Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 06.02.1997, Blaðsíða 15
II w „Vélmennið frá Vogum" Jón Ingi Ægisson valtaði yfir mótherja sína á Opna Hitaveitumótinu sem fram fór á Knattborðsstofu Suðumesja um sl. helgi. 26 keppendur mættu til leiks og þar á meðal margir lítt reyndir t' mótum. Gömlu refirnir mættu flestir og sá elsti og flottasti Guðmundur Stefáns- son(yfirdúpplari). Mesta athygli vakti golfarinn Davíð Jónsson sem gerði sér lítið fyrir og lagði Adam Ingason sem varla var meira en skugginn af sjálfum sér. Næstur fyrir barðinu á Davíð í íjög- urra manna úrslitum var Börkur Biig- isson sem mætti til leiks lasburða með stíflað nef og hitavellu og lítt undir það búinn að spila erfiða leiki við Davíð sent rúllaði Berki upp og var þar með kominn í úrslit. I hinum undanúrslitaleiknum spilaði Jón Ingi við Isfirðinginn Einar Guðlaugsson. Isfirðingurinn hafið lítið að gera í klær Vogabúans og lauk viðureign- inni 4-0. Úrslitaleikurinn á milli Jóns Inga og Davíðs náði því aldrei að verða spennandi til þess vom yfir- burðir Jóns of miklir og þrátt fyrir góða tilburði Davíðs varð hann að þessu sinni að lúta í lægra haldi fyrir „Golíati snókersins á Suðumesjum". Leiknum lauk 5-1. Jón Ingi átti auk þess hæsta breik mótsins 73 og fékk fyrir það aukaverðlaun. Vélmennið er sem segulstál á verðlaunagripi en vonandi fara „Þymirósarprinsamir" sem þykjast vera í sama getuflokki og Jón Ingi að taka sig saman í and- litinu svo næstu mót geti orðið meira spennandi. Næsta mót verður Ása- mót sem haldið verður nk. laugardag og hefst kl. 17, skráning er í síma 421-3822. Vel heppnuö Skotlandsíerð Unglingalandslið í körfu árgan- gur 1981 gerði góða ferð til Glasgow I7.janúarsl. Liðið spilaði við stráka á sama aldri í skólaliði í Paisley og vann þann leik með 86 stiga mun. 18. janúar var vaknað snemma og farið í rútu til Arbroath en þar var spilað við '81 landslið hjá Skotum. Uppselt var á leikinn, liðin voru leidd út á völlinn og á undan fóru strákar með sekkjapípur. Að því búnu heilsaði borgar- stjórinn upp á liðin. Islensku strákarnir sigruðu í leiknum með 50 stiga mun og var leikurinn mun auðveldari en fyrirfram var búist. Eftir leikinn var móttaka á vegum bor- garstjórans þar sem liðunum var boðið í mat og haldnar ræður. Gist var á hóteli í Arbroath. 19. janúar var spilaður leikur við Musketters, það eru strákar fæddir 1978 og er talið sterkas- ta skólalið í Skotlandi. Islensku strákamir unnu með 15 stiga mun. Þá var farið aftur til Paisley og á leiðinni var KEFLAVIK n-p7zó~r7A- Km#ms'}m/i’?SA42 Aðalfundur verður haldinn í sal Fjölbrauta- skóla Suðurnesja sunnudaginn 23. febrúar 1997 og hefst kl. 14:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Verðlaunaafhending íþróttamenn deilda heiðraðir og síðan einn af þeim útnefndur „ íþróttamaður KEFLA VÍKUR 1996" Iðkendur og félagar eru hvattir til að mæta. Kaffiveitingar. Stjórnin. skoðaður minnisvarði (kastali og turn) Williams Wallis sem hafði m.a. að geyma sverð það sem hann átti að hafa notað. Strákamir fóru síðan til heimi- lana sem þeir voru á fyrstu nót- tina og gistu þar. Fimm strákar af Suðumesjum voru valdir í U8l liðið að þessu sinni. Þrír úr Keflavík, einn úr Njarðvík og einn úr Grindavík. Stóðu þeir sig allir með prýði. Þjálfari liðsins er Hörður Gauti Gunnarsson og aðstoðarþjálfari er Jón Guðbrandsson. Þess má geta að Jón hefur þjálfað strákana þrjá úr Keflavík frá því að þeir byrjuðu í körfubolta þangað til í vetur að hann „villtist" inn í Njarðvík. Einn dómari, Einar Skarphéðinsson, var með í förinni, leikskrá var gefin út og umgjörð öll „alvöru“. Áætlun Keflavík-Reykjavík Frá Keflavík Frá Reykjavík Mir dagar Laugar dagur Sunnu dagur 6:45 8:15 8:30 10:30 12:30 14:30 15:45 17:15 17:15 19:00 20:30 22:00 8:30 10:30 12:30 14:30 15:45 17:15 19:00 20:30 22:30 23:30 10:00 11:00 12:30 14:30 15:45 17:15 19:00 20:30 22:30 23:30 Virkir dagar Laugar dagur Sunnu dagur GEYMIÐ AUGLYSINGUNA i __I — Dekurdagar Dekurdagar mcd snyrtingum að eigin vali IJtið dekra við ykkureða gefið góða gjöjsem gleður 15% afslállur aj heildarupphceð Hringið eða komið og kannið málið Eldri borgarar munið 15% ajslállinn Lögð ersérstök áhersla ájaglega og persómdcga þjónustu Munið gjajakoríin, gjöjsem kenmr á óvarí við öll tœkijœri Upplýsingar og tímapantanir í síma 42-6594 Kl. 10-12 og 13-18 Verð velkomin Hrönn Slefánsdólíir snyrlijrœóingnr <1 Snyrtistofa Hrannar itimp i 11 Hafnargötu 35, 2. hæð (jAIINtAU Sími 421-6594 'wfl iiJilll DHL DEILDIN I KORFU - IÞROTTAHUS KEFLAVIK Keflavík - ÍA sunnudag Irl. 20 KEFLAVÍK - NJARDVÍK föstudag kl. 19 í 1. DEILD KVENNA K.yrisbsúi Y/íoém. ÆJk Islands adidas ‘/Y Samvinnuferðir Landsýn Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.