Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.02.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.02.1997, Blaðsíða 8
tWUi KUtfíi KEFLVÍSKT BIKARFJÖR í LAUGARDALSHÖLL Á LAUGARDAGINN: B 1 KARSY R P A Sigurdur Valqeirsson ,,9UÓ' fað?r" körfuboltans í Keflavík med bikaranagodu-Að neðan lagnaþeir Birgir Orn, Krist/an Guðlaugsson og Elentínus Marg- eirsson með vm- eigandi vökva i búningsherbergi adleikloknum. Stelpurnar fögnuðu einnig á svipaðan háttog voru seelar og glaðar í leikslok. Anna María fyrirliði liampar hér bikarnum sem Þorsteinn Eriingsson, heiðursgestur á leiknum afhenti henni. A myndinni að ofan fagnarhún Erlu Reynisdóttur sem jafnaði leikinn fyrir Keflavík á lokasekúndunum úr vítaskoti. Það var fyrst og fremst stórleik Damon Johnsons að þakka að KelJavík náði að sigra KR á laugardaginn og tryggja sér þriðja bikarmeistaratitilinn. Lokatölur urðu 77:66 en staðan í hállJeik var 36:37. Damon var hreint út sagt frábær og skoraði nánast þegar hann vildi auk jress sem hann tók við stöðu leikstjórnanda í upphafi síðari hálfleiks og skilaði því hlutverki með afbrigðum vei. Að vanda hirti Damon fjöldan allan af fráköstum og skoraði 33 stig. Það blés ekki byrlega hjá Kefla- vík í upphafi og staðan 10:0 fyrir KR segir allnokkuð. Þá gaf Al- bert Oskarson, sem átti jafnan og góðan leik, tóninn fyrir KelJavík með því að skora fimm fyrstu stigin en hann gerði alls 15 í leiknum.. Kellavík náði ekki að stjórna ferðinni í þessum leik sem sést best á lokatölunum. Þrátt fyrir lietta unnu þeir sigur og segir það nokkuð um styrk liðsins en fyrir þenn- an leik þótti það ráða miklu um úrslit hans hvort liðið næði að stjórna leiknum því munurinn á leik liðanna er mikill. Vegna þessa virkaði KR mun sterkara framan af ef undan er skilinn síð- ari hluti fyrri hálfleiks. Lokamínúturnar voru síðan algjöriega Keflavíkur þar sem þeir skomðu 14 síðustu stig leiksins og naut Guðjón Skúla- son sín rnjög vel á þessum kafla sem skoraði 17 stig í leiknum. Það er ekki amalegt fyrir hvaða lið sem er að liafa mann eins og Birgir Öm Birgisson sem sjötta mann. Þegar hann kom inná um miöjan fyrri hálfleik varð vendi- punktur í leiknum þegar Kefla- vík komst yftr og ekki síst fyrir stórvamarleik Bitgis og baráttu. I seinni hálfleik var sama upp á ten- ingnum en Birgir kom þá inn fljótlega og hélt Jon- athan Bow vel niðri sem fyrir leikinn var talinn helsta von KR. Það var því einnig fyrir stórleik Birgis sem Keflavík vann þenn- an bikarmeistaratitil. Hjá KR áttu þeir Hermann Hauksson (16 stig), sem gætti Kristins Friðrikssonar vel, Ingvar Ormarsson (17 stig) og Geóff Herman (16 stig) bestan leik. Ekki búið fyrr en fíauton gellur „Við lékum herfilega allan fyrri hálfleik og í byrjun þess seinni. Ur því sem konrið var ákáðum við að gera okkar besta og með samstilltu átaki tókst það." Hvcrnig stóð á svo slakri byrjun, vanmátuð þið andstæðinginn? ,J>lei. alls ekki. Vtð vomm of hátt stemmd og sennilega ætlað að gera út um leikinn strax í fyrri hálfleik en það gekk ekki.“ Varstu aldrci hræddur um að tapa þcssum lcik? ,JMei aldrei. leikurinn er ekki búinn fyrr en flautan gellur og það sannaðist enn einu sinni í þessum leik.“ Þegar í framlengingu \ar komið, varstu sigurviss? ,Já, nokkuð ég var nokkuð viss. Þær vom komnar í villuvandræði og við á góðu skriði þannig að ég var nokkuð bjartsýnn á að okkur tækist að klára dæmið í framlengingunni", sagði Jón Guðmundsson, þjálfari kvennaliðsins. Stressaðar „Eg veit ekki hvað fór úrskeðis í fyrri hálfleik og í byrjun þess síðari annað en að við vomm stressaðar. Vanmat var ekki til staðar því við vitum hvað KR er með sterkt lið. „Við höfðum þetta á reynslunni og úr því okkur tókst að jafna áður en venjulegur leiktími rann út var ég aldrei í vafa í framlengingunni um að við myndum vinna. það kom bara ekkert annað til greina", sagði Anna María Sveinsdóttir fyrirliði Keflavíkur. Fjórton ára bið hjá Björgu „Við sýndum frábæran karakter í seinni hálfleik með því að vinna upp for- skot þeirra og jafna í venjulegum leiktíma og sigra síðan í framlenging- unni.