Víkurfréttir - 05.01.1995, Blaðsíða 5
WfOIPFRÉTTIR
5. JANÚAR 1995
5
TENINGUNUM KASTAÐ
Grein þessi átti að birtast
fyrir áramót en vegna mis-
taka á ritstjórn blaðsins kom
hún ekki í blaðinu þá.
Greinin sem cr tímabundin
birtist því núna óbreytt í
samráði við greinarhöi'und
sem jafnfraint er beðinn
velvirðingar.
Þetta verður síðasti pistill
ársins og væntanlega um nokk-
urt skeið. Upphaflega fór ég að
skrifa þá í sambandi við átakið
okkar „Gerum bæinn betri fyrir
börnin“ og síðan þróuðust þeir
yfir í núverandi mynd einkum
þar sem ég hafði gaman af
skrifunum sjálfur og lét gjarna
fljóta með einhvern boðskap
um slys eða heilsu, sem ég
vildi konta á framfæri.
En nú er allt annað framund-
an. Akvörðun uni framboð í
prófkjöri Alþýðuflokksins á
Reykjanesi og allt sem því
fylgir. Eflaust finnst reyndar
mörgum skondið að ég skuli
ætla fram eftir að hafa skrifað
pistil um söluntennsku á þing-
mönnum og peningaaustur í
prófkjörum.
Ymsir eru líka strax farnir að
gefa mér góð ráð um hvernig
ég eigi að haga mér, koma
fram, brosa,taka í hendur og
svo frantvegis. Þetta sé það
sent fólkið vilji, það kaupi
trausta fjölskyldumenn í jakka-
fötum, sem brosi hvort sem
þeir meina nokkuð með því eða
ekki.
Ef til vill er þetta satt, og
reynslan virðist sýna að auglýs-
ingamennskan skili sér. Vanda-
málið er aðeins eitt, ég trúi
ekki á þetta sjálfur. Einhver
mundi segja að þessi síðasti
pistill minn jafngildi pólitísku
sjálfsmorði, en það verður þá
svo að vera.
Eg hef alltaf haft mikinn
pólitískan áhuga og var einn af
þeim sem gekk með það í koll-
inum, að hægt væri að breyta
heiminum og held reyndar enn.
Ekki með því að fara í fýlu og
skipta um flokk þegar á móti
blæs, heldur með þvf að berjast
til þrautar fyrir það sem maður
trúir á en láta ekki þvinga sig
til að fara eftir einhverju sem
maður trúir ekki að sé rétt.
OSKARSSON SKRIFAR
Auglýsingamennska
Og þar erum við komin að
kjarna málsins. Eg er tilbúinn
til að berjast og gefa kost á mér
í slaginn, en ég er ekki tilbúinn
að beita þeim aðferðum, sem
notaðar hafa verið, því ég trúi
því að mikilvægara sé að vera
sáttur við sjálfan sig þegar upp
er staðið heldur en vinna með
aðferðum sem maður trúir ekki
á.
Eg hef ákveðið að eyða sem
minnstu fé í auglýsingar sem
gefa einhverja glansmynd af
sjálfum mér og minni fjöl-
skyldu (enda eru börnin mín
ekki í framboði). Reyndar er ég
svo heppinn að eiga afbragðs-
fjölskyldu sem sóma mundi sér
vel hvar sem væri, en það er
einfaldlega ekki verið að kjósa
um það. (“ Sýnd verða holda-
naut með afkvæmum”)
Eg ætla að skrifa greinar um
mál sem skipta okkur mikils,
þar sem kjósendur eiga rétt á,
að vita um mína afstöðu ti!
þeirra. Aftur á móti verður lítið
um innantóm loforð af minni
hálfu.því auðvitað á maður
ekki að lofa þvf sem vonlaust
er að standa við. Eg er líka til-
búinn að fara á vinnustaði og
spjalla við fólk, svo það komist
að því hvort því líst nokkuð á
mig, en ég neita alfarið að
spreða tannkremsbrosum á fólk
án þess að meina nokkuð með
því, og þó ég geti verið assgoti
fínn í frakkanum mínum þegar
við á, þá mun ég láta peysurnar
og leðurjakkann duga hvunn-
dags eins og endranær.
Reyndar finnst mér oft ótrú-
lega einlit hjörð sent sést á
skjánum frá þinginu, jafnvel
hörðustu lopapeysukommar eru
eins og auglýsing frá Sævari
Karli og konumar virðast ófáar
vera litgreindar með slæður og
Barbie bros sem kennd eru á
námskeiðum um það hvernig
maður nær árangri í lífinu.
