Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.1997, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 06.02.1997, Blaðsíða 3
-fimm millj. kr. verk án útboðs Framkvæmd útboðsmála vegna grunnskóla í Heiöarbyggð og búnaðarkaupa fyrir skrifstofúr Reykjanesbæjar í Kjarna var nýlega gagnrýnd í bæjarráði Reykjanesbæjar og ákvað bæj- arstjórn á fundi sínum sl. þriðjudag eftir nokkrar umræð- ur að athuga annað útboð í raf- lagnir sökum fákeppni. Utboð í framkvæmdir við grunnskóla í Heiðarbyggð var lokað og gerðu Jónína Sanders formaður bæjarráðs, Anna Margrét Guðmundsdóttir (A) og Björk Guðjónsdóttir (D) fýr- irvara varðandi útboð raflagna sem féll í hlut Rafmiðstöðvar- innar fyrir kr. 4.254.165. Raf- miðstöðin var eini aðilinn sem boðið var að bjóða í hönnun raflagna vegna grunnskólans og rituðu auk fyrrgreindra bæj- arfulltrúa Jóhann Geirdal og Steindór Sigurðsson undir bók- un þar sem segir m.a. að slíkt samræmist ekki þeim vinnu- reglum sem bæjaryfirvöld vilja viðhafa þ.e. að ef um fákeppni er að ræða sé eðlilegt í lokuð- um útboðum að leita tilboða víðar. Einnig eru búnaðarkaup fyrir skrifstofur Reykjanesbæjar að Hafnargötu 57 gagnrýnd þar sem gengið var frani hjá vilja bæjarráðs um að bjóða út skrif- stofuálmu og var einungis ósk- að eftir tilboði frá einum aðila í hvem þátt. Heildarkostnaður skrifstofuálmu fyrir utan síma- kerfi og lausabúnað í anddyri og móttöku er tæplega 5 millj- ónir króna. I bókun Jónínu Sanders um málið í bæjarráði segir m.a: „Hér tei ég ekki rétt að málum staðið. I fyrsta lagi er samþykkt bæjarráðs um útboð hundsuð og í öðm lagi er verið að fara á skjön við stefnu bæjaryfrrvalda að bjóða út öll verk á almenn- um markaði þar sem kostnaður fer yfir 600 þúsund krónur“, segir í bókun Jónínu. „ Frestun flutnings um nokkra mánuði er smámál miðað við það að af- henda ákveðnum aðilum verk fýrir tæplega 5 milljónir króna án útboðs“. Undir þetta tók Björk Guðjónsdóttir (D) og einnig gerði Anna Margrét Guðmundsdóttir fyrirvara um málið. Meirihluti lagði til á fundinum að hönnun vegna raflagna verði boðin út á nýjan hátt sökum fá- keppni. Kristján Gunnarsson (A) og aðrir fulltrúar minni- hluta gerðu það að tillögu sinni að málinu væri vísað í bæjarráð til skoðunar og var það sam- þykkt. FRÁ ÚISÖLUVERÐI PELMO gular baunir 500 gr. 9 KR. GULRÆTUR 500 gr. 139 KR. OETKER bollumix 500 gr. 139 KR. BRAGA Columbiakaffi 500 gr. 298 KR. PICKÍ/VICK TE 3 saman 299 KR. KS KANELSNÚÐAR 400 gr. 169 KR. LAUKUR 19 KR. KG. PÚRRULAUKUR 169 KR. KG. I búsáhaídadeild! Islenskir geisladiskar frá kr. 99.- Sjónaukar á hálfvirði. Barbie-dúkkusett með 50% afsætti. mm.MkmmmuMk föstubág o D Jtjófiip Jí besta veröi i Víkuifréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.