Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1993, Síða 15

Víkurfréttir - 21.01.1993, Síða 15
Yikurfréttir 15 • Skjót við- brögð lögreglu Þau voru skjót viðbrögðin sem lögreglumenn í Keflavík sýndu aðfaranótt sl. laugardags þegar þeir komu í veg fyrir inn- brot. Tilkynning barst um inn- brot í verslun við Lyngholt. Samstundis voru þrjár þifreiðar sendar á staðinn og þegar að var komið var sá sem innbrotið ætl- aði að fremja á bak og burt. Lögreglumenn höfðu hins vegar tal af fjórum unglingspiltum nærri versluninni, sem sögðust vera saklausir af öllum inn- brotstilraunum. • Hundrað lykla- kippum stolið Eitthundrað lyklakippum úr málmi með áþrykktu K-merki I- þróttabandalags Keflavíkur var stolið í innbroti í Iþróttavall- arhúsið við Hringbraut í Kefla- vík um helgina. Tilkynning barst lögreglu á sunnudagsmorgun. Biður Iög- reglan alla þá sem geta gefið vísbendingar sem leitt geta til handtöku þjófsins að hafa sam- band. • Eldeyjarmenn í kvennaskutli Félagar björgunarsveitarinn- ar Eldeyjar í Höfnum höfðu í nógu að snúast á sunnu- dagskvöld. Lögreglan í Keflavík óskaði aðstoðar Eldeyjarmanna eftir að spurst var fyrir um tvær pólskar konur sem ætluðu frá Höfnum í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Björgunarsveitarmenn fóru af sfað og fundu brátt konurnar, kolfastar á bifreið sinni í snjó- skafli við Stapafellsveg. Var konunum ekið til síns heima, en bílinn varð að skilja eftir. Spilaáhugafólk! • Félagsvistir í Garði Björgunarsveitin Ægir í Garði hefur byrjað með fé- lagsvistirnar að nýju. Spilað var í síðustu viku og í kvöld, fimmtudagskvöld, verður spilað í Sæborgu, húsi Verkalýðs- og sjómanna- félags Gerðahrepps, kl. 20:30. Allir gömlu góðu spilararnir eru hvattir til að mæta og einnig er nýtt spilafólk ávallt velkomið. Spilað verður á fimmtu- dögum í vetur og alltaf byrjað kl. 20:30. Spilanefndin 21. JANÚAR 1993 Kolrassa krókríöandi: • Á þriðja at- hyglisverðasta myndbandið Sérstök dómnefnd hefur valið athyglisverðustu myndbönd ársins 1992, að því er fram kom í Rík- issjónvarpinu á laugardag. Þar kom fram að Suð- urnesjahljómsveitin „Kol- rassa krókríöandi" á mynd- bandið sem lenti í 3. sæti með laginu „Myrkur". Myndbandið er tekið upp í Hafnahreppi og er talið eitt ódýrasta myndbandið serii framleitt var á síðasta ári, að því er fram kom í þættinum. Vísir, félag skipstjórnar- manna á Suöurnesjum: • Líkir fiskveiði- stefnunni við Lénsfyrirkomulag miðalda Aðalfundur í Vísi, félagi skipstjórnarmanna á Suður- nesjum ályktar: „Að núverandi fiskveiði- stefna nái ekki þeim tilgangi sem til var ætlast, uppbygging fiskistofnanna hefur ekki tekist og hagræðing og hagkvæmni ekki aukist með núverandi kvótakerfi. Sátt um fiskveiðistefnu verð- ur ekki á meðan aflaheimildir færast á fáar hendur og Léns- fyrirkomulag miðalda er stað- reynd". • Ragnar Halldórs- son, stjórnarfor- maður ÍA V: Erfitt verk- efni bíður Gengið hefur verið frá skipun Ragnars Halldórssonar úr Njarðvík, í stöðu stjórn- arformanns Islenskra Aðalverk- taka sf. á Keflavíkurflugvelli. Að sögn heimildarmanna blaðsins bíður erfitt verkefni þess að stjórnin komi saman til fyrsta fundar, sem verður trú- lega í dag. Það er úthlutun á fjármunum til atvinnuupp- byggingar á Suðurnesjum sem Sameinaðir verktakar og rík- isstjórnin hafa gefið ádrátt um. Samkvæmt heimildum blaðs- ins stóð valið einkum á milli Ragnars sem fulltrúa ut- anríkisráðherra og Arna Grétars Finnssonar úr Hafnarfirði, sem fulltrúa forsætisráðherra. Munu þeir báðir verða í stjórn fyrir- tækisins, en Ragnar hefur verið skipaður sem stjórnarformaður til eins árs. • Starfsemi Sölku Völku að hefjast Starfsemi Sölku-Völku er nú