Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.1997, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 06.02.1997, Blaðsíða 6
Haí-Ís ehf. í Keflavík: 40 - 50 manns ráðin í loðnu Loðnufrysting er nú óðum að hefjast og að sögn Jónasar Snorrasonar hjá fiskvinnslu- fyrirtækinu Haf-ís ehf. hafa um 40 - 50 manns verið ráðn- ir. Jónas bjóst við ]iví að vinna hæftst upp úr mánaðarmótum en fer það allt eftir þvf hvenær vinnsla á rússaloðnu hefst. Vinna við Japansloðnu hefst um miðjan febrúar og er unn- Bakkavör í Kef'lavík: ið í henni í tvær til þrjár vikur. Þá tekur að sögn Jónasar við mánaðartörn í rússaloðnu til viðbótar. Er þetta mikil vinna? „Já þetta er tarnavinna og gera sér flestir grein fyrir því. Við reynum að ráða vant fólk og oft er þetta fólk sem er að leita sér að meiri vinnu. Loðn- an þýðir einfaldlega uppgrip hjá öllum.“, sagði Jónas. Vinnsla hefst fyrir 10. feb. Kristján Kristjánsson verk- stjóri Bakkavarar í Njarðvík sagði að enginn vissi ná- kvæmlega hvenær loðnu- vinnslan hæfist en þó spáði hann því að hún yrði fyrr á ferðinni og hæfist fyrir 10. febrúar. Bakkavör hefur ráðið tugi manns í loðnufrystinguna og að sögn Kristjáns er það að miklum hluta skólafólk. Að hans sögn verður unnið við loðnufrystingu í u.þ.b. 15 daga og ekki mikið lengur. Er þetta ekki erfið vinna? „Nei, nei, ekki svo. Þetta eru náttúrulega langar tarnir þar sem unnið er í 12 tíma sant- fleytt og staðið lengi en ann- ars er þetta ekki svo líkamlega erfitf‘, sagði Kristján. Haf-ís ehf. í Keflavík: r -Kristján Gunnarsson, formabur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. „Viðbrögð fólks hafa verið góð og það hefur verið rosaleg að- sókn í störf hér“, sagði Sigur- laug Reynisdóttir fjármálastjóri Suðumess ehf. sem hefur ráðið yfir 150 manns í störf við loðnufrystingu. Að sögn Sigurlaugar er það mest skólafólk sem sækir í frystinguna en þó er nokkuð um eldra fólk. Unnið verður á tveimur tólf tíma vöktum og bjóst Sigur- laug við því að vinna við loðnufrystingu stæði í tvær til þrjár vikur. „Ég geri ráð fyrir því að loðnufrysting og þau atvinnu- tækifæri sem henni fylgir muni lækka tölu skráðra at- vinnulausra töluvert", sagði Kristján Gunnarsson fotmað- ur Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og nágrennis. „Fólki af atvinnuleysisskiá er miskunnarlaust boðin vinna í loðnufrystingu þegar hún gefst og þá detta mikið niður tölur atvinnulausra. Þó eru alltaf einhveijir sem geta ekki unnið slíka vinnu af læknis- fræðilegum orsökum en að öðru leyti er þetta kærkomin búbót fyrir atvinnulausa“. Að sögn Krisjáns er fólk tekið af atvinnuleysisskrá sem ekki þiggur vinnu í loðnu enda sé hún boðleg öllu fullfrísku fólki hvaðan sem það kemur úr þjóðfélagsgeiranum. Húsfyllir á opnum fundi um brunamál í Kefiavík: VÍS greiddi 300 milljónir vegna eldsvoða í Kellavík Um 60% af útborguðu bmna- bótatjóni hjá Vátryggingafé- lagi Islands hf. á síðasta ári var vegna tveggja stórbmna í Keflavík, þ.e. í Jámi og Skipi og í Víkurási. Þetta kom fram á opnum fundi sem Bruna- vamir Suðumesja stóðu fyrir á Glóðinni sl. föstudag. Húsfyllir var á Glóðinni en markmið fundarins var að ná athygli forráðamanna fyrir- tækja og bæjarbúa um áhrif, samvirkni eldvarna og slökkvistarfa þar sem teknir voru fyrir stórbrunar á svæði Brunavama Suðumesja 1996. Benjamín Guðinundsson, framkvæmdastjóri Víkurás eða Reyk-ás eins og hann orð- aði það sjálfur í inngangi ræðu sinnar, tók fyrstur til máls. Benjamín fór stuttlega yfir sögu fyrirtækisins sem íiann sagði hafa verið í stöð- ugunt vexti frá upphafi og 1996 haft fjöldi launþega ver- ið 21 með 15 ársverk. „Mestu erfiðleikarnir eftir brunann fólust í því að halda starfseminni át'ram, standa við samninga o.fl. Það hefði verið mun auðveldara að hætta en það var ekki gert. Þess f stað höfum við starfað