Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1995, Síða 8

Víkurfréttir - 05.01.1995, Síða 8
8 5. JANUAR 1995 VÍKURFRÉTTm Erfítt iið horfa upp á kúgun kvenna Hún er löng, leiðin úr Sparisjóðnum í Keflavík til eyðimerkur Saudi Arabíu. En Suðurnesja- konan Ingibjörg Kristjánsdóttir þekkir hana vel. Inga, eins og hún er kölluð, tók sig til og pakkaði saman dóti sínu, hætti að vinna í Sparisjóðnum og skellti sér í pílagrímaflug í Arabíu. En hvernig skyldi slík stökkbreyting koma til? „Frænka mín sem vinnur hjá Atlanta benti mér á að sækja um, þeir auglýstu ekki beint, heldur kom það fram í Morgunblaðinu að þeir væru á leið í þetta verkefni og vantaði íslend- inga til starfa. Eg fékk vinnu og hóf störf í fyrra, var í fjóra mánuði úti, kom svo heim þegar verkefninu var lokið í september, en fór aftur út í mars sl.“ - Allir hvítklæddir og með þrifaæði Inga dvaldist í borginni Jeddah ásamt u.þ.b. hundrað öðrum Islendingum sem flestir störfuðu við pílagrímaflugið. „Við flugum með fólk af þessu svæði til Mekka, en samkvæmt kóraninum á allt strangtrúað fólk að fara a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni til Mekka til að biðja. Það er ótrú- legt að sjá þetta fólk, allir eru hvítklæddir, karlmennirnir með handklæði um hausinn. Svo eru allir að þvo sér á leið- inni því það stendur í kóranin- um að þú verðir að vera hreinn þegar þú kemur til Mekka. En það má ekki nota sápu svo allir eru að skvetta á sig vatni í tíma og ótíma og iðulega er allt á floti í vatni á klósettinu í vél- inni. Það eru um fimm hundr- uð manns í vélinni í einu, en við erum bara átta í áhöfninni þannig að oft er mikið um að vera. Fólk þetta hefur aldrei komið í flugvél. Situr á hækj- um sér í sætunum og veit ekki hvernig á að spenna beltin.“ -Hver urðu viðbrögð þín í fyrstu við þessum gjörólíka menningarheimi? „Ég veit ekki hvað skal segja, þetta var svo rosalegt. Mér fannst þetta allt svo yfir- þyrmandi, allir hvítklæddir, syngjandi skrítna söngva. En þetta vandist fljótt, enda eru Arabar bara fólk eins og annað fólk. I raun hélt ég að þetta yrði mér erfiðara, ég var ótrú- lega fljót að aðlagast lífinu þarna. Ég hélt að Jeddah væri ekki svona mikil stórborg eins Inga og Páll t klæðnaði Saudi-Araba. Páll með ptpu að liætti innfæddia. Inga ásaint ungum pílagríiita-farþega og hún reyndist vera.“ -Hvernig var aðbúnaður ykkar? „Mjög góður, það var hugs- að vel um okkur. Flugið var í törnum, en góð frí á milli og þá fór alltaf mjög vel um okkur.“ - Með trúarlögguna á hælunum -Hvað gerðuð þið í fríunum ykkar? „Það er nú ósköp lítið sem við megum gera í Jeddah, nema þá þessu svæði sem okk- ur hafði verið úthlutað, þar máttum við vera í sólbaði í bikini og þess háttar. En ef við fórum út af svæðinu urðum við að vera í svartri skikkju með klút um höfuðið, þó ekki með hann fyrir andlitinu eins og konur þar þurfa að gera. Þeir þekkja mann, við erum öðru- vfsi í útliti, þannig að við erum látnar í friði ef við hyljum hár- ið. Ég slapp þó betur en ungu stelpurnar í hópnum, þessar ljóshærðu, ef slæðan var ekki með í ferð gátu þær lent í vandræðum. Trúarlögreglan svokallaða hefur leyfi til að taka fólk sem hlýðir ekki þess- unt reglum og setja það í stein- inn. Þar er enginn sent hjálpar. Þeir væru vísir með að láta niann dúsa þar, enda ekkert ís- lenskt sendiráð á staðnum. -Lentuð þið einhvern tíma í slíku? „Nei, reyndar var kippt í þessar ljóshærðu stelpur annað slagið og þeim skipað að hylja hár sitt.