Fréttablaðið - 06.01.2017, Qupperneq 15
EULA, YOLO
V ið höfum öll hlaðið niður forriti á tölvurnar okkar eða snjallsíma. Það er ekkert mál. Það er nóg að ýta
á einn takka og svo koma upp
varúðargluggar og maður tikkar í
box þar sem stendur: „I have read
and agree to the terms“ og svo ýtir
maður á install og innan skamms
getur maður byrjað að njóta
dýrðarinnar. Stundum þarf maður
reyndar að skruna yfir skilmálana
sem maður er að samþykkja en
það er ekki vinnandi vegur að lesa
þá alla og taka inn merkinguna. Ég
er sjálfur menntaður lögfræðingur
en samt dettur mér ekki í hug að
lesa yfir hugbúnaðarskilmála.
Hvers vegna ætti ég að gera það?
Það er ekki eins og ég geti samið
um þessa skilmála. Það er ekki eins
og ég geti sent litlar athugasemdir
til Apple og fengið einstökum
ákvæðum breytt.
Mikið af hástöfum
Tökum sem dæmi LICENSED APP-
LICATION END USER LICENSE
AGREEMENT frá Apple. Þar segir í
e-lið (hástafir ekki gerðir af mér):
“THE LICENSED APPLICATION
AND ANY SERVICES PERFORMED
OR PROVIDED BY THE LICENSED
APPLICATION (“SERVICES”) ARE
PROVIDED “AS IS” AND “AS AVA-
ILABLE”, WITH ALL FAULTS AND
WITHOUT WARRANTY OF ANY
KIND, AND LICENSOR HERE BY
DISCLAIMS ALL WARRANT-
IES AND CONDITIONS WITH
RESPECT TO THE LICENSED
APPL ICATION AND ANY SERV-
ICES, EITHER EXPRESS, IMPLIED,
OR STATUTORY, INCLUDING, BUT
NOT LIMITED TO, THE IMPLIED
WARRANTIES AND/OR CONDIT-
IONS OF MERCHANTABILITY, OF
SATISFACTORY QUALITY, OF FIT-
NESS FOR A PARTICULAR PUR-
POSE, OF ACCURACY, OF QUIET
ENJOYMENT, AND OF NONIN-
FRINGEMENT OF THIRD-PARTY
RIGHTS.”
Það sem ég les út úr þessu er
eftirfarandi:
„VIÐ HJÁ APPLE TÖKUM EKKI
ÁBYRGÐ Á NEINU. ALLT SEM
VIÐ GERUM ER TÚLKAÐ OKKUR
Í HAG. EN EF ÞÚ KLÚÐRAR
EINHVERJU GÆTIR ÞÚ VERIÐ Í
MJÖG VONDUM MÁLUM. ÞÚ ERT
LÍTILL LABBAKÚTUR MEÐ LITLA
PUTTA AÐ PIKKA Á LÍTIÐ LYKLA-
BORÐ OG SVONA LILLAMENN
EINS OG ÞÚ MUNU ALDREI EIGA
SÉNS Í STÓRFYRIRTÆKI EINS OG
OKKUR OG VIÐ NOTUM STÓRA
STAFI EINS MIKIÐ OG OKKUR
SÝNIST ÞVÍ VIÐ ERUM EKKI
REIÐIR BLOGGARAR EÐA VIRKIR
Í ATHUGASEMDUM HELDUR
MILLJARÐA DOLLARA STÓRFYR-
IRTÆKI OG VIÐ GERUM ÞAÐ SEM
OKKUR SÝNIST HVENÆR SEM ER
TYPPI TYPPI PÍKA ÞÚ ERT LABBA-
KÚTUR OG EF ÞÚ ERT ENN ÞÁ AÐ
LESA ÞETTA ERTU MEÐ DRULLU
Í STAÐINN FYRIR HEILA ÞVÍ ÞÚ
GRÆÐIR EKKERT Á ÞVÍ OG ÞETTA
HELDUR ÁFRAM Í 40 BLAÐSÍÐUR
ÞANNIG AÐ ÞÚ GETUR HÆTT AÐ
LESA NÚNA.“
Við eigum bara eitt líf
Ég veit ekkert hvort ég er að semja
af mér eða ekki. Ég geri bara ráð
fyrir að ég sé að því. Lífið er of stutt
til að semja um hluti við Apple eða
Amazon. Einhver merkur hugsuður
sagði að skattar og dauði væri það
eina örugga í lífinu og líklega má
Bergur Ebbi
Í dag bæta svona samningum í upptaln-
inguna. Þeir eru kallaðir EULAs,
End User License Agreement, sem
er hálf óskiljanleg orðaruna í sjálfu
sér. Flestir sem lesa þetta hafa sam-
þykkt tugi slíkra samninga, án þess
að hafa gefið því gaum.
Þetta er samt ákveðin synd því
það er gefandi að semja um hluti.
Eitt það besta sem hægt er að gera
fyrir sjálfstraustið er að semja um
hagsmuni sína við aðrar manneskj-
ur. Þess vegna er fólk sem stundar
viðskipti montið og sjálfsöruggt.
Það kann að semja. Það gengur í
gegnum lífið og sér umsemjanlega
díla hvort sem það er að koma
skoti ofan í félaga sinn við barinn
eða fresta afmæli barna sinna þar
til utanlandsferðinni er lokið. Ég
öfunda fólk sem stundar viðskipti
og ég segi þetta af einlægni. Ég tel
viðskipti vera manninum holl. Að
fá að semja um hagsmuni sína er
ekki endilega frelsið sjálft, en það
getur haft úrslitaþýðingu um hvort
fólk hafi heilsteypta sjálfsmynd
eða ekki. Það er ekki nóg að fá öll
gæðin ef maður veit ekkert um
skilmálana að baki þeim.
En ég meina. You Only Live
Once. Ég tilheyri kynslóð sem er
dæmd til að segja YOLO og sam-
þykkja EULAs. Lífið er of stutt til að
vera kverúlant.
Hvað lækaðir þú mikið af dóti í
dag?
En hvað með allt hitt sem við
samþykkjum? Hvað með öll lækin
og samþykktar-kvittanirnar á
netinu? Hversu oft höfum við ritað
nafn okkar á undirskriftasafnanir
sem við skiljum ekki til fulls? Ég
veit til dæmis ekkert hvort ég var
í alvöru andsnúinn miðlægum
gagnagrunni í heilbrigðiskerfinu
þó ég hafi, að mig minnir fyrir
mörgum árum síðan, skrifað undir
beiðni þess efnis að ég yrði fjar-
lægður úr honum. Ég gerði það
eiginlega bara af því bara. Af því
að það var stemning fyrir því þá
stundina. Daglega læka ég tugi mál-
efna án þess að skilja neitt og án
þess að nein ábyrgð eða merking
skapist. EULA, YOLO. Þetta er sami
hluturinn.
Með þessum rökum hef ég aldrei
látið verða af því að skrá mig úr
Þjóðkirkjunni. Ég lít þannig á
málin að Þjóðkirkjan hafi verið
EULA samfélagsins og foreldrar
mínir hafi smellt á „I have read
and agree to the terms“ fyrir löngu
síðan og það sé ekki mitt að semja
mig frá því. You Only Live Once
virkar nefnilega í báðar áttir. Ég var
skírður inn í þetta og ætla bara að
deyja í þessu líka. Hvað tekur ann-
ars við ef ég segi mig úr Þjóðkirkj-
unni? Þá er ég ekki skilmálalaus.
Guð hjálpi mér. Ég hef prinsip. Ég
er plebbi sem lækar allt. EULA,
YOLO. Pælið í þessu gott fólk. Þetta
er thinker.
Þetta er samt ákveðin synd
því það er gefandi að semja
um hluti. Eitt það besta sem
hægt er að gera fyrir sjálfs-
traustið er að semja um
hagsmuni sína við aðrar
manneskjur. Þess vegna er
fólk sem stundar viðskipti
montið og sjálfsöruggt. Það
kann að semja.
Fulltingi flyst á Höfðabakka 9
Fulltingi er framsækin og traust lögmannsstofa sem veitir einstaklingum þjónustu á sviði skaðabóta
og vátryggingaréttar og er stærsta stofan hér á landi sem sérhæfir sig á þessu sviði.
Hlutverk fyrirtækisins er að leysa vel úr málum fólks, ráða því heilt og stuðla að því
að hver og einn fái þær bætur sem hann á rétt á.
Sérfræðingar okkar hafa margir hverjir áratuga reynslu í meðferð slysa- og skaðabótamála.
Föstudaginn 6. janúar flytjum við hjá Lögmannsstofunni Fulltingi slf
aðsetur okkar að Höfðabakka 9, efstu hæð.
Við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum okkar í nýjum húsakynnum.
Gott aðgengi er að húsinu og næg bílastæði.
Verið velkomin!
s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 15F Ö s T u d a g u R 6 . j a n ú a R 2 0 1 7
0
6
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
D
E
-F
0
3
0
1
B
D
E
-E
E
F
4
1
B
D
E
-E
D
B
8
1
B
D
E
-E
C
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
5
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K