars bjart
með köflum. Hiti um frostmark en frost 2 til 7 stig inn til landsins.
VEÐUR
„Þetta er rólegur strákur,
sem gerir ekki annað en að
brosa, hvort sem það er ver-
ið að skamma hann eða
hrósa honum. Hann brosir
bara út í eitt, enda sagði
hann okkur að hann væri
kallaður „Smiley“ í landslið-
inu sínu,“ sagði Jóhann
Reynir Gunnlaugsson um
samherja sinn hjá Vík-
ingi, Karolis Stropus,
mann umferðarinnar í
Olís-deildinni. »2
Dagfarsprúður og
brosmildur
Janus Daði Smárason var besti leik-
maður úrvalsdeildar karla, Olís-
deildarinnar, í fyrstu 18 umferðum
hennar að mati Morg-
unblaðsins. Nú þegar
tveir þriðju hlutar deild-
arkeppninnar eru að baki
gerir Morgunblaðið
deildarkeppnina
upp, velur úr-
valslið, fer yfir
hvaða lið hafa
bestu og hver
slökustu mark-
vörsluna auk þess
að birta lista yfir
markahæstu
menn. »1
Janus Daði sá besti
fram til þessa
„Miðað við það sem ég hef kynnst
honum er hann mjög hógvær náungi.
Það er það sem ég fíla best við hann.
Það eru engir stjörnustælar í honum,
þó svo að hann sé örugglega mik-
ilvægasti leikmaðurinn í okkar liði, ef
ekki sá besti,“ segir Finnur Atli
Magnússon, leikmaður Hauka, um
Kára Jónsson, leikmann 11. umferðar
í Dominosdeild karla. »4
Kári er hógvær en mikil-
vægur leikmaður
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Ég fór fyrst á sjóinn þegar ég var
15 ára, á Haraldi Böðvarssyni. Það
var vont í sjóinn en mikið fiskirí og
ég var sjóveikur nánast allan tímann.
Þegar ég kom í land sagði ég pabba
að ég myndi aldrei fara aftur. Það
hefur ekki alveg staðist og ég hef
verið á sjó síðan,“ segir Albert
Sveinsson, skipstjóri á nýju uppsjáv-
arskipi HB Granda, Víkingi AK 100,
sem tekið var á móti í gær við hátíð-
lega athöfn á hafnarbakkanum á
Akranesi.
Albert er fjórði ættliðurinn í föð-
urætt sem siglir um höfin frá Akra-
nesi og sá þriðji í móðurætt. Sjó-
mennskan er Alberti í blóð borin.
Faðir hans, Sveinn Sturlaugsson, var
útgerðarstjóri, amman og afinn voru
Sturlaugur H. Böðvarsson útgerðar-
maður og Rannveig Böðvarsson,
fyrrum stjórnarformaður hjá Har-
aldi Böðvarssyni. Þess má geta að
þegar fyrri Víkingi var gefið nafn, 7.
maí 1960, var það amma Alberts,
Rannveig Böðvarsson, sem braut
kampavínsflöskuna á skipinu.
Víkingur er þekkt skipsheiti á
Akranesi og verður Albert 19. skip-
stjóri skips sem ber þetta nafn.
„Mér líst mjög vel á þetta skip, það
liggur vel og lætur vel að stjórn. Það
sem er búið að prufa hefur reynst
vel,“ segir Albert en hann sigldi skip-
inu frá Tyrklandi þar sem það var
smíðað.
Sigldi til Ástralíu
Víkingur Ak 100 er annað skip HB
Granda, af fimm, sem smíðað er í
skipasmíðastöðinni Celiktrans við
Istanbúl í Tyrklandi og er systurskip
Venusar sem kom til landsins í vor.
Víkingur og Venus eru uppsjávar-
skip sem munu sjá um að veiða þann
kvóta sem Ingunn AK, Faxi RE og
Lundey NS sáu áður um að veiða.
Víkingur tekur um 2.800 tonn.
Albert hefur ekki aðeins veitt við
Íslandsmið heldur einnig við strend-
ur Ástralíu. „Ég sigldi gamla Elliða
þangað á 62 dögum, var svo við veið-
ar í rúma þrjá mánuði í kjölfarið á
stuttbuxunum. Það var mikil reynsla
að veiða þar. Öðruvísi, en skemmti-
legt.“
Albert segir að jólin í ár verði
gleðileg og hann geti vart beðið þess
að byrja að veiða eftir áramót. „Ég
er virkilega stoltur að fá þann heiður
að stýra þessu glæsilega skipi. Það
eru ekki allir sem fá svona jólagjöf.
Það skiptir máli að fá svona skip á
Akranes og þetta nafn. Þetta tengist
bænum og mér, því sjálfur var ég í
þrjú ár á gamla Víkingi, sem var gott
skip,“ segir hann.
Varð sjóveikur í fyrstu ferð
Sjómennskan er
Alberti skipstjóra
Víkings í blóð borin
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjölskylda Feðgarnir Albert Páll Albertsson og Albert Sveinsson skipstjóri ásamt stoltum foreldrum, Sveini Sturlaugs-
syni og Halldóru Friðriksdóttur, í brúnni ásamt hamingjuskeytum og blómum sem rigndi yfir skipið og útgerðina.
Foreldrar Alberts, Sveinn Stur-
laugsson og Halldóra Friðriks-
dóttir, eru stolt af syninum en
Albert er fjórði ættliðurinn í
föðurætt sem leggur á sjóinn og
þriðji í móðurætt. „Pabbi og afi
voru báðir skipstjórar og pabbi,
Friðrik Jónsson, kom með Frey-
faxa hingað til hafnar,“ segir
Halldóra.
Sveinn, sem lengi var
útgerðarstjóri, segir að hið nýja
skip gjörbylti öllu starfi. „Þetta
skip er ekkert í líkingu við þau
sem hér áður sigldu. Maður skildi
stundum ekki alveg hvernig bát-
arnir skiluðu sér heim þegar
veðrin voru sem verst. En það er
ákaflega skemmtilegt að verða
vitni að komu þessa skips.“
Afinn kom líka með nýtt skip
STOLTIR FORELDRAR SKIPSTJÓRANS