Víkurfréttir - 16.03.1995, Page 13
VfKURFRÉTTIR
16. MARS 1995
13
þeirra því hljóðfærin blasa við
þegar gengið er inn í stofu. Þau
eru einnig með sérstakt her-
bergi í kjallaranum þar sem pí-
anóið og orgel er staðsett.
Maður ímyndar sér alla fjöl-
skylduna saman komna á smá
fjölskyldukonsert þarna niðri.
Gróa og Gummi eiga nefnilega
fjóra stráka og þeir spila allir á
hljóðfæri nema sá yngsti því
hann er nú bara sex mánaða!
Annars lærir hann örugglega
að spila á eitthvert hljóðfærið
seinna meir. Eg var svo heppin
að fá að hlusta á bræðurna
Guðmund og Hrein, sjö og átta
ára gamla, spila á selló og
fiðlu. Þeir hafa mjög gaman af
því að spila á hljóðfærin sín og
eiga auðvelt með það. Elsti
strákurinn, Sigurður, er sautján
ára. Herbergi hans og stúdíó er
niðri í kjallara, þar situr hann
og spilar og pælir í tónlist.
Gróa og Suzuki
aðferðin
Gróa kennir við Tónlistar-
skólann í Ketlavík m.a. Suzuki
aðferðina. Til þess að kenna
Suzuki þarf sérstakt nám. Hún
stjórnár einnig barnakór við
skólann. Gróa segir að börn
geti lært mjög ung að spila
með Suzuki aðferðinni, þetta
er nám barnsins á ábyrgð for-
eldris. Þau vaxa að hljóðfærinu
en ekki frá því. Til að byrja
með læra börnin engar nótur
heldur hlusta þau og spila
seinna eftir eyranu. Svo eru
ýmsir leikir notaðir til að
kenna þeim að spila lag án
nótna. Henni finnst þessi
kennsluaðferð alveg mögnuð.
Gummi og
Skagfirska söngsveitin
Guðmundur hefur nú sungið
og æft með Skagfirsku
söngsveitinni í Reykjavík í sjö
ár. Þeir hafa gefið út geisladisk
þar sem hann syngur einsöng
og tvísöng. Gróa segir að þeir
hjá Skagfirsku hafi verið fljótir
að uppgötva sönghæfileika
Gumma og vilja sko alls ekki
sleppa honum. Hann segist
sjálfur syngja með hjartanu, er
aldrei með sviðskrekk eða
stressaður, heldur þvert á móti,
rólegur og yfirvegaður í söngn-
um. Að eðíisfari er hann feim-
inn en sönglistin opnar fyrir
honum nýjar víddir.
Nóg að gera
Þrátt fyrir að Gróa sé búin
að vera í fæðingarorlofi þá tók
hún þátt í uppfærslu Tónlistar-
skólans í Keflavík á Karnival
dýranna. Þar stjórnaði hún
barnakórnum. Gróa segist vera
mjög ánægð með samstarf tón-
listarfólksins í bænum. Það er
ýmislegt að gerast í tónlistarlífi
bæjarins og hún er þess full-
viss að framtíðin beri í skauti
sér heilmiklar uppákomur í
tónlist. Áhuginn og metnaður-
inn er slíkur. Seni dærni má
nefna að Barnakór Tónlistar-
skólans hefur verið boðið að
syngja með Sinfóníuhljómsveit
Islands í lok mars hér á Suður-
nesjum. Hin seinni ár hefur
tónlistarviðburðum tjölgað hér
um slóðir, það auðgar bæjarlíf-
ið og gerir allt svo miklu
skemmtilegra.
Lítil sveit
Gummi á sér annað hugðar-
efni en það er hestamennskan.
Hann á ftmm hesta í túnjaðrin-
um hjá tjölskyldunni. Hesthús-
ið er rétt hjá heimili þeirra.
Fyrir átta árum síðan var hann
einnig með kindur. Hann segist
vera hálfgerður syngjandi
bóndadurgur. Á sumrin slær
hann túnið með orf og Ijá
þannig að fornir búskaparhætt-
ir eru ennþá viðhafðir í Innri-
Njarðvík.
Þar sem Gróa og Gummi
búa er frábært útsýni og þeim
finnst hvergi betra að ala upp
börn en einmitt þarna. Sveita-
stemningin svífur yfir vötnum
og börnin finna fyrir ákveðnu
frelsi. Þau leika sér óspart í
móanum eða niðri í fjöru og
við tjörnina. Svona umhverfi
er forréttindi í dag því alls
staðar er þrengt að fólki í bæ.
Dæmisaga hjóna
En lífið er ekki eilífur dans á
rósum, stundum ganga hlutirn-
ir ekki nógu vel og þá er það
spurningin hvernig best er að
taka á málunum. Gróa og
Gummi fengu að reyna þetta
árið 1981 og þau ákváðu
að skilja. Fimm árum
seinna náðu þau saman
aftur og giftu sig í annað
sinn. Hjónabandið er lær-
dómur og hjónin eru
nemendurnir. Fólk verð-
ur að leggja sig fram ef
það vill vera ánægt. Þeim
fannst rétt að enda við-
talið með góðri
dæmisögu sem hjónafólk
þyrfti að rifja upp á
hverjum degi ef allt á
ganga vel.
Ef þú vilt eiga blóm-
garð þá þarftu að slíta
arfann um leið og hann
skýtur upp kollinum, þ.e.
að ræða málin í einlægni. Ef
arfinn er ekki reittur þá nær
hann smám saman að kaffæra
blómin og þú sérð þau aldrei
blómstra. Þitt er valið.
♦ Gróa með þann yngsta, sem
inun örtigglega læra á hljóðfæri
seitina meir.
♦ Bræðtirtiir Guðitiundiir og Hreiitn spila á selló og fiðlu.
XB Framsóknarflokkurinn
Hjálmar
Árnason
starfsmenntun
og einsetinn
skóla fyrir alla.
Hjálmar í baráttusæti á Reykjanesi
Suðiirnesiamann á þing
I FELAGSBIOI
Leikgerð og leikstjórn: llulda Ólafsdóttir
FRUMSYNING LAUGARDAGINN 18. MARS KL. 15:
2. sýning sunnudaginn 19. mars HHtBHil
3. sýning sunnudaginn 19. marsl.mwnii]
4. sýning laugardaginn 25. marsl1liÞrfi!í1
5. sýning sunnudaginn 26. marsl!mErfi!i1
6. sýning sunnudaginn 26. rnarsimirtfli]
Miðasala hefst klukkutíma fyrir sýningu
UKEUG KEFUWIM
PflSKflTILBOÐ
KÓPAL 06 HÖRPU-INNIMÁLNIN6 F]dfOpinn
Hafnargötu 90 • Keflavík - sími 14790