Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 7
Minniiig Sigurjón Jnníusson f. 23.9.1964 d. 1.1.1997 Mig langar að minnast hans Sigga sem ég bjó með í rúm fjögur ár. Við keyptum okkar fyrstu íbúð saman í Njarð- víkunum, litla hlýlega íbúð. Eftir stutta sambúð fæddist sólargeislinn okkar hann Stefán litli sem var Sigga líf og yndi. Stefán leit alltaf upp til pabba síns og gat varla beðið eftir að fara til hans og rúnta niður að bryggju og skoða bátana sem pabbi hafði verið að vinna í og hlusta á góða músík og fá sér svo ís, og svona mætti lengi telja. Siggi var léttlyndur og afar stríðinn, svo ekki á hann Stefán langt að sækja það jafn stríðinn og glettinn eins og pabbi sinn. Við Siggi áttum margar góð- ar stundir saman þótt við hefðunr slitið samvistum, vorum við góðir vinir og gátum alltaf komist að sam- komulagi við erfiðar aðstæð- ur. Elsku Siggi, mig langar að þakka þér fyrir yndislegan son og allar góðu stundimar sem við áttum öll saman. Við munum ávallt sakna þín, en minningamar lifa í hjört- um okkar allra. Eg bið góð- an Guð að geyma þig og varðveita, og bið ég fyrir fjölskyldu þinni að góður Guð gefi þeim öllum styrk í þessari, hörmulegu sorg og söknuði. Guð veri með ykk- ur. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Gu5s míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá, hrvggðar myrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. Kveðja Asla Rán ogfjölskylda í U.S.A. Banaslysið í Bláa lóninu: HES óskar eftir úrskurði umhverfisráuneytis varðandi lögsögu -Bláa lónið fær viðbótarfrest til 15.júlí Heilbrigðisnefnd Suður- nesja telur nauðsynlegt að umhverfisráðunevtið kveði upp úrskurð vegna efa- semda forráðamanna Bláa lónsins hf. um lögsögu HES um slvsavarnir og öryggis- mál í lóninu í kjölfar banaslyss sem varð þar þann 4. inaí sl. Þetta kom fram á fundi HES þann 22. maf sl. og jafnframt samþykkti nefndin að veita Bláa lóninu hf. viðbótarfrest til 15. júlí n.k. til að verða við kröfum nefndarinnar um bætt öryggi baðgesta. Kemur frarn í bókun nefndarinnar að frest- urinn sé veittur svo hugsanleg óvissa um lögsögu í málinu skaði ekki hlutaðeigandi. Heilbrigðiseftirlit Suðumesja hitti forsvarsmenn Bláa lóns- ins á fundi sl. mánudagskvöld þar sem málin voru rædd en óvíst er um útkomu þeirra. GROÐURMOLD Höfum til sölu: Harpaða og blandaða gróðurmold, einnig fyllingarefni, toppefni, sand og steypuefni. LAVA hf. Sími 852-5078 Stapafelli, Súlum. Félag harmoníkuunn- enda á Suðurnesjum: Uppákoma í Kjarna á sunnudag Nú er að ljúka sjötta starfsári Félags hairnoníkuunnenda á Suðumesjum og líkt og und- anfarin ár verður efnt til uppá- komu í göngugötunni í Kjama sunnudaginn 8. júní n.k. milli kl. 14.00 og 17.00. Ekki er fullljóst hverjir koma fram en þó má upplýsa að Harmoníkufélag Rangæinga mun koma og leika fyrir við- stadda af sinni alkunnu snilld. Ymsir hljóðfæraleikarar úr fé- lagi harmoníkuunnenda á Suðumesjum koma fram og verður veitingasala á vegum veitingareksturs Flug-Hótels. Þeir sem hafa áhuga á að ger- ast félagar í F.H.U.S. geta gert það á staðnum. Tölvunámskeið Lokanámskeið vorannar hefst mánudaginn 9. júní kl. 08:30. Kennt verður Windows 95. Skráning í dag og á morgun í síma 421-5880. tölvuskóli suðurnesja FRETTAVAKT ALLAN SÓLABHRIN6INN í SÍMA 898 ZZZZ Full búð af nýjum sumarvörum! Júní tilboð! Fyrir hverjar þúsund krónur sem þú verslar fyrir hjá okkur, færðu eina röð í Víkingalottó í kaupbæti. - gildir til 30. júní. HRSOL Heiðarníni 2 - Garði - Sími 422-7935 GARÐAUÐUN Sumarbústaðaeigendur,! Tökum að okkur úðun á sumarbústaðalöndum á sv-horninu! Árotuga reynslo. Fullkominn tcekjabuM ódýrogfljótpJ°nu*£ Geriðverðsamanburð. ODYRT-ABYRGÐ Tökum að okkur úðun á trjám. Notum skordýraeitrið permasekt, sem er skaðlaust mönnum, fuglum og gæludýrum. Úðum einnig við roðamaur. Emil Kristjánsson og Hafsteinn Emilsson 421-4622 & 4214885 eða 897-5256 Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.