Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1995, Side 10

Víkurfréttir - 05.01.1995, Side 10
10 5. JANÚAR 1995 VlKUPFRÉTTIR LAGMARKSLAUN ■HVAD ER NÚ ÞAD ? Nú í upphafi árs eru samn- ingar víða lausir og við megum eiga von á því að heyra enn og aftur gömlu frasana frá bæði vinnuveitendum og viðsemj- endum þeirra. Þó er það óvenjulegt, að jafnvel atvinnu- rekendur viðurkenna að svig- rúm hal'i myndast til launa- hækkana „að vissu marki“. Við eigunt líka eftir að heyra talað um nauðsyn þess að leggja höfuðáherslu á að hækka lægstu launin og það hlýtur að verða alger krafa í komandi samningum, að tryggð séu mannsæmandi laun fyrir dagvinnu þannig, að hægt sé að framfleyta sér og fjöl- skyldu sinni. Er reyndar grát- broslegt að þingkona alþýðu- bandalagsins hafi lýst því yfir, að 300 þúsund á mánuði væri ekki há laun, á meðan ekki er hægt að koma inn í samninga kröfu um að lágmarkslaun nægi fyrir nauðþurftum. Það er að vísu satt, að miklu skiptir að stöðugleiki haldist í þjóðfélaginu, þannig að við upplifum ekki aftur Hrunadans verðbólgu og gengisfellinga, en áttum okkur á því, að það að hækka lægstu laun í 60-70 þúsund á mánuði mun ekki setja þjóðarbúið í vandræði. svo fremi sent aðrir í þjóðfé- laginu þrýsta ekki á, að fá sam- svarandi hækkun eins og raun- in hefur því miður yfirleitt orð- ið. En bíðum hæg, livað er yfir- læknirinn og hátekjumaðurinn að skrifa um þá sem lægst launin hafa, er ekki bara verið að safna punktum fyrir kosn- ingar? Eg hef reyndar verið spurður að því hvernig mér detti í hug að ætla að reyna að komast inn á þing og lækka í áliti, áhrifum og ekki síst laun- um. Svarið er í raun einfalt. Maður á ekki að tapa trúnni á það sent maður telur rétt, þó maður hafi náð að koma sér áfram eins og sagt er. Eg er næst yngstur í sex barna verka- mannafjölskyldu í Hafnarfirði. Pabbi þrælaði myrkranna á Hrafnkell Óskarsson milli til að framfleyta okkur og oft sá maður hann varla nema í matartímunum þegar hann kom labbandi heim með brús- ann og bitaboxið í hádeginu og á kvöldin, fékk sér kríu yfir fréttunum og labbaði svo af stað aftur til vinnu. Mín jafnaðarstefna er ekki lærð í skóla eða fengin í arf, hún kemur úr uppvextinum og ekki síður úr sumarvinnu frá 11 ára aldri í Bæjarútgerðinni og síðar í Straumsvík. Ástæðan fyrir því, að ég komst menntaveginn á enda var aðallega sú að ég var yngri en hin, þau voru ekki verr gef- in nema síður væri en urðu að hætta fyrr til að leggja sitt af mörkunum við tekjuöflun. Mér fannst þetta óréttlátt þá og finnst það óréttlátt enn. Og enn er ástandið slæmt, enn er fólk að strita myrkranna á milli til að ná endunt saman, enn er fólk sem ekki hefur efni á að læra það sem hugurinn og hæfileikar standa til. Er ekki löngu kominn tími til að þessu verði breytt? Það hlýtur að vera grund- vallarkrafa í okkar þjóðfélagi að tryggja fólki vinnu, og tryggja að hægt sé að fram- fleyta fjölskyldu á laununum. Allt annað verður að aukaatrið- um í samanburðinum. Suðurnesjum l.jan 1995 Hrafnkell Oskarsson Ungt Suoumesjasong- fólk var i sviðsljósinu á nýársfagnaðinum, þati Dagný lónsdótt- ir, sópran og Jóliann Smári Sævarsson, bassi. Hér má sjá mcmi scm þora að taka ákvarðanir i politík og aðra sem „baka ckki vandræði". Allir skcmmtu sér kommglcga. Þorstcum Arna- son, varabxjar- fulltrúi iftnu fjöri að vanda, sýndi pcls ogfór létt mcð og Marta Teits- A dóttir er glæsilcg t licssum nj „lakobs- i’t'is". Magnús Schcving, Iþróttaniaður ársins 1994 var heiðursgestur kvöldsins og flutti skemmtilegan „grínþátt". Hér cr hann mcð konu sinni Ragnheiði og þremur Kjartans bræðrum og eiginkonum þcirra. Glæsilegur nýársfagnaður var haldinn á Flughóteli á nýárskvöld. Yfir hundrað manns mættu í fagnaðinn sem var að megninu til í göngu- götunni í Kjarna. Þar nutu gestir Ijórréttaðs kvöldverðar matreiðslumeistara Flughótels og skemmtiatriði voru ekki af verri endanum, síður en svo, því Suðurnesjasöngfólkið Dagný Jónsdóttir, sópran og Jóhann Smári Sævarsson, bassi þöndu raddirnar við góðar undirtektir. Þau eru bæði við söngnám í London og hafa staðið sig ntjög vel. Þá var pelsasýning frá Refa- búi Jakobs Árnasonar að Auðnum á Vatnsleysuströnd. Heiðursgestur kvöldsins var svo nýkjörinn íþróttamaður ársins, Magnús Scheving, þolfimimeistari og grínari. Nafni hans Magnús Kjartans- son var veislustjóri og stjórn- aði hann þessari glæsilegu og vel heppnuðu veislu og dans- leik með sínum alkunna húmor. nnjndinni cr einnig Giiðmtindur Sigurðsson Vogabæjarbóndi sem fékk óvænta „dýfti" á nýársfagnaðinum þcgar lionuin var suitg- inn afmælissöngurinn, cnda varð maðurinn fimmtugur þennan dag.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.