“ - Konurnar einungis þjónar Að sögn Ingu er konur mjög bældar í þjóðfélaginu og mega til dæmis ekki sækja bænahús- in, ekki keyra bíl og ekki sjást á götum úti öðruvísi en með líkama sinn hulin, utan augun. „Þær eru bara til að þjóna körlunum, en þó er sagt að þær ráði ríkjum inni á heimilunum. Þær fara aldrei inn í moskurnar með mönnunum til að biðja, en bænahald er stundað meira og minna allan sólarhringinn. Þegar mennirnir fara til bæna er öllu lokað og konurnar bíða á meðan. Allar búðir og þjón- ustufyrirtæki eru lokuð. Börnin eru þó nijög eðlileg, klædd í það sem við myndum kalla venjuleg föt. Það er um 13-14 ára aldurinn sem þau byrja að taka þátt í þessu mynstri trúar- bragðanna. Stelpumar eru seld- ar um 14-15 ára aldurinn, þ.e. til að giftast einhverjum." - Engin ást þar? „Nei, og erfitt að horfa upp á hvað konurnar eru kúgaðar." - Ástin í spilið Þrátt fyrir að Inga væri stödd í samfélagi þar sem ástlaus hjónabönd eru daglegt brauð fann hún sjálf ástina í íslenska hópnum. Inga og unnustinn, Páll Fanndal, máttu þó ekki sýna nein merki þess að þau væru saman þegar þau voru á almannafæri. „Við mátturn ekki labba saman úti á götu nema við værum gift, þannig að stundum lentum við í því að mæta trúarlöggunni og þá fór- um við skyndilega í sitt hvora áttina. Þeir eiga til að ganga að fólki og biðja uni giftingarvott- orð, og ef það er ekki til staðar bíður steinninn! Við máttum ekki leiðast eða yfir höfuð hafa nein samskipti nerna á okkar eigin svæði.“ - Mekka flóir í blóði Atlanta flytur pílagrímana til Mekka, og þar stoppa þeir í þrjár vikur og þá eru þeir sótt- ir. „Fólk sefur undir berunt -rætt við Ingi- björgu Kristjáns- dóttur sem starfað hefur við pílagrímaflug í Saudi-Arabíu. Eftir Huldu G. Geirsdóttur himni í Mekka og er gjörsam- lega búið að ganga sig upp að eyrum þegar það kemur til baka. Þeir labba í þrjá daga í kringum þennan svarta stein, hús Abrahams, réttsælis og rangsælis til skiptis. Dagarnir þrír standa fyrir fyrirgefningu, fórn og bæn. Á degi fórnar slátra þeir kindum, og þá má sjá þúsundir kinda láta lífið og Mekka flóir í blóði. Þarna urðu uppþot og hundruðir manna létust. Það komu einfaldlega of margir til Mekka, á tímabili voru þarna um ein og hálf milljón manna. Enda var út- gangurinn á liðinu, þegar það kom aftur í vélina, alveg hræðilegur. Það er rosalegt að upplifa slíkt. Fólk er orðið þrútið og skítugt, auk þess að vera gamalt og þola þetta illa.“ -Það hefur aldrei neitt komið upp á? „Nei, sem betur fer ekki. Að vísu var búið að vara okkur við því að einhver gæti látist, því niikið af þessu fólki er gamalt og þolir illa alla þessa áreynslu. En okkur var líka sagt að ef einhver létist þætti fólki það ekkert mál, enda væri líf þeirra fullkomið ef viðkom- andi hefði náð að fara til Mekka. Draumurinn er að deyja í Mekka og verða að blónii í garði Allah.“ - Fast í sætunum Farþegarnir í pílagrímaflug- inu eru svo til allir að fljúga í fyrsta sinn. Það er því ekki óeðlilegt að framandi búnaður flugvélanna komi þeirn spánskt fyrir sjónir. „Við urðum alltaf að byrja á því að spenna alla í beltin. Fólk hafi ekki hugmynd unt hvernig slíkt færi frant og svo hreyfði það sig ekki úr sætun- um vegna þess að það kunni ekki að leysa sig. Svo þegar það fékk matinn þá stal það alltaf öllum (látunum. Fyrir þeim voru þessi litlu plastílát eins og fjársjóður. Þetta hirti fólkið, enda fátæktin svo mik- il.“ - Með tröppuganginn á eftir sér Þegar pílagrímafluginu lauk, tók við svokallað kennaraflug. Þá er verið að flytja kennara á milli landa, sem tekið hafa að sér kennslu á svæðinu. „Þá er um allt annað fólk að ræða, þetta er menningarlegra fólk, nteð ntikið af börnurn. Ofsa- lega mikið af börnum, hrein- lega með tröppuganginn á eftir sér. Þetta llug stunduðum við frant í september og þá er tímabilinu þarna niður frá lok- ið. Atlanta er svo með verkefni hér heima ýmis konar. En við bíðum bara eftir því að sjá hvort að félagið semur aftur urn pílagrímaflugið."

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.