Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.1994, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 14.04.1994, Qupperneq 18
18 14. APRÍL 1994 VlKUHFRÉTTIR Þórarinn St. Sigurðsson látinn Þórarinn St. Sigurðsson, fyrr- verandi sveitarstjóri í Höfnum lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 8. apríl sl. Hann var sveitarstjóri Hafna í sex ár og starfaði einnig mikið fyrir Sam- band sveitarfélaga á Suðurnesjum samfara starfi sínu. Þórarinn lét sér annt um málefni Hafna og þróun sveitarstjórnarmála á Suðurnesjum þó svo hann væri hættur beinum afskiptum af mál- unum. Mjög stutt er síðan Þórarinn ritaði grein í blaðið um nafn á sam- einað sveitar-félag. Hann verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju nk. föstudag 15. apríl kl. 14. Litla bikar• Á laugardaginn kemur hefst litla bikarkeppnin í knattspyrnu og taka 16 lið þátt í inótinu þar af fjögur lið af Suðurnesjum. Liðin sem taka þátt héðan eru, IBK. Grindavík, Víðir og Reynir S. I fyrstu umferð mæta Grind- víkingar Haukum í Grindavík, Stjarnan og Víðir mætast í Garðabæ og ÍBK og Reynir eigast við í Keflavík. Allir þessir leikir hefjast kl. 14.00.á laugardaginn að leik IBK og Reynis undanskildum en hann hefst kl. 12.00. Seinni umferðin verður háð þann 21. apríl (Sumardaginn fyrsta). IBUARIHOFNUM - KEFLAVÍK OG NJARÐVÍK LÁTIÐ YKKUR NAFNIÐ VARÐA! ATKVÆÐASEÐILL FITJAR HAFNAVÍK NESÐÆR REYKJANES SUÐURNES Aðeins má merkja ( X ) við eitt nafn á seðlinum. Ef kjósanda líkar ekki við neitt ofangreindra nafna, er honum heimilt að rita það nafn sem hann kýs, í auðu línuna. Kjörstaðir: Hafnir.......... Samkomuhúsið Keflavík ......... Holtaskóli Njarðvík ....... Grunnskólinn Á sameiginlegum lundi sveitarst jórnarmanna Kellavíkur, Njarðvíkur og Hal'na í Sanikonmluisimi Höfnum var el'tirfarandi samþykkt: Sameiginlegur fundur sveitarstjórnarmanna í Keflavík, Njarðvík og Höfnum hvetur alla bæjarbúa til þátttöku í kosingu um nafn á nýja sveit- arfélagið. Þeir sem ekki sætta sig við þau fimm nöfn er lögð eru fyrir dóm kjósenda en ætla sér að rita nafn á kjörseðilinn eru beðnir um að gæta þess að nafnið lúti þeim reglum sem giltu um hugmyndasamkeppnina. Þær meginreglur voru helstar að nafnið verði þjált í munni, hljómfagurt og falli vel að íslenskri tungu og beygingarkerfi málsins. Öll nöfn, örnefni, jafnt og nýyrði eru gjaldgeng. Kjósendur gæti þess eins að nafnið geti orðið samnefndari nýs sveitarfélags og núverandi nöfn verði einungis hverfanöfn. Nafn á nýja sveitarfélagið: Núverandi nöfn verði einungis hverfanöfn Á miklum hitafundi sveit- arstjórnarmanna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna var sam- þykkt tillaga sem birtist neðst í auglýsingu um kosninguna hér á síðunni. í tillögu segir m.a. að þeir kjósendur sem séu ekki ánægðir með nöfnin Fimm gæti þess að nafnið sem þeir skrifi í auðu línuna lúti þeim reglum sem giltu um hug- myndasamkeppnina. I lok til- lögunar segir: „Kjósendur gæti þess eins að nafnið geti orðið samnefnari nýs sveitarfélags og núverandi nöfn verði ein- ungis hverfanöfn." • Kvennakarfa/úrslit: Fimmtív leik- inn þarf Ekki tókst Keflavíkurstúlkum að tryggja sér Islandsmeistara- titilinn þegar liðið mætti KR í Hagaskóla í gærkvöldi. KR fór með sigur af hólmi í hörkuleik 64:60. Vesturbæjarliðið var í forystu mest allan leikinn. ÍBK náði að laga stöðuna sér í hag rétt eftir leikhlé en þá tóku KR- stúlkurnar sig til og náðu tíu stiga forystu sent meisturum IBK tókst ekki að kljtífa aftur. Lokatölur urðu því 64:60. Björg Haf- steinsdóttir var stigahæst ÍBK stúlkna með 18 stig og Olga Færset skoraði 17. Stigahæst KR stúlkna var Helga Þorvaldsdóttir með 18 stig. ♦ Sigurður Bergmann lilaut sitt fyrsta Norðurlandagull í Fær- eyjum um síðustu lielgi. ♦ íslandsmeistarar IBK í 7. flokki i körfuknattleik. Aftari röð f.v: Jón Guðbrandsson, þjtílfari, Gtsli Einarsson, Jón Hafsteinsson, Sverrir Jónsson, Sæmundur Oddsson, Hdkon Magmisson, Eyþór Ar- inbjömsson ogMagnús Gummrsson. Fremri röð f.v:Eiður Brynjarsson, Sævar Sævarsson, Hafþór Skúlason, fyrirliði, Davtð Jónsson og Trausti Hafliðason. Sigurður Bergmann, júdókappi úr Grindavík vann langþráð gull á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fór í Færeyjunt um síðustu helgi. Sigurður hefur fjórum sinnum áður komist í úrslit en aldrei náð að sigra. Sigurður vann íþungaviktarflokki en tapaði í glímu gegn Dana unt 3. sætið í opna flokknum. I þunga- viktinni sigraði Sigurður alla sína andstæðinga á „ippon". 