að hefjast eftir jólafrí. Byrj- að var með námskeiði í heim- ilisbókhaldi á mánudag í síð- ustu viku og var Sólrún Halldórsdóttir, leiðbeinandi. Laugardaginn 23. janúar nk. verður prjónanámskeið sem Ragna Þórhallsdóttir annast og kennir hún m.a. ameríska prjónið vinsæla. Einnig verð- ur kynning á ístex garni á sérstöku kynningarverði á sama tíma. Aðeins tuttugu konur komast að í einu á prjónanámskeiðið og því nauðsynlegt að skrá sig sem fyrst í síma 68304 og 68008. Fimmtudaginn 28. janúar nk. verður svo fyrsta prjóna- kvöldið hjá okkur kl. 20:30 og eru allir velkomnir með prjónana sína í Húsið við Vík- urbraut 21 í Grindavík, og auðvitað verður heitt á könn- unni. Ætlunin er að bjóða upp á fleiri uppbyggjandi og skemmtileg námskeið í vetur og verður nánar sagt frá þeim og annari starfsemi Sölku- Völku síðar. • Árekstur við snjóplóg 14717 - ef þú þarft að auglýsa I-----------------------------1 • Brúnin lyftist á sjómönnum: flfli að glæðast Keflavík/Njarðvík: Afli báta á Suðurnesjum virðist vera að glæðast og er létt hljóðið í sjómönnum. Netabáturinn Happasæll KE landaði 30 tonnum af vænum fiski í Keflavík á laugardag. Stafnes KE landaði 19,5 tonnum og Svanur KE 4,1 tonni. Af línubátum má nefna Agúst Guðmundsson GK með 4,5 tonn og Albert Ólafs- son KE með 2,6 tonn á laugardaginn. Grindavík: Netabátarnir eru að byrja róðra frá Grindavík. Að sögn starfsmanns hafnarvigtarinnar var síðasta vika léleg miðað við ágætar horfur í fyrstu viku ársins. Sex bátar róa á net og afla- hæstir í síðustu viku voru Sæborg GK og Þorsteinn GK með um 34 tonn hvort skip. Það var hins vegar ágæt veiði hjá línu- bátunum, Skarfur GK landaði 53 tonnum og Hrungnir GK var með 51 tonn í síðustu viku. Eldeyjarskipin, Eldeyjar-Hjalti og Eldeyjar-Boði voru með tæp 50 tonn hvort skip. Sandgerði: I 380 tonn komu á land í Sandgerði í síðustu viku í 105 sjó- | ferðum. Tvær togaralandanir skiluðu 115 tonnum á land. ■ Sveinn Jónsson KE landaði 60 tonnum og Ólafur Jónsson GK 55 tonnum. ■ Sigþór ÞH var aflahæstur línubáta með 21 tonn og Freyja GK | var með 17,2 tonn. Af netabátum var Njáll með 18,6 tonn og ■ Hafnarberg með 12,1 tonn. Reykjaborg var aflahæst drag- nótabáta með 6,6 tonn. Af minni línubátum var Katrín GK 1 aflahæst með 6,4 tonn í tveimur róðrum. Þess má geta að í I annarri veiðiferðinni var Katrín með rúm 200 kíló á bala, sem | þykir gott í dag. I-------------------------------------------------1 Trésmiður með mikla reynslu getur bætt viö sig verkefnum. Allt viöhald og breytingar. Einnig ný- smíöar. Uppl. í síma 14036 eftir kl. 18. £ Kripalu jóga veröur í vetur á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:15-19:45 í húsnæöi Sálarrannsóknarfélags Suöurnesja aö Víkurbraut 13. Kynningarfundur og skráning, mánu- daginn 25. janúar kl. 18:15 á sama staö. Allir velkomnir í jóga, öndunaræfingar, hugleiöslu og slökun. Fólksbifreið var ekið aftan á snjóplóg Vegagerðarinnar á Reykjanesbraut við Innri- Njarðvík rétt fyrir kl. 8 á mánu- dagsmorgun. Engin slys urðu á fólki en draga varð fólks- bifreiðina á brott með krana- bifreið. Starfsmenn við snjóruðning á Suðurnesjum hafa haft í nógu að snúast á undanförnum dög- um, enda hefur bætt í snjóinn jafnt og þétt. Þegar blæs er færð fljót að spillast. Vegagerðin var m.a. kölluð að Flugstöð Leifs Eiríkssonar á sunnudagskvöld, þar sem færð var farin að spill- ast. Okuskóli Islands hf. Dugguvogi 2-104 Reykjavík Sími 91-683841 Námskeiö til undirbúnings auknum ökuréttindum (meirapróf) verður haldiö á Suöurnesjum, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og skráning í síma 11195, Gísli Viðar.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.