Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 14
Gerðahreppur: ATVINNA Gerðahreppur óskar eftir að ráða aðila til að þjónusta fatlað barn í 3-4 tíma á dag í samvinnu við Svæðisskrifstofu Reykjaness. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 422-7108. Sveitarstjóri. ATVINNA SMIÐIR Vanir smiðir óskast til starfa á Kefla víkurflug velli. Um er að ræða almenn smíðastörf ásamt uppsetningu gifsveggja. Upplýsingar gefur Friðrik í síma 425-7801. ÍSTAK H.F. Keflavíkurflugvelli Sandgerðisbær: ATVÍNNA TÆKJAMADUR Laust er sumarafleysingastarf tækjamanns í áhaldahúsi Sandgerðisbæjar. Ráðning er frá 1. júní til 15. september 1997. Krafist er vinnuvélaréttinda. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður. Bæjarverkstjóri. Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis: Bílstjórar Okkur vantar bílstjóra til afleysinga í sumar. Þarf að hafa meirapróf. Upplýsingar á staðnum. Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis. Skólaslit Holtaskóla í Keflavík: Verdlaunahafar að loknum skólaslitum í Holtaskóla. VF-MYND/HBB Ragnhildur og Sæmundur hlutu flest verðlaun Skólaslit Holtaskóla fóru fram á sal skólans þann 30. maí sl. Skólahald var með svipuðu sniði og undanfarin ár og kom fram í ávarpi Sigurðar Þor- kelssonar skólastjóra að livar sem nemendur hafi komið fram í nafni skólans hafi þeir verið skólanum og þeim sjálf- um til sóma. Nemendur úr skólanum léku á hljóðfæri við athöfnina. Hanna Björg Konráðsdóttir lék á fiðlu við undirleik Ragn- heiðar Skúladóttur. Berglind Skúladóttir og Ásdís Gunn- arsdóttir léku fjórhent á píanó og Stulaugur Jón Bjömsson lék á hom einnig við undirleik Ragnheiðar. Anna Albertsdóttir formaður nemendaráðs kvaddi skólann fyrir hönd brottfararhópsins og Hildur Harðardóttir var kjörin besti kennarinn að dómi 10 bekkjar. Nemendur þökkuðu sérstaklega matselj- um sínum þeim Ástríði Sigur- vinsdóttur og Guðrúnu Ad- olfsdóttur vinsemd og viður- gjörning gegnum árin og sæmdu þær „trésleifinni" í kveðjuskyni. Ymis verðlaun vom veitt fyrir frábæran árangur í námi og öðmm störfum. Sigurvegari í lestrarspretti sjöundu bekkj- | anna varð 7. bekkur E í um- sjón Rannveigar Bjömsdóttur og úr þeim bekk kom lestrar- kappi Holtaskóla að þessu sinni, Þorvaldur Árnason. Hanna Björk Konráðsdóttir fékk viðurkenningu fyrir afar góðan námsárangur í 8. bekk. Ljósbrá Logadóttir fékk við- urkenningu fyrir afar góðan árangur í handmennt í 9. bekk. Sæmundur Jón Oddson hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaltalseinkunn á sam- ræmdum prófum og einnig á almennu grunnskólaprófi. Anna Albertsdóttir hlaut við- urkenningu fyrir hæstu ein- kunn í stærðfræði og félags- störf og Sæmundur Jón Odd- son hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í íslensku á samræmdu prófi. Sturlaugur Jón Björnsson hlaut viður- kenningu fyrir hæstu einkunn í ensku, sögu og frönsku. Ragnhildur Steinunn Jóns- dóttir og Marín Helena Hentze fengu viðurkenningu fyrir hæstu einkunn í dönsku. Haukur Gunnarsson hlaut við- urkenningu fyrir frábæra ástundun og Árni Björn Jó- hannsson hlaut viðurkenningu fyrir iðni og framfarir. Ásdís Rósa Gunnarsdóttir hlaut við- urkenningu fyrir góðan náms- árangur í liffræði og Sturlaug- ur Jón Björnsson og Ragn- hildur Steinunn Jónsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir góðan árangur í eðlisfræði. Ragnhildur hlaut að auki ásamt Bryndísi Jónu Magnús- dóttur viðurkenningu fyrir góðan árangur í þýsku. Skúli Rúnar Reynisson hlaut viður- kenningu fyrir góðan árangur í ritvinnslu og Rósa Oddrún Gunnarsdóttir hlaut „Bjart- sýnisverðlaun Holtaskóla“. Sæmundur Jón Oddson og Ragnheiður Steinunn Jóns- dóttir voru kjörin íþróttamað- ur og íþróttakona Holtaskóla 1996-97. VINNUEFTIRLIT RIKISINS: ATVIMA í BODI! Vid tölvuvinnslu, afgreidslu og önnur skrifstofustörf. Um er ad ræda 50% afleysingastarf í um 10-12 mánaða skeið. Upplýsingar gefur Gestur Friðjónsson umdæmisstjóri Vinnueftirlits ríkisins, Grófinni 17a, símar 421-1002 og 852-7592. Ragnar Öm Pétursson skóla- stjóri Vinnuskóla Reykjanes- bæjar og Brosmaður hefur verið skipaður í stjórn Blá- fjallafólksvangs í stað Krist- mundar Carters sem verður varamaður. Kristmundur sat áður sem aðalmaður en minnihlutinn í Reykjanesbæ hefur mikið kvartað yfir því að lítið sem ekkert hafi til hans sést og bókaði Ólafur Thordesen (A) um málið á sínum tíma þar sem hann óskaði eftir því aö björgunar- sveitir hæfu leit að þessum fulltrúa meirihlutans. 14 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.