Víkurfréttir - 05.01.1995, Qupperneq 11
VlKURFRÉTTIR
5. JANÚAR 1995
11
SAFNMRHEIMIVIO KEFLA VIKURKIRKJII
Umræðan um safnaðarlieimili
við Keflavíkurkirkju er nú orð-
in nokkuð löng og ströng. Við
starfsmenn kirkjunnar erum
orðin nokkuð langeyg eftir
betri aðstöðu til safnaðarstarfs.
Við höfum staðið álengdar og
fylgst með umræðunni og
finnst kominn tfmi til að leggja
nokkur orð í belg.
AÐSTAÐAN í DAG -
KIRKJULUNDUR
Núverandi aðstaða er með
öllu óviðunandi. I hinu annars
ágæta og merka húsi , Kirkju-
lundi, eru nú skrifstofur presta
og annarra starfsmanna kirkj-
unnar. Ef fatlað fólk og t.d.
aldraðir, ásamt öðrum þeim
sem eiga við skerta hreyfigetu
að stríða, kemur til okkar á
viðtalstíma, verður að eiga
samtal við það fólk niðri í saln-
um sem er mjög ónæðissamt,
því að þar er unrferð af fólki í
gegn. En fyrir þá sem ekki vita
þá er upp brattan stiga að fara
að skrifstofununr. Salurinn í
Kirkjulundi er lítill og óhent-
ugur og verður að notast við
gömul skólahúsgögn þar inni,
því að það fer minna fyrir þeim
en þeim húsgögnum sem eru
gerð fyrir fullvaxið fólk og er
með því hægt að troða fleirum
í þennan litla sal. En þess má
geta að salurinn tekur ekki við
nema 1/6 af þeim sem komast
fyrir í Keflavíkurkirkju.
AFMÆLISBARNIÐ
KFFLAVÍKURKIRKJA
Keflavíkurkirkja er án efa
ein merkasta bygging hér í bæ.
Hún er önnur eða þriðja kross-
kirkja hér á landi frá siðbót. A
sínum tíma, við vígsluna, rúm-
uðust þar inni allir bæjarbúar.
En kirkjan á 80 ára afmæli nú í
febrúar n.k.
Kirkjan sem slík er alveg
nægjanlega stór. Þess má geta
að þær kirkjur sem byggðar
eru í dag sbr. Digraneskirkja
og Hjallakirkja í Kópavogi
taka ekki fleira fólk í sjálft
kirkjuskipið en afmælisbarnið
okkar. En það er aðstaðan í
safnaðarheimilinu sem skiptir
sköpum.
Við sem höfum starfað í
öðrum kirkjunt með samtengd-
um safnaðarheimilum, finnum
illa fyrir aðstöðuleysinu. Nú í
dag eru starfandi barna og
bjöllukórar í mörgum kirkjum.
Hér er það nánast óhugsandi
að vinna slíkt starf svo vel fari.
Slíku starfi fylgir gjarna mikið
hafurtask og bjöllur þær sem
eru notaðar í bjöllukórum eru
dýrar og plássfrekar.
Vel væri við hæfi að Kefla-
víkurkirkja hlyti nýtt safnaðar-
heimili í afmælisgjöf.
BYLTING í
SAFNAÐARSTARFI
í dag er vart hægt að líkja
saman safnaðarstarfi,og fyrir
80 árum þegar okkar blessaða
hús Keflavíkurkirkja var vígð.
Nú er notast við ýmis hjálpar-
tæki í safnaðarstarfinu. f dag
höfum við ENGAR GEYMSL-
UR fyrir allt þetta. Við erum
að burðast með dýr tæki t.d.
myndvarpa á milli húsanna í
öllum veðrum. Söngpalla sem
við verðum að fá lánaða til
tónleikahalds verðum við að
geyma í forkirkjunni á æfinga-
tímanum, þannig að fólk verð-
ur að troðast meðfram þeim til
að komast á snyrtingu.
Söngfólkið hefur SEX FER-
METRA herbergi sem aðstöðu
í kirkjunni. Fyrir allar athafnir
kemur kórinn til æfingar í
Kirkjulundi og verður svo á
vetrum að klöngrast yfir svell-
bunkana til athafnanna.
NÝTT SAFNAÐAR-
HEIMILI VIÐ KEFLAVÍK-
URKIRKJU
Sú tillaga sem liggur fyrir nú
að safnaðarheimili, eftir mikla
vinnu sóknamefndar, arkitekta
og annarra, tekur mið af at-
hugasemdum sem gerðar voru
við upphaflega tillögu, sýnist
mér vera draumaaðstaða starfs-
fólks safnaðarins. Þar má sjá
fyrir sér fjölskylduguðsþjón-
ustur þar sent börnin eru í
messunni í upphafi, en fara þá
í safnaðarheimilið þar sem þau
fá fræðslu við sitt hæfi á með-
an foreldrarnir hlýða á
predikum prests í kirkj-
unni. Á eftir fengi fólk
sér hressingu í safnað-
arheimilinu.
Ég sé fyrir mér
nótnasafn og æfingaað-
stöðu kirkjukórsins,
þar sem okkar ágæta
söngfólk sinnir sínurn
störfum undir einu
þaki. Ég sé fyrir mér
safnaðarheimili sem
ber nafn með réttu ið-
andi af lífi og starfi.
AÐLOKUM
Megi okkur auðnast
að koma upp safnaðar-
heimili VIÐ Kefla-
víkurkirkju.Verði af
því, þá styttist einnig í
því að kirkjan sjálf fái
andlitslyftingu á meðan yrði
helgihaldið í safnaðarheimil-
inu. Við þurfum nýtt orgel og
innréttingar kirkjunnar eru
orðnar lúnar. Öll rök mæla
með því að hefja framkvæmd-
irnar á safnaðarheimilinu. það
yrði gæfuspor fyrir okkar söfn-
uð og okkar ágæta aldna hús
Keflavíkurkirkju, sem á von-
andi eftir að verða lifandi hús,
hér eftir sem hingað til, en ekki
þögull minnisvarði.
Með ósk um farsældar- og
friðarár okkur öllutn til
handa. Einar Örn Einarsson.
Organisti við Keflavíkur-
kirkju.