Víkurfréttir - 05.01.1995, Qupperneq 6
6
5. JANUAR 1995
VÍKURF réttir
Stœrsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum
Aííkur
nv* *
• F R É T T I R
Útgefandi: Víkurfréttir hf.
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717,
15717. Box 125, 230 Keflavík. Póstfax nr. 12777.
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-33717.
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heimas. 27064, bflas. 985-42917.
Auglýsingastjóri: Sigríður Gunnarsdóttir.
Víkurfréttum er dreift ókeypis um öll Suðumes.
Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna.
Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt
nema heimildar sé getið.
Útlit og umbrot: Víkurfréttir hf.
Filmuvinna og prentun: Stapaprent hf., Njarðvík
♦ Komið með Sandvtk GK til Sandgerðis á þriðjudagsmorgun.
Víkurfréttamynd/Hilmar Bragi
Nóg aðpera hjá björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein:
OIIULAUSIR SJE6ARPAR DREGNIR í LAND
Meirí kosningar
Annað kosningaárið er nú að hefja göngu sína. Suður-
nesjamenn kusu svo oft í fyrra að þeir sáu allt orðið í „X-um“.
Ýmist voru það sameiningarkosningar, nafnakosningar eða
sveitarstjómarkosningar. Nú verða það alþingiskosningar og
meiri nafnakosningar, alla vega í sameinuöu sveitarfélagi sent
er bara með bráðabirgðanafn. Ekki má segja nafnlaust því þá
verða bæjarfulltrúar í nafnleysunni voða viðkvæmir.
Bæjarfélagið heitir nefnilega hinu virðulega nafni Keflavík-
Njarðvík-Hafnir. Alla vega á meðan annað er ekki ákveðið.
í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði á meðal
íbúa fyrir stuttu kom í Ijós að um 60% aðspurðra vildu nafnið
Keflavík. Nafnið Reykjanes kom út úr þessari könnun sem
nokkurs konar friðarlausn, þ.e. ef núverandi bæjarnöfn væru
ekki leyfð.
Það er Ijóst að sameinuðu sveitarfélagi verður nokkur vandi
á höndum þegar nafnamálið kemur fljótlega til afgreiðslu
aftur. Það er að vísu ineð sérfræðinga Félagsvísinda-
stofununar Háskólans með sér og nú á að kynna málið betur
og standa betur að því á allan hátt. Lýðræði gæti orðið
nokkuð afsætt hugtak þegar kemur að því að ákveða nafn,
sérstaklega í ljósi þess að meirihluti er fylgjandi því að nafnið
Keflavík verði á nýja bæjarfélaginu. Minnihluti bæjarbúa er á
móti því þó margir viðurkenni að nafnið sé gott og margir
segja. það besta.
Nú á að hætta að vera með tilfinningakreddur. Velja besta
nafnið og það strax. Gleðilegt nýtt nafnaár!
Páll Ketilsson.
Sjóferð sægarpanna á Sand-
vfk GK 325 endaði snögglega á
Faxaflóa á þriðjudaginn. Þrír
trillukarlar höfðu Sandvíkina á
leigu og héldu til veiða með
þau skilaboð að olíutankurinn
væri fullur. Þeir héldu til veiða
en þegar komið var á miðin tók
vélin að hósta og héldu menn
að um olíustíflu væri að ræða.
Þegar betur var að gáð kom í
ljós að olíutankurinn var gal-
tómur og því ekkert um annað
að ræða að kalla á hjálp frá
björgunarskipinu.
Hannes Þ. Hafstein hélt úr
höfn á tíunda tímanum um
morguninn og kom með Sand-
víkina í togi til Sandgerðis
þremur tímum síðar.
Vísir félag skipstjórnarmanna:
Mótmæla því að kvóti verði veðhæfur
Vísir félag skipstjórnar-
ntanna á Suðurnesjum, skorar á
Alþingi að hafna alfarið þeim
hugmyndum að kvóti verði
veðhæfur og hægt verði að
veðsetja óveiddan fisk.
í frétt frá félaginu hafnar það
núverandi fiskveiðistefnu og
mælir með því að upp verði
tekin sóknarstýring. Þá vill fé-
lagið að allur fiskur fari á fisk-
markað.
