Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 15
 Styrktaraðilar heilsuhlaupsins: Sparisjóðurinn í Keflavik - Sólbaðsstofan Sólhúsið - Hitaveita Suðurnesja - K-Sport - Keflavikurverktakar - Hársnyrting Harðar - Apótek Keflavikur - Heilsuhornið Hólmgarði HEILSUHLA UP j> Krabbameinsfélagsins '97 f ♦ Skráning fer fram í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut 5. júní, sími 421-1500. ♦ Hlaup hefst frá Sundmiðstöðinni kl. 19:00. ♦ Vegalengdir verða tvær; 3,5 km. skemmtiskokk og 7 km með tímatöku. ♦ Verðlaun veitt fyrir fyrsta sæti karla og kvenna en allir sem ijúka hlaupi fá verðlaunapening. Einnig útdráttarverðlaun. ♦ Verð; 14 ára og yngri kr. 200.- og eldri kr. 500.- Í.F.A. (íþróttir fyrir alla) er stuðningsaðili heilsuhlaupsins. Hvetjum fjölskyldufólk og aðra til að fjölmenna. 5. júní Suðurnesin með Metnaðarleysi íslenskur aðall er nú kominn út en það er blað útskriftar- nema Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Er það mikil synd að jafn hæfileikaríkt fúlk sem þar er innanborðs skuli láta slíkt frá sér fara þar sem metnaðar- leysi er algjört í vinnslu blaðsins sem hefur greinilega tekið skamman tíma. Má til samanburðar benda á vandað blað útskriftarnema við Verslunarskóla Islands sem er um 150 síður í vönd- uðu broti. Suðurnesjamenn og ekki síst þeir sem styrkja útgáfu útskriftarnema eiga betra skilið. þeim lokustu i sam næmdu ppófunum Útkoma bama á Suðumesjum í samræmdu prófunum er lök- ust í stærðfræði og íslensku og er meðaleinkunn úr prófunum fjórum á landsvísu 5,85 en þar fyrir neðan em Vestfirðir með 5,775 þannig að munurinn er lítill. Þetta kemur fram í gögnum frá Rannsóknastofnun uppeld- is- og menntamála. Reyndust börn í Reykjavík hafa bestu útkomuna úr samræmdu próf- unum en meðaleinkunn þeirra var 6,65. Meðaleinkunn í stærðfræði á landinu var 5,0 en 4,2 á Suð- urnesjum. í íslensku varð meðaleinkunn á landinu öllu 6,6 en á Suðumesjum var hún 5,9. Best er útkoman í dönsku á landsvísu eða 7,3. Þar er með- aleinkunn á Suðumesjum 7,1 en 7,6 í Reykjavík. Suðurnesjanemar voru við botninn í samræmdu prófunum. Byggingamefml áiítar Imaæúis- nelntl lyrir ólöglegar framltimBr Athugasemd Ég vildi gera athugasemd við grein Ólafs Björns- sonar í síðasta blaði Vík- urfrétta þann 29. maí sl. Þar telur Ólafur upp ýms- ar verslanir og kaup- nrenn, í gömlu Keflavík eins og hann vil orða það, en Ólafur gleymir einum kaupnranni sem rak versl- un í mörg herrans ár við Hafnargötuna. Það var Danival Danivalsson, sá nrikli t'ramskóknarmaður, það gæti kannski verið ástæðan fyrir því að Ólaf- ur vildi ekki muna eftir honum. Ingigerður Guðmundsdóttir Klapptirstíg 7 Njarðvík Byggingamefnd var gagnrýnd á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar af Jóhanni Geirdal (G) og Drífu Sigfús- dóttur forseta bæjarstjórnar fyrir að taka full hart á yftr- sjónum að undanfömu og var í því sambandi bent á fram- kvæmdir við Höfnina, Bmna- vamir Suðumesja og nú síðast vegna framkvæmda húsnæð- isnefndar. Byggingamefnd hefur skorað á húsnæðisnefnd að stöðva þegar ólöglegar framkvæmdir að Faxabraut 3 la þar sem ekki var sótt um leyfi til bygg- ingarnefndar vegna fram- kvæmdanna. Málið var til umfjöllunar á fundi bygging- amefndar þann 27. maí sl. og bókaði nefndin um málið. Þar segir nt.a. „Byggingar- nefnd telur vítavert að aðili eins og húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar, sem hefur með umsýslu fjölda húseigna að gera, skuli ekki sjá ástæðu til að sækja um leyft til breyt- inga á eigin húsnæði“. Itrekar byggingamefnd að húsnæðis- nefnd sjái til þess að sótt verði strax urn áðumefndar breyt- ingar. Jóhann Geirdal sagði engan vafa á því að húsnæðisnefnd haft orðið á mistök en þó þótti honum bókun hennar óþarf- lega harðorð þar sem til henn- ar átti að hafa borist bréf frá húsnæðisnefnd þar sem leitað er sátta. Einnig sagði Drífa Sigfúsdóttir að slflcar bókanir væru ekki til þess að bæta samskipti embættismanna bæjarins. Formaður bygging- amefndar, Friðrik Georgsson, sat fundinn að þessu sinni og sagði liann að nefndinni hefði ekki borist fyrmefnt bréf. Að auki benti hann á að það sama hlyti yfir alla að ganga sér- staklega þegar í hlut ættu embættismenn bæjarins. Þó sagði hann nefndina ekki taka óþarflega hart á slíkum nrál- um. V íkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.