Fréttablaðið - 06.01.2017, Síða 34

Fréttablaðið - 06.01.2017, Síða 34
Mynd/VilhelM Sævar Helgi Bragason, stjörnu­ miðlari frá Háskóla Íslands, svar­ ar öllum spurningum um norð­ urljósin, stjörnurnar og vetrar­ brautina í gönguferð sem helguð er himin geimnum föstudaginn 27. janúar. Gangan er hluti af verkefni Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands, Með fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldarafmæli skólans árið 2011. Farið er frá skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, klukkan 20 en haldið verður upp í Heiðmörk. Nauðsynlegt er að klæða sig vel og gott er að taka með kíki og nesti. Ferðin tekur um tvo til þrjá tíma. Ef ekki viðrar til himinskoðunar þennan dag verður ferðinni frestað þangað til góðar aðstæður skapast og það auglýst á Facebook­síðu og heimasíðu Ferðafélags barnanna og á heimasíðu Háskóla Íslands. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Stjörnu- og norðurljóSaSkoðun Menntamiðja – Starfssamfélög skólafólks á netinu, menntamidja. is, hefur það að markmiði að virkja hópa „sem hafa þekkingu, áhuga og erindi í margbreytilega orðræðu um þróun menntunar og skóla­ mála“, s.s. kennarar, skólastjórn­ endur, fræðimenn, stefnumótend­ ur og nemendur í menntunarfræði­ deildum háskólanna. Grunnurinn að baki Menntamiðjunnar byggir á hugmyndafræði Étienne Wenger en samkvæmt henni „skapar að­ koma ólíkra aðila að samstarfi spennu sem hvetur til mótunar nýrra lausna“. Á vefsíðunni er að finna greinar um menntamál og fréttir af því sem efst er á baugi. Þá er hægt að fylgjast með mennta­ spjalli á Twitter og sjá tilkynn­ ingar um fundi og málþing tengd menntamálum. Ávinningur af slíku starfssamfélagi sem Menntamiðj­ an er getur meðal annars falist í sterkari tengslum, deilingu þekk­ ingar, auknu sjálfstrausti og orð­ spori og nýsköpun. Sjá menntamidja.is  Menntasamfélag á netinu Fjölmennustu háskólar heims hafa margfalt fleiri nemendur en nemur fjölda Íslendinga. Efstur á listanum trónir Indira Gandhi Na­ tional Open University í Indlandi með um 3,5 milljónir nemenda. Á lista 20 yfir fjölmennustu háskóla heims eru sjö á Indlandi, landi með um 1,3 milljarða íbúa. Nágrannar Indverja í Bangla­ dess, Pakistan og Nepal eiga líka fjölmenna háskóla. Annar fjöl­ mennasti háskóli heims er Bangla­ desh National University í Bangla­ desh með um 2,1 milljón nemenda en fyrrnefnd þrjú lönd eiga fjóra af tíu fjölmennustu háskólum heims. Þriðji fjölmennasti háskólinn er Anadolu University í Tyrklandi með um tvær milljónir nemenda, Islamic Azad University í Íran er númer fjögur á listanum með um 1,7 milljónir nemenda og Allama Iqbal Open University í fimmta sæti með rúmlega 1,3 milljónir nemenda. Enginn háskóli í Evrópu er á lista 20 fjölmennustu háskóla heims, sautján þeirra eru í Asíu og þrír í Bandaríkjunum. Heimild: Wikipedia Fjölmennustu háskólarnir MenntunESB til að komast á toppinn? Þarftu stuðning Rannís hefur umsjón með innlendum og erlendum samkeppnissjóðum á sviði menntunar, þar á meðal eru Erasmus+ og Nordplus menntaáætlanir Evrópusambandsins og Norðurlanda. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og skóla hafa fundið hugmyndum sínum farveg með stuðningi þessara sjóða. Auk þess styður eTwinning skólasamstarf á netinu. Taktu skrefið og kynntu þér þá möguleika sem standa þér til boða á rannis.is/menntun. Umsóknarfrestir fyrir Nordplus og menntahluta Erasmus+ H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Skólar & náMSeiðkynningarblað 6. janúar 201712 0 6 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B D F -3 0 6 0 1 B D F -2 F 2 4 1 B D F -2 D E 8 1 B D F -2 C A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 5 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.