Á aðalfundi Vísis var sam-
þykkt að leggja til að upp verði
teknar hvalveiðar og selveiðar.
Jafnframt verði veiðar allra
færeyskra skipa bannaðar innan
íslenskrar landhelgi.
Kornflex og ktuwúlpur er skyltlueign!
Nú nýverið sendi Geimsteinn frá
sér hljómplötu sem inniheklur 14 lög
með 13 flytjendum, öllum frá Kella-
vík. Hljómplatan heitir því skemmti-
lega nafni Innrás-Kornflex og Kana-
úlpur. Það er Rúnar Júlíusson sem hef-
ur veg og vanda að útgáfunni og á
hann lof skilið fyrir framtakið. Það má
segja að platan gefi ágætis nasasjón af
því sem um er að vera í keflvískri
popptónlist.
1. Deep Jinú hefja leikinn með
laginu „Battle of words". Lagið byrjar
á ljóði eftir Bólu-Hjálmar og finnst
mér hann hafa álíka mikið erindi í lag-
ið og sykur á franskar kartöflur. Ann-
ars er lagið gott að öðru leyti. Flutn-
ingurinn kraftmikill og söngurinn góð-
ur enda engir meðaljónar á ferð.
2. Texas Jesús. Þessi skemmtilega
hljómsveit er full af fjölbreytilegum
útúrdúrum og lagið „My friend the
Flea” er ágætis sýnishom af því sem
hljómsveitin er að gera. Upphafið á
laginu fannst mér þó bera keim af
„flugvelli“ hljómsveitarinnar Ham.
Hljóðfæraleikurinn er ákaflega frum-
legur og hrár en söngur Sigga á það þó
til að vera ansi tilgerðarlegur en smá
tilgerð er eiginlega nauðsynleg í þess-
um bransa.
3. Kolrassa Krókríðandi: Kol-
rassa er á góðri leið með að ógna
„heimsyfirráðum“ Sykurmolanna,
enda verðugur arftaki. Nú fyrir
skemmstu kom út plata þeirra Kynja-
sögur sem er stórgóð og örugglega á
meðal þess besta sem út kom á árinu.
Lag þeirra „Röðin kemur að mér“
finnst mér þó í bragðdaufara lagi mið-
að við lögin á Kynjasögum. Söngur
Elísu er þó mjög góður. Hún hefur
mjög tjölhæfa rödd og er nú farin að
nýta sér hana vel. Gestasöngvarinn er
ágætur og yrði örugglega góður sem
kynnir í Nýjasta tækni og vísindi.
4. Guömundur Guðmundsson:
„Sentimental me“. Þetta er sannkölluð
„nunnuballaðá', sem á eftir að fá krist-
ið fólk um víða veröld til að fella tár
og iðrast gjörða sinna. Mannbætandi
óður um ástina, einsemdina og þá við-
kvæmu strengi er tengja tilfinninga-
manna. Valdís á áreiðanlega eftir að
stynja „æðislegt'‘. Lagið kemur eflaust
til með að príla upp vinsældastigimn.
Mjúkurpakki.
5. Speni frændi: Forleikur er flott-
ur smellur þar sem textinn vegur
minna en frábærir gítarriffar Júlla. Ef
Shaft karlinn væri ennþá á skjánum
fengi hann sér hvítan leðurjakka og
rautt bindi. Þetta er hið nýja Shaft
„theme". Staning Jón Ben. sem Shaft.
6. Litlu strákarnir í Þusl em orðn-
ir stórir. Þeir em komnir með þriggja
stjörnu umba og Geðveikur Davíð
sýnir að þessir strákar eiga eftir að af-
reka ýmsa hluti í framtíðinni þegar
Seattle vofan er dauð. Annars er lagið
kröftuglega flutt og söngurinn hefur
stökkbreyst í jákvæða átt.
7. Hinir Guðdómlegu: Þessi sveit
er þjóðlegri en Malt og harðfiskur til
samans. Þessi tónlist hefur verið sér-
staklega saminn fyrir Ásatrúarmenn
og mæli ég með því að jreir notist við
hana við bænahald. Fmmlegt en pínu-
lítið fráhrindandi. Yrði aldrei söluvara
í Smdgerði.
Felus Cactus: Þór gítarséní hefur
greinilega brugðið sér í söngtíma.