“ Nú fannst þú fjiilina þína í framlengingunni þcgar þú skoraðir þýðing- armikla þriggja stiga körfu? .Já, það var yndislegt. Ég er búin að bíða eftir þessu í fjórtán áf', sagði Björg Hafsteinsdóttir. Sýnir sfyrk ,J>að gekk nú ekki eftir það sem við ætluðum að gera, þannig að við vomm að vinna leik sem þróaðist ekki eins og við hefðum kosið að hann gerði. Þetta sýnir styrk liðsins og að það getur meira heldur en bara að spila hrað- an körfubolta og skjóta eins og margir hafa gagnrýnt okkur fyrir. I þessum leik gerðum við hvomgt af þessu en unnun samt sem sýnir það að við get- um unnið leiki eins og okkur dettur í hug eða á allan hátt. Við vomm ekki að spila vel í þessum leik. Reyndar átti hvomgt liðið stórleik og stress gerði vart við sig hjá báðum liðum en við vomni að vinna þá með spilamennsku sem þeir áttu ekki von á að við gætum", Sigurður Ingimundarson. þjálfari Keflavíkur. Níaður í manns stoð ,J>að var erfitt að geta ekki fengið að vera með til loka leiks en þetta er hóp- íþrótt og það kemur maður í manns stað sem sýnir hversu liðið er sterkt“, sagði Falur Harðarson. Leist þér nokkuö á þetta, KR með forystu og þú út at? ,Ja, mér fannst bara dómaramir gera tilraun til að taka þetta af okkur en það tókst ekki.“ Fékk lítinn hið „Ég fékk lítinn frið framan af en þegar þeir skiptu yfir í svæðisvöm og færðu sig nær körfunni auk þess sem ég held að þeir hafi verið orðnir þreyttir, þá opnaðist meira fyrir mig. Þá setti ég nokkrar niður. Þetta er einn af stærri leikjum ársins og alltaf gaman að vinna titil“. sagði Guðjón Skúla- son. Alltaf jatn gaman „Það er alltaf jafn gaman að vinna titil og sérstaklega núna því mér fannst við vera að spila okkar lélegasta leik í vetur. Fjölbreytni liðsins er mikil og við emm með besta liðið í dag þannig að þegar við eigum svona lélegan leik en vinnum samt þá þurfa önnur lið að vera miklu betri en KR í dag til að vinna okkur." Hvað vilt þú scgja um KR liðið? ,J>eir em með mjög gott lið svona álíka sterkt og Grindavík en við emm bestir". sagði Kristinn Friðriksson. TVÖFÖLD BIKARGLJ9I Það var sannkölluð körfuboltahátíð sem ríkti í Kefla- laugardaginn. Það ríkti mikil stemming í Höllinni og j lokamínútunum. Að sama skapi urðu vonbrigði KR- vík urn helgina en þá urðu meistaraflokkur karla og Keflavtkurliðin sýndu mikinn styrk með því að inn- j inga mikil þar sem þeir fögnuðu þennan sama dag 40 kvenna bikarmeistarar eftir að hafa Iagt KR í báðum byrða sigur í báðum þessara leikja því bæði áttu þau í j ára afmæli deildarinnar. Víkurfréttamenn fylgdust úrslitaleikjunum sem háðir voru í Laugardalshöll á töluverðu basli framan af en tryggðu sér sigurinn á með fjörinu og bikargleðinni. Rafmögnuð spenna -þegar KefUwOmrstúlkur tryggðu sér áttuuda bikartitilinn Keflavík varð bikarmeistari í meistaraflokki kvenna eftir sigur í æsispennandi og framlengdan leik gegn KR á laugardaginn. Lokatölur urðu 64:63. I leikhléi leiddu KR stúlkur með ellefu stigum 23:34. Keflavíkurstúlkur þekkja vel þá tilfinningu að verða bikarmeistarar. Sú tilfinning vó eflaust þungt þegar líða tók á leikinn á laugardaginn. Þá náðu þær að snúa nánast töpuðum leik sér í hag og sigra. Það var ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleikinn að Keflavíkurstúlkur komst á blað og hafði KR þá skorað 10 fyrstu stigin. Smá saman náðu stelpumar í Keflavík síðan að saxa á forskot Vesturbæjarliðsins og var munurinn minnstur tvö stig 12:10 í fyrri hálfleik en nær komust þæpekki í bili og var staðan í hálfleik 34:23 fyrir KR. í síð- ari hálfleik fóru hlutimir ekki að gerast fyrr en Keflavík beitti pressuvöm jtegar u.þ.b. 8 mínútur voru eftir. A sama tíma misstu KR-stúlkur Lindu Stefánsdóttur út af með fimm villur. Við þetta hmndi leikur jteirra og Keflavíkurstúlkur gengu á lagið og náðu að tryggja sér framlengingu, 59:59. Erla Reynisdóttir skoraði á síðustu sekúndunum úr öðm af tveimur vítaskotum. I framlengingunni var sama uppi á teningnum, KR byrjaði betur en í lokin hafði Keflavík betur eftir æsispennandi lokamínútur 64:63. Anna María Sveinsdóttir náði sér á strik síðari hluta leiks, var stigahæst með 20 stig, sömuleiðis Erla Reynisdóttir (13 stig) og Björg Hafsteins- dóttir (7 stig) sem skoraði þýðingarmikla þriggja stiga körfu í framlengingunni. Bima Valgarðsdótt- ir skoraði 13 stig og átti mjög góðan leik allan tíman bæði í vöm og sókn og klikkaði ekki á ör- lagastundu þótt hún hafi verið að leika sinn fyrsta bikarúrslitaleik. KR-stúlkur spiluðu flestar vel þangað til í lok leiks eins og áður segir en einna bestar í jöfnu liði vom þær Helga Þorvaldsdóttir (20 stig), Guðbjörg Norðfjörð (14 stig) og Linda Stefánsdóttir (5 stig) meðan hennar naut við. Landsbanki íslands Útibúin á Suðurnesjum Kefldvik símittl I2SS - Sandgeröl sími 4231S00 ■ Grindavík simi426 S199 ■ Leifsstöd simi425 0350 8 Víkuifréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.