Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 4
www.apotekarinn.is - lægra verð NICOTINELL Gildir af öllu lyfjatyggigúmmíi, öllum styrkleikum og pakkningarstærðum. 15%AFSLÁTTUR Nicotinell-15%-5x10-apotekarinn copy.pdf 1 29/12/16 15:05 Tækni AlphaGo, gervigreind fyrirtækisins DeepMind sem gerði garðinn frægan þegar hún vann heimsmeistarann Lee Sedol í kín- verska spilinu Go, hefur undanfarið keppt í leyni á netinu. Þar hefur hún pakkað saman mörgum af bestu Go- spilurum heims. AlphaGo, sem gekk undir not- andanafninu Master, hafði vakið furðu margra í Go-samfélaginu fyrir undarlegan en árangursríkan leik- stíl. Vakti leikstíllinn grunsemdir um að þarna væri ekki maður að verki heldur gervigreind. Sú reyndist raunin og staðfesti Demis Hassabis, forstjóri DeepMind, þetta í tilkynningu í gær. „Niðurstöðurnar gera okkur spennt fyrir framhaldinu og því sem Go-samfélagið gæti lært af leik- stíl AlphaGo. Eftir að hafa spilað við AlphaGo sagði stórmeistarinn Gu Li að mannkynið gæti komist að dýpstu leyndarmálum Go,“ segir í tilkynningunni. Hassabis segir framhaldið vera það að gervigreindin spili á opin- berum vettvangi í samstarfi við Go- sambönd og sérfræðinga. Með því væri hægt að varpa ljósi á leyndar- dóma spilsins og hjálpa því að þróast. AlphaGo hefur nú unnið sextíu leiki í röð og meðal annars gegn heimsmeisturunum Lee Sedol og Ke Jie. Hinn undarlegi leikstíll er sagður slá mennska spilara út af laginu og þá leikur gervigreindin mun hraðar en flestir menn gera. Go er fyrir tvo leikmenn og er spilið talið vera allt að þrjú þúsund ára gamalt. Þótt reglur þess séu einfaldar eru mögulegar stöður í spilinu sagðar vera fleiri en atómin í hinum sjáanlega alheimi. Leik- borðið er nokkru stærra en í skák og því geta leikirnir orðið mun lengri. – þea Gervigreind malar netspilara í Go Frá því er Lee Sedol keppti við AlphaGo í Go. Eftir að hafa spilað við AlphaGo sagði stórmeistarinn Gu Li að mannkynið gæti komist að dýpstu leyndarmálum Go Demis Hassabis, forstjóri DeepMind aTvinnumál Verið er að segja upp starfsfólki hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs þessa dagana. Eins og kunnugt er ákvað heil- brigðisráðherra að starfseminni verði hætt í lok mars á grundvelli skýrslu Embættis landlæknis um ýmsa ágalla á staðnum og starf- seminni sem ekki hafi verið bætt úr þrátt fyr r í rekuð tilmæli. Að sögn Margrétar Bjarkar Ólafs- dóttur vinna um fimmtíu manns á Kumbaravogi í misstóru starfshlut- falli. Um helmingur þeirra búi á Sel- fossi en einnig margir á Stokkseyri auk annarra staða í nágrenninu. Margrét telur þessar uppsagnir skiljanlega mikla blóðtöku fyrir svæðið enda sé Kumbaravogur stærsti vinnustaðurinn á Stokkseyri fyrir utan skólann í þorpinu. – gar Uppsagnir á Kumbaravogi Kumbaravogi verður lokað í mars. FréttAbLAðið/Eyþór Björgun Leitað var að tveimur ferðamönnum við Langjökul í gær eftir að þeir höfðu orðið viðskila við hóp vélsleðafólks í skipulagðri ferð. Ferðin var á vegum fyrirtækis- ins Mountaineers. Ríkisútvarpið greindi frá því að haldið hefði verið í ferðina þrátt fyrir stormviðvörun. Ferðamennirnir fundust rétt fyrir klukkan níu í gær, heilir á húfi. „Það er hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður hverju sinni og setja sínar öryggisreglur. Það eru engar almennar reglur til en það er rétt að geta þess að þetta fyrir- tæki hefur starfað lengi á markaði og er meðal annars í Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjón- ustunnar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar (SAF). Aðspurð hvort ásættanlegt sé í augum SAF að halda í slíka ferð eftir að hafa fengið stormviðvörun segir Helga: „Ég held það sé ekki rétt á þessari stundu að svara því. Maður þarf að kynna sér betur hvað hafi legið að baki.