Fréttablaðið - 10.01.2017, Síða 20

Fréttablaðið - 10.01.2017, Síða 20
 Þegar Prius-bíll Toyota náði mikilli sölu í Bandaríkjunum á fyrstu árum þess bíls seldist hann í afar litlu magni í Evrópu og meira en helmingur bílkaupenda í Evrópu valdi dísilbíla. Ampera-e fyrst til Noregs  Kia náði metsölu á Ís- landi á árinu 2016. Alls seldust 1.722 nýir Kia- bílar á árinu og hafa aldrei áður selst jafn margir nýir Kia-bílar á einu ári hér á landi. Kia er í öðru sæti á eftir Toyota yfir mest seldu bílamerkin hér á landi á árinu 2016. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia nær öðru sætinu yfir heilt ár en áður hefur Kia hæst náð þriðja sætinu. Markaðshlutdeild Kia var 9,3% árið 2016. Þetta er hæsta markaðshlutdeild hjá Kia í allri Evrópu. Salan á Kia-bílum jókst um 28% á milli áranna 2015 og 2016 hér á landi. Ef borið er saman við árið 2011 er söluaukn- ingin 380 prósent. Nýir og spennandi bílar á leiðinni ,,Þetta er besta ár Kia frá upphafi á Íslandi og það er frábær árangur að ná öðru sætinu yfir mest seldu merkin á árinu 2016. Það er líka mjög ánægjulegt að við erum með hæstu mark- aðshlutdeild hjá Kia í Evrópu. Kia hefur verið að bæta verulega við sig í sölu á Evrópumarkaði. Það er margt spennandi fram undan hjá Kia á nýju ári. Má þar nefna nýjan Rio, Picanto og Optima Wa- gon auk þess sem Rio-jepplingur verður kynntur og einnig Kia GT. Kia er mjög framarlega varðandi rafvæðingu bílaflotans. Nú þegar fæst Kia Soul sem 100% rafbíll og er með eitt mesta drægið í sínum flokki rafbíla á markaðnum. Auk þess er væntanleg ný útgáfa af rafbíl sem við kynnum í haust og tvær mismunandi gerðir af Plug- in-Hybrid, raftengiltvinnbílum sem eru afar vinsælir í dag,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Kia næststærsta bílamerKið á íslandi  Margir bíða í ofvæni eftir Skoda Kodiaq, fyrsta jeppa tékkneska bílaframleiðandans, en bíla- blaðamönnum var gefinn kostur á að reyna bílinn á Mallorca á dögunum. Greinarritari var búinn að gleyma því hve falleg Miðjarðarhafseyjan Mallorca er, en var þó ekki búinn að gleyma því hve vel Skoda tekst yfirleitt upp við smíði bíla sinna. Því var hvors tveggja notið, þ.e. að aka um hrikalegar strendur eyjar- innar þar sem vegirnir hanga gjarnan í mikilli hæð í snarbrött- um hlíðum og til þess að gera það á glænýjum vel heppnuðum jeppa frá Skoda. Skoda hefur greinilega ekki ætlað að klikka á neinu með smíði þessa fyrsta jeppa síns, hann er hlaðinn búnaði, með stærsta farangurs- rými í sínum flokki, eða 720 lítra og mesta fótarými farþega í aftursæti. Auk þess má fá Kodiaq í 7-manna útfærslu. Hjá Heklu fengust þær upplýsingar að von væri á Kodiaq í mars á næsta ári og þá mun áhugasömum gefast kostur á að reynsluaka þessum jeppa sem hæglega gæti orðið ódýrasti kosturinn hér á landi fyrir fullvaxinn jeppa. Ítarleg reynsluakstursgrein verður í bílablaði Fréttablaðsins er nær dregur komu Kodiaq til Íslands. sKoda Kodiaq í prufu á mallorca  F yrir mörgum árum ákvað Toyota að veðja á hybrid- bíla fyrir Evrópumarkað og tók með því ekki slag- inn við evrópska bílafram- leiðendur í framleiðslu dísilbíla. Sú ákvörðun virðist nú vera að bera ríkulegan ávöxt því sala hybrid-bíla í Evrópu hefur vaxið um 40% á árinu á meðan dísilbílasala evrópsku bílafram- leiðendanna hefur dregist saman. Á þessu fyrsta heila ári frá dísil- vélasvindli Volkswagen og þeirri andstöðu sem dísilbílar hafa mætt síðan þá er sala Toyota-bíla með hybrid-tækni orðin þriðjungur af allri sölu Toyota í Evrópu og á að fara yfir helmingshlutdeild í lok þessa áratugar. evrópskir bílaframleiðendur nauðugur einn kostur Þegar Prius-bíll Toyota náði heil- mikilli sölu í Bandaríkjunum á fyrstu árum þess bíls seldist hann afar lítið í Evrópu og meira en helmingur bílkaupenda í Evrópu valdi dísilbíla. Toyota er reyndar enn þá með fremur litla markaðs- hlutdeild í Evrópu, í samanburði við Volkswagen. Volkswagen er með 24,1% hlutdeild en Toyota aðeins 4,3%. Hins vegar er evr- ópskum bílasmiðum nú nauðugur einn kostur að snúa sér að smíði bensínbíla og það með hybrid- eða tvinnbílatækni. Það þarf Toyota hins vegar ekki að glíma við og því hentar samsetning bílgerða Toyota miklu fremur evrópska markaðn- um nú en þeirra evrópsku. Veðjuðu á réttan hest Líklegt er að dísilbílar verði hrein- lega horfnir af framleiðslulínum evrópskra bílaframleiðenda