Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 05.06.1997, Blaðsíða 1
Keflavíkurþjálfarnir stóð við stóru orðin: 12stigog hárið faift! fqrir vaxandi fólh 5# HSPRRISJðOURIHH I KEFLAVIK Golfvöllurinn í Leim er án efa einn besti golfvöllur landsins og verður betri með hverju árinu sem líður. Ný flöt var útbúin á vellinum á dögunum. Við segjum nánar frá golfvall- arframkvæmdum og birtum fleiri myndir í blaðinu í dag. Súlu-Sæla tókst vel! Súlu-sæla sem haldin var í Reykjanesbæ um síðustu helgi þótti takast vel. Margir mættu á hátíðarhöldin, enda margt í boði. Myndin hér að neðan er frá hátíðarhöldunum. Fleiri myndir er að ftnna inni t' blaðinu í dag. Líí og fjön við Husasmiöjuna Húsasmiðjuhlaupið fór fram um síðustu helgi. Fólk á öll- um aldri tók þátt í hlaupinu. Þegar hlaupinu var lokið var ýmislegt til skemmtunar við Húsasmiðjuna við Smiðju- velli. Myndasmiður blaðsins var á svæðinu og fleiri myndir eru inni í blaðinu í dag. Keflavíkur- verktakar í fjörtíu ár! Keflavíkurverktakar fögnuðu fjörtíu ára afmæli með glæsi- legri veislu í íþróttahúsi Keflavíkur á dögunum. Við birtum myndir úr veislunni í blaðinu í dag. „Næst passa ég mig á því að hafa lokaðan munninn,11 sagði Gunnar Oddsson annar þjálfari Keflavíkur þegar hann mætti í stólinn hjá Hársnyrtingu Harðar til að standa við stóru orðin. Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson, þjálfarar meistaraflokks Keflavíkur lýstu því yfir, óopinberlega að vísu, að ef liðið næði tólf stigum áður en deildin færi í frí þá yrði hárið látið fjúka. Strákarnir í liðinu voru staðráðnir í því að láta hár þjálfarana fara sem fvrst og gerðu sér lítið fvrir og tryggðu stigin tólf strax í fvrstu fjórum leikjunum. Gunnar Oddsson mætti í rakarastólinn hjá Hársnyrtingu Harðar á föstudaginn og það kom í lilut Báru Skúladóttur að skella rakvélinni í höfuðið á þjálfaranum og raka hárið af. Það var hins vegar Lilja Sigurðardóttir á Baldursgötunni sem rakaði hárið af Sigurði Björgvinssvni. „Hún hefur séð um hárið á mér frá því ég fermdist og engin önnur fær að fikta í því með skærum eða rakvél,“ sagði Sigurður við blaðið. Föstudagun til fjár í verslunum Fjölmargar verslanir í Reykja- nesbæ taka þátt í Föstudegi til fjár. Verslanir bjóða tilboð á ýmsum vörum á morgun föstudag og einnig gilda til- boðin á laugardag í nokkmm búðum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.