Boðskapurinn er einfaldur,
ég er tilbúinn að berjast fyrir
því sem ég tel rétt og skipta
máli, ég gef kost á mér þar sem
ég tel mig geta gert góða hluti
á þingi. Eg ætla aftur á móti
ekki að reyna að selja ykkur
einhverja glansmynd af sjálfum
mér, annaðhvort næ ég árangri
með ykkar hjálp á eigin for-
sendum eða ef ég er léttvægur
fundinn þá er að taka því.
Eg treysti að sjálfsögðu mest
á Suðurnesjamenn og reyndar
einnig Hafnfirðinga sem eiga
að þekkja mig að styðja mig í
baráttunni. Eg lofa á móti að
vera heiðarlegur bæði gagnvart
sjálfum mér og ykkur og berj-
ast fyrir því sem ég tel vera
rétt, sama hver í hlut á. Hvern-
ig fer mun svo koma í ljós í
janúar, en ég lýk þessu með því
sem alltaf kemur í huga minn
um áramót..
Guð mun ráða hvar við
dönsum næstu jól.
Hrafnkell
Kefla víkurkirkja:
Fjölskyldu- og
hjónanámskeið
Dagana 8.-10. janúar mun Keflavíkurkirkja
standa fyrir fjölskyldu- og hjónanámskeiði. A
þessu námskeiði mun Norðmaðurinn Eivind
Fröen halda fyrirlestra um fjölskylduna og
hjónabandið. Þetta mun vera í annað sinn sem
Itann kemur hingað til Keflavíkurkirkju nteð
námskeið af þessu tagi. Eivind Fröen er þekkt-
ur fyrirlesari í sínu heimalandi. Allir fyrirlestr-
arnir verða túlkaðir jafnóðum yfir á íslensku.
Fyrirlestrar Eivind Fröens hafa þótt mjög lif-
andi og skemmtilegir enda er honum einum
lagið að setja aðstæður sem við þekkjum úr
fjölskyldulífinu í spaugilegan búning. Þátttak-
endum mun einnig gefast kostur á að koma
fram nteð fyrirspurnir. Námskeið af þessu tagi
hafa verið haldin undanfarin ár víðsvegar um
land við mjög góða aðsókn.
Nániskeiðin eru m.a. fyrir þá sem:
- Vilja fræðast um mikilvæg atriði í hjónabandinu og fjöl-
skyldulífinu.
- Vilja gera gott hjónaband og fjölskyldulíf enn betra en
það er nú.
- Eiga við einhvern vanda að stríða og vilja finna bestu
leiðina út úrhonum.
- Hyggja á hjúskap í náinni framtíð.
Fvrirlestrar Eyvinds Fröen munu meðal annars fjalla um:
- Hvemig hægt er að gera tjáskipti betri og forða misskiln-
ingi.
- Er ást aðeins góðar tilfinningar eða eitthvað meira?
- Eru kynhvatir karla og kvenna ólíkar?
- Hvað er hægt að gera til að afstýra vanda í kynlífmu?
- Hvemig má komast hjá skilnaði?
- Hvað er hægt að gera til að auka samskiptin við bömin?
- Hvað getur maður gert til að halda við glóð ástarinnar?
- Upplifa konur samskipti/tjáskipti öðruvísi en karlar
... og margt fleira mikilvægt ber á góma.
hefjast
mánudaginn
, 9. janúar
kl. 12:05
Taktu á rnálinu
hádeginu
þrisvar í viku.
Mánudaga
Miðvikudaga
Föstudaga
9 viktun
mæling
aðhald
Séiámf áajút!
SÍMI 14828
flErmCfiSTUDEO
SIGLINGAFRÆÐI
Námskeið fyrir þrjátíutonnapróf hefst í
Keflavík þriðjudaginn 10. janúar.
Þorsteinn Kristinsson
Sími 11609.
VATNSLEIKFIMI
Hristum af okkur slenið!
Skráum okkur á námskeiðið sem hefst í
Sundhöll Njarðvíkur 9. janúar.
Upplýsingar og skráning í síma 27293.
Guðríður íþróttakennari
F ÞU FENGIR ÞRJAR
ÓSKIR UPPFYULTAR...
... hvers mundir þú óska þér?
Ein óskanna varðar örugglega peninga.
Þú gætir látið hana rætast með því að spila í HHI95.
UMBOÐ: NESBOK HAFNARGATA 36, KEFLAVIK, SIMI 15660
Það er RÍK ástæða til að vera með því HHÍ greiöir meira*
út til vinningshafa en nokkurt annað happdrætti hér á landi.
‘Hundruðir milljóna króna skilja aö 1. og 2. sætiö!
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings