Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.01.2017, Blaðsíða 24
Útgefandi | 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 Ábyrgðarmaður Svanur Valgeirsson Veffang visir.is umSjónarmaður auglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 Sigríður Kristinsdóttir útskrifaðist með hæstu einkunn úr námi sínu á síðasta ári. fram undan er ba-nám í alþjóðlegri ferðamálafræði. Sigríður var valin í hóp nemenda sem kynntu skólann í Hong Kong á síðasta ári. Sigríður var sjálfboða- liði þegar hátíðin brisbane festival fór síðast fram. Löngunin til að búa á suðurhveli jarðar kviknaði hjá Sigríði Krist- insdóttur þegar hún fór út til Nýja- Sjálands sem „au pair“ árið 2008, þá 18 ára gömul. Á þeim tíma fór hún í stutt ferðalag til Ástral- íu og féll gjörsamlega fyrir landi og þjóð. Haustið 2015 lét hún svo drauminn rætast og sótti um diplómanám í ferðaþjónustu við TAFE-háskólann í Brisbane, borg sem stendur á austurströnd lands- ins. Námið gekk mjög vel hjá Sig- ríði, hún fékk hæstu einkunn og var valin í hóp nemenda til að fara fyrir hönd skólans til Hong Kong. Næsta haust hefur hún BA-nám í alþjóðlegri ferðamálafræði við Griffith- háskólann í Ástralíu þar sem áhersla er lögð á stjórnun í ferðaþjónustu og markaðsfræði. Diplómanámið var að sögn Sig- ríðar að mestu leyti verklegt og hannað til að undirbúa nemendur undir störf í ferðaþjónustu. „Ég hafði starfað í ferðaþjónustunni þannig að ég var helst að nýta námið til að öðlast víðari þekkingu og til auka möguleika á inngöngu í háskóla þar sem ég hef ekki lokið stúdentsprófi. Námið er því mjög sniðugt fyrir þá sem hafa ekki klárað stúdentinn heima en vilja samt komast út í heim og mögu- lega halda áfram í námi.“ Styrkist og þroskast Hún segir fjölmörg tækifæri fylgja náminu, þannig fengu nem- endur t.d. að aðstoða við ferðasýning- ar og stóra borgar hátíð sem heit- ir Brisbane festival. „Það hafði gríðar- mikla þýð - i ng u fy r i r mig að ná svona góðum árangri hérna úti. Ég flosnaði upp úr námi vegna kvíða og þunglyndis sem unglingur og það er ótrúleg til- finning að finna nám sem maður hefur ástríðu fyrir og fær viður- kenningu fyrir. Þetta var alls ekki alltaf auðvelt, sérstaklega þegar maður er hérna einn og hefur ekki þetta venjulega öryggisnet eins og fjölskyldu og gömlu vinina, en maður styrkist og þroskast rosa- lega fyrir vikið.“ Ferðin til Hong Kong var líka einstök lífsreynsla að hennar sögn. „Það var mikill heiður að fá að kynna skólann fyrir nemendum þar. Ég eignaðist fullt af nýjum vinum og myndaði sambönd sem munu koma til með að nýtast vel í framtíðinni.“ Fátt kom á óvart Þrátt fyrir að Ísland og Ástralía séu ólík að flestu leyti er fátt sem kom henni á óvart í náminu utan þess að nemendurnir voru yngri. Þó finnst henni tækifærin meiri ytra þegar kemur að tengslum skóla og atvinnulífs. „Það er auð- velt að kynnast fólki sem vinnur í ferðaþjónustu hérna úti og aðstoða t.d. á stórum viðburðum. Margir háskólar í Ástralíu bjóða auk þess upp á þriggja anna kerfi þar sem árinu er skipt niður í þrjár annir í stað tveggja, sem býður upp á meira val fyrir nemendur.“ Sigríður segir að sér líði mjög vel í Ástralíu og þar hjálpi vissu- lega til að hún sé mikil kulda- skræfa. „Hér fer hitinn sjaldan niður fyrir 15 gráðurnar þannig að mér líður ótrúlega vel. Að námi loknu sé ég fyrir mér að hefja störf í tengslum við markaðsmál í ferðaþjónustu. Hvort það verður á Íslandi eða annars staðar kemur bara í ljós. Það væri líka mjög vel- komið að taka almennilegt sumar- frí og fara mögulega í smá reisu um t.d. Suður-Ameríku.“ Ævintýri í Ástralíu Sigríður Kristinsdóttir átti sér lengi þann draum að búa í Ástralíu. Í upphafi árs 2016 hóf hún diplómanám í ferðaþjónustu þar í landi og í haust tekst hún á við þriggja ára háskólanám í alþjóðlegri ferðamálafræði í öðrum háskóla í Ástralíu. Starri freyr jónsson starri@365.is OPNI LISTA- HÁSKÓLINN Nánar á lhi.is Hönnunar- og arkitektúrdeild Grafísk hönnun á Íslandi Íslensk vöruhönnun Listkennsludeild Aðferðir tónlistar í kennslu Dans, form og skapandi leiðir Kennarinn- listamaðurinn From studio to classroom Heimspeki menntunar Human Rights & Arts Education Manngert umhverfi Leikgerð Leikstjórn með ungu fólki Listir og samfélag Listmeðferð í námi I Umsjónarkennarinn Myndlistardeild Alþjóðleg myndlist frá 1970 til samtímans Sjónmenning samtímans Frá póstmódernisma til alter- módernisma og eftirframleiðslu Eros: Myndbreytingar ástarinnar í sögu listarinnar The Element of Chance – the Unintentional the Repetition and the Rule Sviðslistadeild Andstæður – samstæður AcTango Compleate vocal söngtækni Kyogen – Samurai gamanleikir Útvarpsleikhús Tónlistardeild Gagnvirk tónlist I Gagnrýnin hlustun Íslenskt hljóðkerfi Hljóð og myndr John Cage og bandarísk tilraunatónlist Kennslufræði tónlistar Raflosti Raftónlistarsaga I Skapandi starf í tónlistarnámi I Voces Thules - Miðaldatónlist Vorönn 2017 SKólar & nÁmSKeið Kynningarblað 6. janúar 20172 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B D F -2 B 7 0 1 B D F -2 A 3 4 1 B D F -2 8 F 8 1 B D F -2 7 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.