Kyrjar með ágætum lagið Flowers. Eg
hef þó heyrt nokkur önnur lög eftir
Þór sem mér finnst standa þessu
fremri. Lagið þjónar þó ágætlega til-
gangi sínum og gaman að heyra Þór
syngja.
9. Pile: Jolly Girl. Skontið lag og
vel samið Allt til fyrirmyndar nema
söngurinn sem virkar hálf þvöglu-
kenndur og máttvana. Gingseng gæti
dugað annars bara að ræskja sig dug-
lega og taka á þessu. Framtíðar rokk-
arar. Er gítarleikarinn nokkuð í láni frá
Simpsons fjölskyldunni?
10. Stulli og Hlynur: Can't run
away er ákaflega útvarpsvænt lag og
ef þið félagar verðið duglegir að
hringja og biðja um lagið gæti Bubbi
Morthens þurft að finna sér nýja
skugga til að brjóta. Nafnið á laginu er
þó hálf klysjukennt. eitthvað sem
þungarokksveitir sem sprauta sig með
canderel sætuefninu myndu skýra í ætt
við og svo auðvitað Herbert Guð-
munds.
11. Grunaðir uni tónlist er fyrir
löngu orðið eitt þekktasta bílskúrs-
bandið í Keflavík. Þeir hafa verið dug-
legir að semja og flytja frumsamið
efni á flestum stöðum bæjarins. Sanni
hefur samið betra lag en „I never
knew“ en það vinnur þó á við frekari
hlustun. Það fer að verða tímabært fyr-
ir grunaða að gefa út plötu. Þeir eiga
nóg af efni.
12. Sub Contra-Illuminate: Þetta
er tónlist fyrir dansfíkla og Daði
Magnússon heimsborgari í þessum
tónpælingum gæti örugglega komið
því til skila í höfuðborginni.
13. Deep Jimi: D.O.T.I. er tekið
upp í N.Y. Það er engum blöðum utn
það að fletta að engin hljómsveit á Is-
landi kemst með tæmar þar sem D.J.
hafa hælana þegar kemur að tónhaldi.
Ekki einu sinni hin heimsfræga hljóm-
sveit Ham sem Ámi Matt sendisveinn
...þessi sveit er þjóð-
legri en Mnlt og hnrð-
fiskur til snmnns. Þessi
tónlist hefur verið sér-
staklegn snminn fyrir
Ásntrúarmenn og mæli
ég með því nð þeir not-
ist við hnnn við hxnn-
hnld. Frumlegt en pínu-
lítið fráhritidnndi. Yrði
aldrei söluvara í Sand-
gerði...
Smekkleysu syrgði í heilt ár á
poppsíðum Moggans. Eg tel
að Deep Jimi hafi haft gott af
því að slíta samvistum um
sinn enda hafa eflaust fáar sveitir verið
eins iðnar við æfingar og því hollt að
taka smá hlé. En nú er kominn tími til
að taka upp þráðinn og endurreisa
Keflavík sem Mekka tónlistar. Ykkur
til glöggvunar var hljómsveitin U2
búin að starfa í 7 ár áður en hlutimir
tóku að gerast. Röðin er komin að
ykkur.
14. Rúnar Júlíusson goðsögn í lif-
enda lífi á síðasta orðið á plötunni
með lagið „Fögur fyrirheit" sem renn-
ur Ijúflega gegnum loftið án nokkurs
rembings eða tilgerðar. Ef einhver hef-
ur kynnt Keflavík betur eða af meiri
krafti en Rúnar, þá hafa Bítlarnir
sennilega verið grænlenskir. Rúnar
hefur unnið sér virðingu bæði yngri og
eldri hljómlistarm;uina og mun útgáfa
þessarar plötu fyrir víst auka hróður
hans. Það er fyrir löngu kominn tími
tíl að bæjaryfirvöld nuddi stýmmar úr
augunum og styðji Rúnar til frekari af-
reka á þessu sviði menningargeirans.
Því ef einhver á eitthvað skilið hvað
list viðkemur þá er það Rúnar Júlíus-
son.
Með þökk fyrir frábært framtak.
Þessi plata er skyldueign á hverju
heimili og hefur meira menningarlegt
gildi en bingóspjöld og nærfatasýning-
ar.
Tómas Tómassson