7. flokkur ÍBK íslands- meistari IBK varð Islandsmeistari Í7. flokki karla í körfuknattleik. Liðið sigraði KR í úrslitum 48:45. Bæði liðin sigr- uðu andstæðinga sína auðveldlega í úrslitakeppninni en úrslitaleikurinn sjálfur var jafn og spennandi. ÍBK innbyrti Islandsmeistaratitil númer tvö þegar minniboltalið kvenna sigraði örugglega í fjórðu umferðinni í Ketlavík á dögunum. Liðið fékk 28 stig í fjórum umferðum og tapaði að- eins einum leik í vetur. Úrslitakeppni yngri flokkana heldur áfram um helgina. I stúlknaflokki er IBK og UMFG í undanúrslitum og leika gegn UBK og Tindastóli. Það gæti því orðið Suðurnesjaúrslitaleikur í þeim llokki. Þá er Njarðvík eina liðið í 4ra liða úr- slitum í drengjaflokki. Mæðrasynir / gang Fyrsta æfing Mæðrasona verður nk. föstudag kl. 18:00 við Myllubakkaskóla. Þeir sem ætla að vera með þessu stórkostlega liði skulu mæta í inntökupróf eða hafa sam- band í síma 14760 kl. 19:45 sama kvöld. Allir velkomnir. Fundur eftir æfingu. Dagur í kafi, til hvers? I lok maí munu átta krakkar úr Sundfclaginu Suðurnes ásamt þjálfara sínum fara til Canet í Frakklandi í æf- ingabúðir. Tilgangur ferðarinnar er að veita þcssum sundmönnum tækifæri á að æfa af kappi í 50 m sundlaug, við hinar ákjósanlegustu aðstæður. Hér á landi er tæpast kostur á slíku. en það er fullvíst að reynslan af þessum æf- ingabiiðum á eftir að nýtast krökkunum vel á mótum erlendis, þar sem keppt er við svipaðar aðstæður. Seinna í sumar mun svo hópur yngri sundmanna fara til Siegen í Þýskalandi í æfingabúðir. Þar sækja þau heim sundfélagið í Siegen og gista hjá krökkunum í félaginu. Þegar þetta bréf er skrifað eru þýsku sundkrakkarnir einmitt í svipaðri heimsókn hér á Suð- urnesjum. Þessi ferð á án efa eftir að verða bæði stórskemmtileg og upp- örvandi fyrir ungt og efnilegt íþrótta- fólk. Til þess að standa straum af kostnaði við þessar ferðir hafa þeir 16 sundmenn sem ætla nieð í þær ákveðið að synda áheitasund á vægast sagt óvenjulegan máta. Á sumardaginn fyrsta ætla þau að synda stanslaust í kafi í 12 klukkustundir. Þetta hefur aldrei verið reynt áður svo vitað sé og óvíst hvort það takist. Þetta verður gert þannig að synt verður boðsund, einn sundmaður syndir í kafi yfir laugina og sá næsti tekur við. áður en sá fyrri er kominn uppúr til að anda. Fylgst verður með að rétt verði að öllu staðið. Þegar tekið er til athugunar að þetta verður gert sam- fleytt í 12 klukkustundir, er Ijóst að um gífurlegt þrekvirki er að ræða, sem bæði reynir á andlegt og líkamlegt þol og atgervi. Lauslega má áætla að vegalengdin sem farin verður í kafi, sé rúmir 40 km. eða langleiðin til Reykjavíkur. Þad er því um ad gera að styðja við bakið á okkar fólki, svo að allt fari eins og best verði á kosið. Dagana fyrir sundið munu krakk- arnir leita til vina og vandamanna, ná- | granna og stuðningsmanna og biðja um . að heitið sé á þau. Þau munu hafa 1 meðferðis blöð sem þau biðja vel- | vildarmenn sína um að skrifa nöfn sín . á og að merkja við þá upphæð sem þeir 1 eru tilbúnir að veita ef sundmönnunum | tekst ætlunarverk sitt. Einnig verður . farið til fyrirtækja í leit að stuðningi. * Sundið fer fram í Sundhöll Keflavíkur | sumardaginn fyrsta og mun hetjast kl. - 8 og lýkur væntanlega kl. 20. Laugin * verður opin öllum sem áhuga hafa á að | líta inn og fylgjast með afrekinu og veitingar verða í boði á staðnum. ■ Með þessari fjáröflun vonast sund- I menn til að geta skemmt stuðnings- mönnum sínum í leiðinni og afrekað ■ eitthvað sem allir Suðurnesjamenn gcta I verið stoltir af. /*’.//. sundmanna, | Magitús Konráðssoit. j

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.