Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 06.02.1997, Blaðsíða 7
Mikil umnæfla um vínveitingaleyfi - Kaffi Keflavík fœr vínveitingaleyfi - Hendur bœjarstjórnar bundnar Bæjarstjórn Reykjanesbæj- ar sainþykkti á lundi sínum sl. þriðjudag að veita Reyni Róbertssyni vínveitingaleyfi til eins árs fvrir Kaffi Kefia- vík þrátt fyrir að áfengis- varnarnefnd hafi hafnað umsókninni m.a. á grund- velli ítrekaðra brota veit- ingaaðila. Böðvar Jónsson (D) flutti breytingatillögu um málið þess efnis að það væri í verkahring Sýslumannsins í Keflavík að ávíta fyrir fyrrgreind brot og hafi það þegar verið gert. Því væri rétt að gefa uinræddum veitingaaðila tækifæri á að sanna sig. Mikil umræða varð um málið vegnajafnræðisreglu sem gild- ir í slíkum málum og nýlega hefur verið úrskurðað um í Hafnafirði, veitingaaðila í vil. Samkvæmt jafnræðisreglunni er ekki hægt að hafna umsókn veitingaaðila um vínveitinga- leyfi fyrir veitingastað ef stað- urinn uppfyllir ákveðnar al- mennar reglur og er ekki lagt inat á rekstur veitingaaðila. Hafa bæjarfulltrúar áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa þar sem þeir telja að jafnræðisreglan komi í veg fyrir að þeir greiði atkvæði um vínveitingaleyfi samkvæmt eigin sannfæringu. Það var því mat bæjarfulltrúa að þeim væri í raun óheimilt á grundvelli jafnræðisreglunnar að hafna vínveitingaleyfinu þar sem umræddur staður uppfyllir öll skilyrði. Fimm bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með vínveitingaleyfi fyrir Kaffi Keflavík. Það voru Ellert Eiríksson bæjarstjóri, Jónína Sanders formaður bæj- arráðs, Þorsteinn Erlingsson, Böðvar Jónsson og Steindór Sigurðsson. Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjórnar sat hjá ásamt Sólveigu Þórðardóttur (G) en þnr fulltrúar minnihluta Reynir Ólafsson (A), Jóhann Geirdal (G) og Anna Margrét Guðmundsdóttir (A) tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem þau töldu að hendur þeirra væru bundnar af jafnræðisregl- unni. Gönguleið- ir merktar Bæjarstjóm Reykjanesbæj- ar hefur ákveðið að verja kr. 2.500.000 tii fram- kvæmda við merkingar gönguleiða og markverðra staða. Óskað verður eftir tillögum frá markaðs- og atvinnumálanefnd sem lögð verður fyrir bæjar- stjóm fyrir marslok 1997. Sorptunnur árið 1998 Bæjarstjóm Reykjanesbæj- ar hefur tekið vel í erindi stjórnar Sorpeyðingar- stöðvar Suðumesja frá 26. nóvember á síðasta ári um að skipta úr pokakerfi í plasttunnukeifi og er áætl- að að slíkt fyrirkomulag komi til framkvæmda árið 1998.Hefur bæjarstjórn falið stjórn S.S. að koma með hugmyndir um flokk- un heimilissorps þannig að draga megi úr brennslu. Einnig mun stjórn S.S. kanna útboð á sorphirðu með breyttu fyrirkomulagi með þeim hætti að verktaki legði fram öll sorpílát. ZANCASTER JUVENA Kynning föstudag kl. 13-18. Bobba kynnir - Kaupauki fylgir. NÝJAR VÖRUR! Hattar ■ húfur ■ slæður ■ hárskraut ■ skart og fatnaður ■ í miklu úrvali! /7 Gjafa- og snyrtivöruverslunin cJjnndia Hafnargötu 37A Sími 421 3311 Þú færð Vísa vildarpunkta ef þú verslar hjá okkur! Vatnsnestorgi Keflavík - WtHvwíirkíiÍMr í 7.-9. ftbjwor Allar vorur undir kr. 1000.- Fatnaður, skór °g gjafavara Opið laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 12-18 HAGKAUP - fifrirfjölskiflduna- Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.