árið 2025 þar sem hvert landið á fætur öðru ætlar að banna þá í löndum sínum er það ár gengur í garð. Bensínbílar með rafmótorum eru langlíklegastir til að leysa þá af hólmi og það tekur tímann sinn að laga verksmiðjur og fram- leiðsluferli evrópsku bílaframleið- endanna að því, en þann vanda á Toyota ekki við að glíma. Mikil pressa var á Toyota fyrir örfáum árum að koma fram með dísilbíla fyrir Evrópumarkað, en fyrirtækið þrjóskaðist við og taldi að fram- tíðin lægi ekki í slíkum bílum og það hefur reynst rétt. Þvert á evrópska bílaframleiðendur Toyota bað söluaðila sína í Evrópu að leggja áherslu á bíla með hybrid- tækni árið 2012 þvert á stefnu evr- ópsku bílaframleiðendanna sem lögðu alla áherslu á dísilbíla. Ef viðskiptavinur vildi prófa Yaris var honum einnig boðið að prófa Yaris með hybrid-tækni áður en hann fékk að prófa Yaris með dísilvél. Þessir sömu söluaðilar áttu heldur ekki í neinum vanda með að taka inn notaða hybrid-bíla Toyota þar sem þeir héldu endursöluverði svo vel og seldust því jafnharðan aftur. 75% fyrirframpantana í c-Hr eru hybrid Toyota telur að þegar hybrid-bílar þeirra verða komnir með 50-60% hlutdeild af öllum nýjum seldum Toyota-bílum í Evrópu muni fyrirtækið selja 400-500.000 bíla í Evrópu á ári. Sífellt fleiri fyrir- tæki í Evrópu eru farin að halla sér að hybrid-bílum Toyota þar sem endur söluverð dísilbíla þeirra, sem þau hafa hingað til keypt, er orðið svo lágt og því hefur Toyota vart undan að svara fyrirspurnum þeirra. Sem dæmi um góða sölu hybrid-bíla Toyota er hinn nýi C-HR sem liggur á milli þess að teljast fólksbíll og jepplingur. Um 75% af fyrirfram pöntuðum eintökum af honum eru í hybrid- útgáfu og er það eftir spám Toyota fyrirfram. Hann verður ekki í boði með dísilvél. ToyoTA sá frAm í TímANN mEð HyBrid Líklegt er að dísilbílar verði hreinlega horfnir af framleiðslulínum evrópskra bílaframleiðenda sem annarra árið 2025. Toyota veðjaði ekki á dísilbíla heldur lagði alla áherslu á framleiðslu hybrid-bíla og nýtur nú þeirrar ávörðunar. www.visir.is/bilar Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is, Sími 512 5457 Bílar Kodiaq-jeppinn í prufum við bestu aðstæður Rafbíllinn Opel Ampera-e var frum- sýndur á bílasýningunni í París nú í haust og vakti óskipta athygli. Um er að ræða systurbíl rafbílsins Chevrolet Bolt sem valinn var Bíll ársins í Bandaríkjunum á árinu. Ampera-e hefur ekki síður verið hampað af evrópskum bílagagn- rýnendum sem snarlega krýndu hann einn af sigurvegurum 2016 AUTOBEST Awards með titlinum ECOBEST 2016. Í umsögninni kvað dómnefndin upp úr með það að með þessum tímamótarafbíl hefði Opel tekið forystuna í harðri sam- keppni rafbíla og kynnt til sögunnar „framtíðarlausn í framþróun raf- bílavæðingar Evróp“, einsog það var orðað. Opel Ampera-e er fullvaxinn 5-manna fjölskyldubíll með 500 km drægi, samkvæmt Evrópska NEDC- staðlinum, sem mun vera u.þ.b. 100 km meira en næsti keppinautur hans í sambærilegum flokki. Raf- hlöðusamstæðan sem er 60 kWh, er innbyggð í gólf bílsins og tekur því ekkert pláss hvorki í fólks- né farangursrýminu. Ampera-e togar 360 Newtonmetra og er aðeins 3,2 sekúndur í 50 km hraða. sala hófst 14. desember Upphaflega var gert ráð fyrir að bíllinn yrði fáanlegur í Evrópu með vorinu, en í ljósi mikillar eftirspurn- ar gerðu Opel-verksmiðjurnar ráð- stafanir til að setja markaðssetningu á Ampera-e í forgang. Nú liggur fyrir að Noregsmarkaður varð fyrir val- inu sem fyrsti stökkpallur rafbílsins Opel Ampera-e í Evrópu og hófst formleg sala hans hjá frændum okkar 14. des. sl. Val Opel á Noregi sem upphafspunkti markaðssetn- ingarinnar hefur vakið athygli, en það er stutt þeim rökum að Norð- menn hafi verið með fyrstu þjóðum til að setja sér langtímastefnu í aukinni rafbílavæðingu bílaflotans og fylgt henni eftir. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, sem er umboðsaðili Opel á Íslandi, standa vonir til að Ampera-e komi til Íslands á næsta ári. ToyoTA Prius ruddi brautina fyrir hybrid-bíla Toyota og brátt mun Toyota líka auka úrvalið í tengiltvinnbílum. 1 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 Þ r I Ð j U D a G U r2 Bílar 1 0 -0 1 -2 0 1 7 0 5 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B E 5 -9 5 2 8 1 B E 5 -9 3 E C 1 B E 5 -9 2 B 0 1 B E 5 -9 1 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.