“ Samkvæmt því sem segir í umfjöllun Ríkisútvarpsins hafði annað fyrirtæki aflýst vélsleða- ferðum vegna veðurs. Mountaineers hafi hins vegar ekki þótt veðurspáin svo slæm að þess þyrfti. Í samtali við Fréttablaðið í gær- kvöldi sagði Þorsteinn G. Gunn- arsson, upplýsingafulltrúi Lands- bjargar, að fjölmargir hafi tekið þátt í leitinni. Áður en fólkið fannst hafi um 160 manns tekið þátt í leitinni. Meðal annars göngufólk, skíðafólk og vélsleðafólk.  Þorsteinn sagði að svo virtist sem hópurinn hefði ekki farið upp á jökulinn. Hann hafi farið frá Geld- ingafelli, að Skálpanesi og þaðan að jökulsporðinum. „Þar sneri hópurinn við því þá skall á vonskuveður. Það var orðið það dimmt að menn hættu að sjá á milli sleða. Í staðinn fyrir að gera eins og áhersla er lögð á, að stoppa, virðist sem þessi sleði hafi haldið áfram og týnst.“ Ferðamennirnir áttuðu sig hins vegar á mistökum sínum, stoppuðu og biðu eftir aðstoð norðaustan við Skálpanes. Þar fundust þeir og færðu björgunarsveitarmenn þeim heita drykki enda blautir og kaldir. thorgnyr@frettabladid.is Hvers og eins að meta aðstæður hverju sinni Tveggja ferðamanna var leitað við Langjökul í gær eftir vélsleðaferð. Varað hafði verið við stormi áður en haldið var af stað. Framkvæmdastjóri SAF segir hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður. Ferðamennirnir fundust seint í gærkvöldi. Á Langjökli. þar var vonskuveður í gær, frost, úrkoma og rok. FréttAbLAðið/StEFÁn Það er hvers og eins fyrirtækis að meta aðstæður hverju sinni og setja sínar öryggisreglur. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF viðskipTi Tryggingafélagið VÍS hefur gengið frá kaupum á um 22 prósenta hlut í Kviku fjárfestingabanka og nemur kaupverðið um 1.655 millj- ónum króna. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármála- eftirlitsins til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. VÍS verður í kjölfarið stærsti einstaki hluthafi Kviku. Á meðal hluthafa í Kviku sem selja bréf sín til VÍS er Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, sem átti um 7,3 prósenta hlut í gegnum eignarhaldsfélagið Títan B. Skúli hefur verið á meðal stærstu eigenda bankans allt frá því að hann leiddi hóp fjárfesta sem keyptu MP banka í apríl 2011. MP banki sameinaðist Straumi fjárfestingabanka fjórum árum síðar undir nafninu Kvika. Með kaupverðinu á bréfum Kviku er gert ráð fyrir að þau sé keypt á genginu 5,4 krónur á hlut. Bankinn er metinn á um 7,5 milljarða í við- skiptunum en í lok þriðja ársfjórð- ungs 2016 var eigið fé Kviku um 6,2 milljarðar. – hae VÍS kaupir 22% í Kviku Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Straums FréttAbLAðið/Anton brinK 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 F ö s T u D a g u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D E -F F 0 0 1 B D E -F D C 4 1 B D E -F C 8 8 1 B D E -F B 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.