Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.01.1995, Síða 7

Víkurfréttir - 05.01.1995, Síða 7
VflCUHFRÉTTIR 5. JANÚAR 1995 7 Menningarverðlaun VISA: Bryndís Einarsdóttir ein af verðlaunahöfum Bryndís Einarsdóttir, leik- listarnemi úr Njarðvík hlaut ntenningarverðlaun VISA Is- lands en þau voru afhent 29. des. sl. Visa al'henti menningar- verðlaun á fimm sviðum ntenningar- og lista og hlaut Bryndís verðlaun á sviði leiklistar. Bryndís Einarsdóttir er 25 ára Njarðvíkingur. Hún stundar nú leiklistarnám við hinn virta listaskóla. - Cali- fornia Institute of the Arts, Valencia í Bandaríkjunum og hefur getið sér einstaklega góðan orðstýr og vitnisburð. Hún var ein í hópi 30 út- valdra af 1100 umsækjend- um sem þreyttu þar inntöku- próf í fyrra og hlutu inn- göngu á leiklistarsviði og eini útlendingurinn. Þar er þvf tvímælalaust efni í Hollywood leikkonu eða sviðsleikkonu á ferð. Ein- kunnir hennar hingað til benda einnig til þess, - high pass (A) í 7 fögum af 1 I á síðustu önn og pass (B) í hin- unt, þrátt fyrir augljósa tungumálaerfiðleika. hæst í sínum bekk, en 12 af þeim 30 sem hófu námið á sama tíma og hún hafa þegar helst úr lestinni vegna þeirra hörðu og miklu krafna sem gerðar eru til árangurs og frammi- stöðu nemenda. Bryndís er borin og barn- fæddur Njarðvíkingur og ólst þar upp, en foreldrar hennar eru þau Einar S. Guðjónsson og Sigurbjörg Olafsdóttir. Hún byrjaði í dansskóla 5 ára og jassballettnámi 8 ára. Is- landsmeistari varð hún í Free-style dansi 13 ára og eldri 1985 og 17 ára og eldri 1987. Hún hóf danskennara- nám í Dansstúdíói Sóleyjar 1986 og hefur einnig stundað dansnám í New York. Þá hef- Bryndís Einarsdóttir, leiklistar- nemi úr Njarðvík lilant Menn- ingarverðlaun VISA Islands á sviði leiklistar. A myndinni hér að neðan má sjá Bryndt'si í hópi góðra vina sinna á Ibisa. Myndina fundum við í ítölsku tímariti LIP MAGAZINE sem rak á fjörur okkar á dögunutn. ur hún komið víða fram sem dansari, í söngleikjum og í sjálfstæðum dansatriðum, í sjónvarpi, tónlistarmynd- böndum og starfað sem dans- kennari, danshöfundur og stjórnandi um árabil. I umsögn um Bryndísi við afhendingu verðlaunanna segir ennfremur: „Það er samdóma álit allra sem unnið hafa með Bryndísi að þar fari einstaklega atorkusöm, dugleg, hæfileikarík stúlka og nýlegar umsagnir kennara hennar að vestan vitna ótví- rætt um það sama, að þar sér framúrskarandi „talent" á ferð, sem eigi eftir að ná langt á listasviðinu. Bryndís hlaut í verðlaun 300 þús. krónur en alls námu verðlaun VISA 1500 þús. krónum til fimm aðila en þetta er í þriðja sinn sem af- hent er úr menningarsjóði fyrirtækisins. Brids: Góð þátttaka í Keflavíkurverktakamótinu Mjög góð þátttaka var í Keflavíkurverktakamóti Brids- félags Suðurnesja vanir/óvanir, sem haldið var 27. des. sl. Lið- lega 70 manns spiluðu á 18 borðum og var spilaður 9 um- ferða Mitehell. Veitt voru verð- laun fyrir tvö efstu sætin í hvorum riðli. Keppnin var jöfn og spenn- andi og réð síðasta spilið úrslit- unt í báðunt riðlunum. I N/S riðli sigruðu Erla Sigurjóns- dóttir og Þorsteinn Kristmunds- son, hlutu 257 stig, en meðal- skor var 216. Næstu pör í N/S: Kári Ölversson-Margrét Karlsdóttir............254 Kristján Kristjánsson/Gunnar Guðbjömsson............239 Kristín Andrewsdóttir- Hulda Hjálmarsson......238 Kjartan Sævarsson- Sigfús Ingvason........235 I A/V riðlinum sigruðu bræðurnir Ragnar Ragnarsson og Arnór Ragnarsson eftir hörkukeppni, með samtals 258 stig. Næstu pör í A/V: Guðjón Jensson- Gísli Hauksson..........253 Óli Þór Kjartansson- Bjöm Stefánsson.........245 Grethe Iversen-Guðjón Guðjónsson..............244 Valur Sfmonarson- Birna Valdimarsson......244 Þetta er þriðja árið í röð sem Bridsfélag Suðurnesja heldur Keflavíkurverktakamót milli jóla- og nýárs, en verktakarnir eru helstu styrktaraðilar félags- ins. Mótið tókst vel í alla staði. Keppnisstjóri var Isleifur Gíslason. ♦ Vcrðlaunahafamir í Keflavíkurvcrktakamótinu t Stapanum. Taliðfrá vinstri: Margrét Karlsdóttir, Kári Olversson, Ragnar Ragnarsson, Amór Ragnarsson, Erla Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Kristinundsson, Guðjón fcnsson og Gtsli Hauksson. HTOBREmSLU namskeið 12 Wktia námskeið hefst mánudaginn 16.janúar # fítumælíng # mataræðí (ráðgjöf) # næringartafía Morgtmtfmar kl. 08:30 Kvöldtímar kl. 20:30 SúmUMf, (uxfal SÍMI 14828 SUÐURNESJAMENN! Englakroppar - lobaðír tímar fyrir þá sem þurfa ið missa 10 kg. eða meira. STUÐ - PUÐ og samheldni Skráning hafin! íl] STUÐBANDIÐ OG GARÐAR Höfum marg oft leikið fyrir ykkur. Erum tilbúnir á árshátíðar og þorrablót. Uppl. Garðar s: 91-674526 og 91-813500. Óskum öllum Suðurnesja- mönnum farsældar á nýju ári, með þökk fyrir sam- skiptin á liðnum árum. LÍFEYRISSJÓÐUR SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.