í húsakynn- um Hjalla Guðntundssonar og sona en innan fárra mánuða verðum við aftur komnir að Iðavöllum 6 í nýtt húsnæði, reist á grunni þess gamla,“ sagði Benjamín. Hann varpaði fram nokkmm spumingum eins og: Er ráðlegt að hafa flugelda- sölu og trésmíðaverkstæði í næsta nágrenni? Eru bruna- varnir hjá fyrirtækjunt al- mennt í lagi? Hann taldi svo vera í Víkurási. Hver er styrk- ur slökkviliðs sem mætir á staðinn með tvo menn og einn bíl? Að Iokum sagði Benjamín að umfjöllun fjölmiðla miðaðist við að ftnna sökudólga og or- sakir og væri það miður. Örn Bergsteinsson, vara- slökkviliðsstjóri fjallaði m.a. um eldvarnir í Víkurási og Jám og Skipi. í máli hans kont fram að krafa um reyklosunarlúgu á þaki beggja þessara bygginga hafi verið gerð fyrir all nokkm síð- an. Auk þess haft verið gerð krafa um að Jám og Skip yrði gert að tveimur brunahólfum í stað eins og að norðurveggur, en við hann kom eldurinn upp, yrði gerður að A-60 vegg og gluggum á hounum yrði lokað. Baldur Baldursson, aðalvarð- stjóri sem var á vakt þegar út- kallið í Víkurás barst fjallaði um fyrstu aðkomu þar en hann sagði slökkviliðsmenn hafa mátt sín lítils þegar að var komið. Baldur sagði það veikleika hversu langan tíma það tæki fyrir slökkviliðið að komast af stað en það væri vegna þess hversu fáir væm á vakt eða þrír en tveir færu strax af stað en sá þriðji er eft- ir til að hringja út aukalið. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri skýrði eðli elds, þróun hans og hvað ger- ist við yfirtendrun eins og átti sér stað í báðum brununum. „Við yfirtendrun verður sprenging og súrefni streymir inn þar sem eldur hefur náð að krauma og myndað mjög eldfimar gufur og aðstæður fyrir eldinn þar af leiðandi mjög góðar. Það eina sem vantar er súrefnið sem kemur við sprenginguna þegar rúður o.fl. bromar. Þegar yfirtendmn hefur átt sér stað verður bmn- inn mun hraðari og nánast ómögulegt að ráða við hann eftir það.“ Sigumndur sagði að í nánast öllum stórbmnum á íslandi væru til staðar van- efndir í bmnavömum. Guðmundur Gunnarsson, yfirverkfræðingur frá Bruna- málastofnun rikisins sagði að í brunum sambærilegum og þeim sem urðu í Járni og Skipi og Víkurási hetði senni- lega einungis dugað að hafa úðutiarkerfi en viðvörunar- kerfi væri nægjanlegt í hús- næðum sem innihéldu ekki mikinn eldmat. Guðmundur sagði að þegar vanefndir eiga sér stað í brunavörnum, þ.e. |regar eigendur fasteigna rjúfa brunahólfun og vanvirða reglugerðir, taka þeir ákvörðun um aukna áhættu þegar eldur verður laus og slá vopn úr höndum slökkviliðs. Pétur Már Jónsson, fram- kvæmdastjóri Vátryggingafé- lags íslands fór lauslega í gegnum tryggingaflóruna. Hann sagði að 60% af útborg- uðu brunabótatjóni á síðasta ári, um 300 miíljónir kr. haft verið vegna þessara bmna. Hann kom með tillögu sem liann sagði að allir ættu að gefa gaum að en það er Eld- varnarvika á Suðurnesjum sem sveitarfélög, tryggingafé- lög og eigendur fyrirtækja standa að. Hann lýsti því jafn- framt yftr að VIS hefði áhuga á slíku. Undir þetta tók bæjar- og fundarstjórinn Ellert Ei- ríksson. Ekki var mikið um fyrirspum- ir í pallborðsumræðum enda frummælendur margir og fyr- irlestrar þeitTa ítarlegir. Drífu Sigfúsdóttur og Ellerti Eirríks- syni lék þó forvitni á að vita hvort VIS væri tilbúið að veita afslætti einhverskonar á ið- gjöldum ef fyrirtæki eða heimili væm vel búin bruna- vömum. Pétur hjá VÍS sagði svo vera en matsmenn mætu jafnan aðstæður hverju sinni þ.e. bmnavamir og umhverfi og fyrirtæki greiddu sam- kvæmt því. Um heimilis- tryggingar sagði Pétur vera það lágar að erfitt væri að slaka mikið á þeim. Fundi var slitið kl. 17.15 á orðum Sigumundar Eyþórs- sonar, slökkvistjóra um að gleyma ekki þessum tveim brunum heldur draga af þeim lærdóm. 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.