Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 4
Draumurinn að vera sem fjölhæfust Umferðarslys varð á mótum Hafnargötu og Íshússtígs á fimmtudag í sl. viku. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bifreið sem kom suður Hafnargötu. Drengurinn slasaðist minni háttar og slapp með skrekkinn. Hann var með hjálm og bjargaði honum örugglega frá frekari meiðslum. VF-mynd:pket Annirhafa verið hjá lögreglunni að undanförnu vegna tíðra unferðarslysa. Bílvelta varð á Helguvík- urvegi á Bergi í síðustu viku. Ekki urðu mikil slys á fólki. Þá hafa verið nokkrir árekstrar síðustu daga á mótum Borgarvegar og Njarðarbrautar i Njarðvík. VF-myndir: Hilmar Bragi. spilum á hljóðfærið enda er það ekki ekta stelpu- hljóðfæri. Básúnan er fyrsta málmblásturshljóðfærið til þess að ná sinni núverandi mynd enda er hún ekki flókin. A henni er sleði sem er dregirin fram og til baka og myndar tóna þannig að það er ekkert takkakerfi sem þurfti að þróa. Aðrir málmblástursleikarar segja að básúnan sé bara svona vanþróuð en við básúnu- leikarar segjutn að hún sé fullkomin í sínum ein- faldleika“. Aðspurð um fyrirmynd segir Sigrún að Christian Lindberg sé hennar eftir- lætisbásúnuleikari. „Hann er algjört náttúruund- ur og getur spilað allt sem þú getur ímyndað þér. Hann hefur tvisvar sinnum komið til Islands og lék m.a. vél- hjólakonsertinn með Sin- fóníuhljómsveit Islands fyrir nokkmm ámm. Hann byrj- aði að læra á básúnu þegar hann var 16 ára gamall og 18 ára var hann kominn á samning hjá óperuhljóm- sveitinni í Stokkhólmi. Hann er alveg ótrúlegur". Stefnir Sigrún á svipaðan frama og Lindberg? „Eg er ekkert viss um að ég verði aðallega básúnu- leikari. I þeini deild seni ég hef áhuga á í Guild Hall er aðallega unnið að sköpun og myndi ég líklega fara eitthv- að út í tónsmíðar. Þá myndi ég vilja kenna nýja aðferð við tónlistamám bama og kynna hana með fyrir- Iestmm og námskeiðum. Draumurinn er að geta sem flest og vera sem fjölhæfust. Ég mun nota píanóið eitthv- að líka og auðvitað spila einhvem helling á básún- una“, segir Sigrún básúnuleikari að lokum. íris -segir Sigrún Sœvarsdóttir búsúiiuleikari sem nýverió kmk blúsarakennaraprófi frú Tónlistarskóla Reykjavíkur °g hyggnr ú núm erlendis. Sigrún heppin að eiga svona góðan bróður er heiti á sónötu sem Sigrún Sævars- dóttir flutti á einleikara- tónleikum sfnum þann 11. maí sl. en höfundur hennar er Sigurður Sævarsson, bróðir Sigrúnar sem nýverið lauk námi í tónsmíðum frá Bandaríkjunum. Tónleikamir vom liður í lokaprófi Sigrúnar frá Tónlistarskóla Reykjavíkur en þaðan lauk hún 8. stigs prófi með einkunina 8,8. Undirleikari á píanó var Þóra Fríða Sæmundsdóttir og spiluðu þær saman þrjú verk. Auk sónötu Sigga spiluðu þær Vivaldi cel- lósónötu og verk eftir Hose Bergnianns. Að auki spilaði Sigrún á píanó enda tjölhæf- urtónlistarmaður. Básúnu- kvintett lék með henni á tónleikunum en hann skip- uðu tveir meðlimir Sinfóní- uhljómsveitar íslands og tveir samnemendur Sigr- únar. Nú undirbýr Sigrtín sig fyrir inntökupróf í sumar en hún hyggst fara til Þýskalands og spila fyrir í fimrn skólum þ.á.m. í Köln þar sem annar bróðir hennar Jóhann Smári Sævarsson syngur við Köln- arópemna. „Það er hægara sagt en gert að komast inn f þessa skóla þar sem 40 manns em um hverja stöðu en maður verður bara að vona það besta“, segir Sigrún. Eftir árið hyggst hún fara til London og reyna inngöngu í Guild Hall en þar er deild sem Sigrún hefur áhuga á og nefnist „performance and conimunication skills“. En er ekki nokkuð sérstakt að stúlkur séu að leika á básúnu? Básúnan er ekki ekta stelpuhljóðfæri , Jú það er það og erum við aðeins þrjár á landinu sem GALLERY VINNUSTOFA Hringbraut 92 • 230 Keflavík Vs.: 421 4775 • Hs.: 421 4995 Hef opiiað gallerí og vinnustofu að Hringbraut 92 í Keflavík. Opið virka daga kl. 13-18 Laugardaga kl. 11-13. 4 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.